Frjáls verslun - 01.01.2008, Page 29
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8 29
Forsíðugrein
Í skugga vErðhrunsins
hvað mEð viðkiptablokkirnar?
Björgólfsfeðgar
Björgólfsfeðgar, Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur
Thor Björgólfsson, eru ekki aðeins á lista Forbes yfir rík
ustu menn í heimi þeir eru viðskiptaveldi með meiru hér
á landi. Þeir ráða ríkjum í Landsbankanum, Straumi, Eim
skipafélaginu, Icelandic Group og Actavis. Á síðasta ári var
Björgólfur Thor í 249. sæti á lista Forbes yfir ríkustu menn
í heimi og Björgólfur Guðmundsson í 799. sæti.
Þeir unnu náið með viðskiptafélaga sínum, Magnúsi
Þorsteinssyni, en hann hætti öllum að óvörum sem stjórn
arformaður Eimskipafélagsins skömmu fyrir jól. Samvinna
þeirra þriggja er því ekki jafnnáin og áður.
Raunar er það svo að um nokkurn tíma hafa þeir þre
menningar farið hver sína leið á viðskiptasviðinu; þótt
feðgarnir séu auðvitað nánir. Þannig hefur Björgólfur
Guðmundsson einbeitt sér að Landsbankanum á meðan
Björgólfur Thor hefur einbeitt sér að Straumi og Actavis.
Samvinna Björgólfs Thors við Róbert Wessman er hins
vegar mikil í gegnum Actavis en Róbert er þar forstjóri og á
um 10% í því félagi.
Björgólfur Thor kom að stærstu yfirtöku Íslandssög
unnar sl. sumar þegar félag hans, Novator, yfirtók Actavis
en markaðsvirði félagsins í þessum viðskiptum var yfir 303
milljarðar og greiddi Novator um 190 milljarða króna hinn
23. júlí sl. til yfir fjögur þúsund annarra hluthafa í yfirtök
unni. En Novator átti um 38,5% í félaginu fyrir. Það var
væn inngjöf í hagkerfið um það leyti sem úrvalsvísitalan
náði hæstu hæðum.
Á meðal þekktra fjárfesta sem hafa unnið með Björg
ólfsfeðgum má nefna Sindra Sindrason. En Sindri hefur
tengst þeim frá gamalli tíð, eða frá því hann var forstjóri
Pharmaco, forvera Actavis, og hóf fjárfestingar með þeim í
Balkanpharma í Búlgaríu.
Eignatengsl við
stærstu fyrirtækin:
• Landsbankinn,
• Straumur,
• Actavis Group,
• Eimskipafélagið,
• Icelandic Group,
• Árvakur,
• Samson.