Frjáls verslun - 01.01.2008, Page 38
38 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8
Bankarnir
Bankarnir þrír koma næstir á eftir Bónus, allir með 7 til 11% fylgi.
Þetta eru ívið minni vinsældir en í fyrra. Landsbankinn er í 2. sæti
með um 11% eins og í fyrra og svo Glitnir með 9% og Kaupþing
með 7%, en Kaupþing lækkar aðeins á listanum.
Ekki virðist skipta miklu máli í þessari könnun þó að gengi hluta
bréfa í bönkunum hafi lækkað mikið að undanförnu meðan það var
á fleygiferð upp í fyrra. Hlutabréfaeign er orðin almennari en áður
og margt fólk hefur orðið fyrir skakkaföllum vegna verðhruns bréf
anna.
Dagana sem könnun fór fram voru einnig miklar umræður um
ofurlaun í bankakerfinu en ekki er að sjá að þær hafi haft afgerandi
áhrif á vinsældir bankanna.
Bónus hefur miklu meira fylgi hjá konum en körlum. Um 37%
kvenna nefndu fyrirtækið en um 28% karla. Sama má segja um aðrar
búðir. Þær virðast vera þau fyrirtæki sem eru konum efst í huga.
Bónus er þó líka það fyrirtæki sem er langvinsælast hjá körlum.
Ekki virtist teljandi munur á vinsældum fyrirtækjanna eftir stjórn
málaskoðunum svarenda; Bónus var alls staðar í efsta sæti. Karlar
nefndu fremur Landsbankann, Kaupþing, Össur og Símann, hvað
sem kann að valda þeim mun.
SPRON er á sama stað á listanum og í fyrra þó að gengi í spari
sjóðnum hafi lækkað mikið og fyrirtækið verið mjög í umræðunni
fyrir vikið. Hlutabréfamarkaðurinn er mönnum ekki efst í huga.
Hagkaup
Hagkaup lenda nú í 6. sæti sem er talsvert betri árangur en í fyrra.
Áður fyrr barðist verslunarfyrirtækið um efsta sætið en það er liðin
tíð. Það var á þeim tíma þegar Pálmi Jónsson átti og rak fyrirtækið
og var kenndur við það.
Össur nýtur velvildar margra og lendir í 7. sæti Önnur fyrirtæki
sem lenda í tíu efstu sætunum eru Krónan, Síminn og Fjarðarkaup.
Fyrirtæki sem áður fyrr voru meðal vinsælustu fyrirtækja landsins
eru nú mun neðar á listanum. Þar má fyrsta nefna Íslenska erfðagrein
ingu sem vann titilinn þrjú ár í röð en er nú 32. til 40. sæti listans
með 0,7% stuðning. Eimskipafélagið var líka oft nálægt toppnum en
er nú í 21.22. sæti.
Barátta Bónuss og krónunnar
Hún er þekkt samkeppnin og baráttan
á milli Bónuss og Krónunnar í verðkönn-
unum og þar er oft mjótt á mununum.
Í vinsældakönnun Frjálsrar verslunar
er munurinn hins vegar afgerandi.
Bónus Krónan
33,3% 3,3%
v i n s æ l u s t u f y r i r t æ k i n - k ö n n u n f r j á l s r a r v e r s l u n a r
Könnunin:
1989 Sól Hagkaup
1990 Hagkaup Flugleiðir
1991 Flugleiðir Hagkaup
1992 Hagkaup Bónus
1993 Sól Flugleiðir
1994 Hagkaup Bónus
1995 Bónus Hagkaup
1996 Flugleiðir Bónus
1997 Bónus Hagkaup
1998 Bónus Hagkaup
1999 Bónus Eimskip
2000 Ísl. erfðagr. Íslandsbanki
2001 Ísl. erfðagr. Bónus
2002 Ísl. erfðagr. Bónus
2003 Bónus Hagkaup
2004 Bónus Íslandsbanki
2005 Bónus icelandair
2006 Bónus Landsbankinn
2007 Bónus Landsbankinn
2008 Bónus Landsbankinn
Vinsælust frá upphafi
1. sæti 2. sæti