Frjáls verslun - 01.01.2008, Síða 32
32 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8
Forsíðugrein
Við hjá Odda bjóðum upp á ótrúlegt úrval
á öllum sviðum hráefnis og prentunar.
Trúnaðarupplýsingar eru öruggar í okkar
höndum enda eftirlit og umgengni um
prentsali takmörkuð.
Prentsmiðjan Oddi ehf., Höfðabakka 3-7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is
Karl og Steingrímur Wernerssynir
í Milestone
Þeir bræður Karl og Steingrímur eru aðaleigendur Milestone. Eflaust væri hægt að
nefna þá viðskiptablokk, svo víða koma þeir við sögu og eru með eignatengsl. Karl
er yfirleitt í forsvari fyrir fyrirtækið. Milestone hefur verið með stórt hlutverk á sviði
íslenskra viðskipta. Helstu eignir þess á Íslandi eru Sjóvá, Lyf og heilsa og Askar
Capital að ógleymdum 6% hlut sem félagið á enn í Glitni. Þá er félagið hluthafi í
Teymi og Icelandair. Erlendis er Milestone umsvifamest í Svíþjóð en á síðasta ári
keypti það sænska trygginga og fjármálafyrirtækið Invik fyrir um 70 milljarða.
Pálmi Haraldsson
í Fons
Pálmi Haraldsson er annar tveggja eigenda
Fons. Hinn er Jóhannes Kristjánsson, fjár
festir í Lúxemborg. Pálmi hefur vissulega
tengst Jóni Ágeiri og Baugi í fjárfestingum
um nokkurt skeið en engin eignatengsl eru á
milli þeirra. Fons á ekki í Baugi og Baugur
ekki í Fons.
Fons er áberandi í viðskiptalífinu á
Íslandi. Félagið á Skeljung að fullu, er næst
stærsti hluthafinn í FL Group, á drjúgan hlut
í Landic Property, er ráðandi hluthafi í Nor
dic Travel sem er eigandi Iceland Express,
Sterling, Ticket og fleiri fyrirtækja. Þá er
Fons orðinn næststærsti hluthafinn í 365.
Fons kemur óbeint að eignarhaldinu í Glitni
í gegnum FL Group.
Fons kemur víða við erlendis og réðist
ásamt fleirum í kaup á Big Food Group í
Bretlandi. Pálmi er stjórnarformaður bresku
matvælakeðjunnar Iceland.
Eignatengsl við
stærstu fyrirtækin:
• Milestone, (Sjóvá, Lyf og heilsa)
• Askar Capital,
• Icelandair,
• Glitnir (6%)
• Teymi.
Eignatengsl við
stærstu fyrirtækin:
• Atorka Group,
• Promens,
• Geysir Green Energy,
• Björgun.
Eignatengsl við
stærstu fyrirtækin:
• Fons,
• Skeljungur,
• Nordic Travel (Iceland Express),
• Landic Property,
• FL Group,
• Glitnir,
• 365.
Þorsteinn Vilhelmsson
í Atorku
Þorsteinn Vilhelmsson er aðaleigandi Atorku Group, en
helsta eign félagsins er Promens sem stýrt er af Ragnhildi
Geirsdóttur. Það sérhæfir sig í plasti og er fyrirtæki með 63
verksmiðjur víðs vegar um heiminn og með um 6 þúsund
manns í vinnu. Þá á Atorka Group yfir 32% hlut í hinu
umtalaða fyrirtæki Geysi Green Energy og hið þekkta fyrir
tæki Björgun. Erlendis á Atorka m.a. í fyrirtækjum í Bret
landi og Kína. Hægt er að nefna InterBulk Group, Clyde
Process, Romaq, Amiad, Shangai Century, AENV, NWF.