Frjáls verslun - 01.01.2008, Side 43
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8 43
bága við lög eða félagssamþykktir. Einnig má hluthafafundur
ekki, samkvæmt 95. grein, taka ákvörðun sem bersýnilega
sé til þess fallin til þess að afla ákveðnum hluthöfum eða
öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra hluthafa
eða félagsins, og samkvæmt 96. grein getur hluthafi, stjórnar
maður eða framkvæmdastjóri höfðað mál vegna ákvörðunar
hluthafafundar sem hefur verið tekin með ólögmætum hætti
eða brýtur í bága við hlutafélagalög eða samþykktir viðkom
andi félags.
„Í svokölluðu Eimskipsmáli fyrir fimm árum var
nokkrum hluthöfum ívilnað á kostnað annarra með sölu á
hlutabréfum í eigu Eimskipafélagsins til einstakra hluthafa,
til dæmis hlutabréf í Flugleiðum hf. og fleiri félögum og alls
ekki á hæsta verði, og það samþykkt á
hluthafafundi, sem er óheimilt. Ég benti
á það á fundinum en ákvörðunin var
keyrð í gegn en ég hafði ekki bolmagn til
þess að reka mál,“ segir Vilhjálmur.
Málshöfðun gegn glitni og straumi á
næsta leiti
Þótt einn einstakur hluthafi geti lagt
fram kæru vegna brota á hlutafélaga
lögum, hefur það ekki verið gert, að
hans sögn.
„Nei. Málaferli kosta um það bil eina
milljón og dómafordæmi í íslenskum
félagarétti eru sárafá, eins og hefur ber
lega komið í ljós í Baugsmálinu. Ein
hvern veginn er það þannig að íslenskar
fjármálastofnanir hafa yfirleitt leyst sitt klandur utan réttar
sala. Dómaframkvæmd er ekki til. Það er eftirtektarvert að
fulltrúar sumra stórra lögmannsstofa sjást varla í réttarsal og
virðast bara vera í því að semja. Margir lögfræðingar virðast
með öðrum orðum nægilega uppteknir við samningagerð og
hugsanlega úrlausn á vandamálum. Ég hyggst þó láta reyna á
mál er varða alla hluthafa, þá á ég við ábyrgð stjórnar Glitnis
banka hf. þegar keypt voru hlutabréf af fráfarandi forstjóra á
yfirverði og ábyrgð stjórnar StraumsBurðaráss hf. þegar ótil
teknum hluthafa voru seld hlutabréf í StraumiBurðarási hf.
undir markaðsverði. Hér reynir á ákvæði hlutafélagalaga um
ótilhlýðilega hagsmuni í 76. gr. laganna,“ segir hann.
Undirbúningur er kominn vel á veg og gert ráð fyrir máls
höfðun innan mánaðar, segir Vilhjálmur ennfremur.
Vilhjálmur hefur sem fyrr segir verið fjárfestir í rúm 25 ár
og kveðst einn af þeim sem eru tregir til þess að hreyfa,
eins og hann tekur til orða. En hvernig skyldi kúltúr
smærri hluthafa hafa breyst á þessum langa tíma?
„Fyrirtæki eru orðin sér betur meðvitandi í þessum efnum.
Ég man til dæmis eftir því að í hlutafjárútboði Icelandair,
eins og það heitir í dag, var tekið fram að einn af stórum eig
endum félagsins væri Olíufélagið sem þá var, nú N1, og að
Olíufélagið seldi Icelandair eldsneyti. Sú leið að taka arð út í
formi viðskipta er býsna algeng, þannig að milliverðlagning,
eða „transfer pricing“, hefur ekki verið mikið rannsökuð hér.
Þar að auki voru viðskiptin gerð á grundvelli útboðs og ofur
eðlilegt að þetta skyldi vera uppi á borðinu, enda viðskipti
milli óskyldra aðila þegar upp var staðið. Minni hluthafar
vilja fá arðgreiðslur og geta sætt sig við að hluti arðs sé not
aður í uppbyggingu og verðmætaaukningu fyrirtækisins, en
þeir vilja arðgreiðslur á reglulegu formi en ekki á sérkjörum
til útvalinna.“
Enginn fær fyrirmyndareinkunn
Hann kveðst ekki geta gefið neinu fyr
irtæki fyrirmyndareinkunn hvað varðar
tillitssemi við rétt allra hluthafa. „Nei,
það get ég ekki. Einhverjir reyna auð
vitað að vanda sig, en bankarnir eru ekki
í þeim hópi.“
Hvað er það, í stuttu máli, sem hlut
hafar eiga að gera kröfu um, ekki síst
þeir áhrifaminni?
„Kaupréttarsamningar verða að fela í sér
kröfu um árangur fyrir hluthafa. Stjórnir
og hluthafafundir hlutafélaga eiga ekki
að mismuna hluthöfum. Endurskoð
endur eru kosnir af hluthöfum og eru þjónar hluthafa, ekki
stjórnar. Gæta verður meðalhófs í starfslokasamningum.
Tryggja verður hluthöfum eðlilegt verð við yfirtökur.
Hluthafar verða að geta treyst því að stjórn og stjórn
endur hafi hag allra hluthafa að leiðarljósi og verða jafnframt
að geta treyst dómgreind stjórnarmanna og stjórnenda hluta
félaga.
Hvað kaupréttarsamninga varðar, er lágmarkskrafa
að kaupréttarsamningar verði aðeins að kaupauka ef skil
greindum lágmarksárangri er náð. Stjórn á að setja viðun
andi markmið um arðsemi, og ef markmiðum er náð, þá
aðeins verði kaupréttur einhvers virði.
Hluthafar verða líka að gera kröfu um gagnsæi við gerð
kaupréttarsamninga og fá upplýsingar um hversu marga
hluti sé að ræða og hversu margir njóti kaupréttar.
Kaupréttarsamningur er í eðli sínu ráðstöfun á eigin hluta
bréfum,“ segir Vilhjálmur Bjarnason að síðustu.
v i l h j á l m u r b j a r n a s o n
„kaupréttarsamning
ar verða að fela í sér
kröfu um árangur fyrir
hluthafa. stjórnir og
hluthafafundir hlutafé
laga eiga ekki að mis
muna hluthöfum. Endur
skoðendur eru kosnir af
hluthöfum og eru þjónar
hluthafa, ekki stjórnar.“