Frjáls verslun - 01.01.2008, Síða 45
DAGBÓK I N
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8 45
banka atvinnulífsins, FBA, og
var fyrsti deildarstjóri viðskipta
deildar Háskólans í reykjavík.
Mjög skemmtileg nærmynd
er dregin upp af Agnari á bls.
62 í þessu tölublaði Frjálsrar
verslunar.
9. janúar
kaupþing kærir
frestun á evru
Þetta er miklu stærra og
viðkvæmara mál en margur
heldur. En það kom fáum á
óvart að Kaupþing skyldi kæra
til fjármálaráðuneytisins þá
ákvörðun ársreikningaskrár
að bankinn yrði að bíða í eitt
ár með að gera upp reikninga
sína í evrum, eða til ársbyrj
unar 2009.
um 200 fyrirtæki á Íslandi
gera núna upp í evrum og þykir
mörgum kúnstugt að Kaupþing
stærsta fyrirtæki á Íslandi
þurfi að bíða í eitt ár með að
gera upp í evrum.
Árni Mathiesen fjármála
ráðherra tekur ákvörðun um
kæru Kaupþings og bíða margir
spenntir eftir þeirri ákvörðun.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
menntamálaráðherra og vara
formaður Sjálfstæðisflokksins,
sagði nýlega á fundi sjálf
stæðismanna í Valhöll að hún
vildi gefa Kaupþingi frelsi til að
gera strax upp í evrum.
Þetta mál er mjög viðkvæmt
og getur orðið að miklu báli ef
Árni hafnar málaleitan Kaup
þings. Það er afar auðvelt fyrir
stærstu fyrirtækin að skrá
höfuðstöðvar sínar erlendis og
skaut sú umræða upp kollinum
á síðasta ári þegar „tafsað var
með það“ að Straumur gæti
gert upp í evrum og að reglur
Seðlabankans stæðu þar í vegi.
En eftir breytingar á þeim
reglum gat Straumur gert reikn
inga sína upp í evrum og
gerir núna.
9. janúar
fé frá kína og
Mið-austurlöndum
Kína og Arabalöndin eru núna
helstu drifkraftarnir í efnahags
lífi heimsins, að mati Alþjóða
bankans. Leitað er logandi ljósi
að nýrri innspýtingu fjár inn á
fjármálakerfi heimsins og hafa
fjárfestar í Kína og MiðAustur
löndum verið drjúgir við að
kaupa hluta í stærstu bönkum
heims.
Bæði Alþjóðabankinn og
OECd hafa gefið það út að
hægja muni nokkuð á hagvexti
í heiminum á þessu ári vegna
hinnar margumtöluðu lausafjár
kreppu ríkustu þjóða heims.
Mikill hagvöxtur er í Kína, Mið
Austurlöndin og mörgum þróun
arlöndum.
Þá hafa kínverskir og arab
ískir fjárfestar verið duglegir
að undanförnu við að fjárfesta
í stærstu bönkum heims, m.a.
Citigroup og Morgan Stanley,
eftir að þeir lækkuðu í verði
vegna stórfelldra afskrifta á
töpuðum útlánum á fasteigna
mörkuðum í Bandaríkjunum.
Pálmi Haraldsson í Fons.
9. janúar
fons keypti bréf
Gnúps í fl Group
Hluti af endurskipulagningu
Gnúps var sala á um 6,1%
eignarhlut í FL Group til Fons
á genginu 12,1 og námu
viðskiptin um 10 milljörðum
króna. Þess má geta að útboðs
gengi í hlutabréfaútboði FL
Group í desember var 14,7.
Eftir kaupin á bréfum Gnúps Hreiðar Már Sigurðsson. og Sigurður Einarsson.
Kína drífur kerfi heimsins núna áfram.
Árni Mathiesen.