Frjáls verslun - 01.01.2008, Side 44
44 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8
3. janúar
nÖtRanDi
MaRkaÐuR
Árið byrjaði ekki vel en verum
samt bjartsýn. Eftir fok og flug
eldasýningar á markaði hluta
bréfa í lok síðasta árs hófst
nýja árið, 2008, með fárviðri
og kuldakasti á hlutabréfamark
aðnum. nýtt ár hefur aldrei
byrjað eins illa í Kauphöllinni
frá upphafi.
Síðasta ár var erfitt og tók
á taugarnar. Markaðurinn fór
upp í efstu hæðir, yfir 9.000
stig, um mitt sumar en lenti
síðan í „frjálsu falli“ á haust
mánuðum. Þegar upp var staðið
hafði markaðsvirði fyrirtækja
í úrvalsvísitölunni lækkað
hrikalega á árinu.
Flestir töldu að botninum
væri náð í árslok þegar úrvals
vísitalan var komin niður í
6.318 stig. En það var öðru
nær. Hún lækkaði skarpt á
fyrstu dögum ársins og fór í
tæp 5.400 stig fyrstu vikuna.
Lægst hefur hún farið í um
4.850 stig. Það var um 23.
janúar. Síðan þá hefur markað
urinn nötrað og úrvalsvísitala
D A G B Ó K I N
TExTi: Jón G. HauKsson • Myndir: Geir ólafsson o.fl.
flökt á bilinu 5.000 til 5.500
stig. Taugar fjárfesta eru
þandar.
Ástæðan fyrir hríðlækkandi
verði hlutabréfa um allan heim
er skortur á lánsfé í kjölfar
hrikalegra afskrifta húsnæðis
lána hjá mörgum af stærstu
bönkum heims. Margt bendir til
að greiður aðgangur að lánsfé
hafi um nokkurt skeið í raun
verið eina breytan í formúlunni
og haldið gengi hlutabréfa uppi
um allan heim.
Þess vegna spá flestir sér
fræðingar því að uppgangur
á hlutabréfamörkuðum heims
hefjist ekki að neinu ráði fyrir
en að lánsfé verður ódýrara.
Margir sérfræðingar hafa spáð
því að það geti orðið undir lok
þessa árs.
3. janúar
agnar bankastjóri
icebank
Sú frétt kom talsvert óvart
að Finnur Sveinbjörnsson léti
af störfum sem bankastjóri
icebank. Það kom hins vegar
fáum á óvart að eftirmaður
hans yrði Agnar Hansson.
Agnar hefur verið framkvæmda
stjóri fjárstýringar icebank
sl. tvö ár. Agnar er kunnur í
atvinnulífinu, hann tók þátt
í uppbyggingu Fjárfestingar
7. janúar
Gísli þÓR kaupiR í tékklanDi
Gísli Þór reynisson og
félagar í fjárfestingarfélag
inu nordic Partners standa
vaktina í leit að nýjum tæki
færum. Sagt var frá því að
nordic Partners hefði keypt
tékkneska matvælafyrirtækið
Hamé, en um er að ræða
stærstu einstöku fyrirtækja
kaup nordic Partners til
þessa.
Velta Hamé nam 17 millj
örðum króna á síðasta ári.
Helstu framleiðsluvörur Hamé
eru unnar kjötvörur, tilbúnar
máltíðir, samlokur, barna
matur, tómatvörur, sósur og
grænmeti. Starfsmenn Hamé
eru um 3 þúsund talsins.
nordic Partners komst
rækilega á kortið á síðasta
ári og varð á allra vörum
þegar félagið keypti djásn
danskra hótela; sjálft Hótel
d’Angleterre við Kóngsins
nýjatorg. Eigendur félagsins
eru fjórir, Gísli reynisson
aðaleigandi og forstjóri, Jón
Þór Hjaltason, Bjarni Gunn
arsson og daumants Vitols.
Aðalskrifstofur félagsins eru í
reykjavík.
Langt og afar fróðlegt
einkaviðtal var við Gísla Þór
í 9. tbl. Frjálsrar verslunar á
síðasta ári í tilefni af kaupum
félagsins á hótelinu.
Gísli Þór Reynisson.
Nötrandi markaður og taugar þandar. Hvenær réttir hann úr kútnum?
Agnar Hansson.