Frjáls verslun - 01.01.2008, Side 47
DAGBÓK I N
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8 47
Páls Ágústs Ólafssonar, keypti
stofnfjárbréf í SPrOn í júlí sl.
sumar, þ.e. áður en SPrOn fór
á hlutabréfamarkað, og eftir að
bréfin hrundu í verði sl. haust
fór Saga Capital fram á auknar
tryggingar vegna skuldar insoli
dum ehf. og krafðist þess að
lokum að fá yfirráð og verða
skráður eigandi insolidums ehf.
og allra eigna þess.
Fram hefur komið í fjöl
miðlum að málsatvik hafi verið
þau að insolidum keypti stofn
fjárbréf í SPrOn að nafnverði
47,5 milljónir á genginu 11,8.
Kaupverðið nam því 560 millj
ónum króna. Saga Capital hafði
milligöngu um viðskiptin og lán
aði insolidum til kaupanna.
Til tryggingar skuldinni voru,
auk verðbréfa í eigu insolidum,
settir að veði allir hlutir eig
endanna daggar Pálsdóttur og
Páls Ágústs Ólafssonar í fyrir
tækinu.
insolidum hefur í vörn sinni
gegn kröfu Saga Capital bent á
þær forsendur að hvorki dögg
né Páll Ágúst hefðu vitað hver
ætti stofnfjárbréfin í SPrOn
sem fyrirtæki þeirra, insolidum,
festi kaup á. En í ljós hefði
komið síðar að Gunnar Þór
Gíslason, sem væri bæði stjórn
armaður í SPrOn og Saga Capi
tal, hefði átt umrædd bréf sem
insolidum keypti.
Gunnar Þór Gíslason hefur
haldið því fram að hann hafi
selt Saga Capital umrædd bréf
og ekki vitað hvað hefði orðið
um þau eftir það.
Í verklagsreglum Saga Capi
tal kemur fram að bankanum
sé skylt að upplýsa kaupendur
ef um sölu úr eigin safni sé
að ræða. Að mati daggar var
það hins vegar ekki gert þar
sem á kaupnótu vegna viðskipt
anna hafi vantað stimpil um
að bréfin kæmu úr eignarsafni
Saga Capital.
Saga Capital telur vöntun
stimpilsins á kaupnótuna
aukaatriði og segir að kjarni
málsins sé að bréf daggar og
Páls Ágústs í Spron hafi fallið
í verði og að eðlilegt sé að
bankinn krefjist aukinna veða
og trygginga vegna lána bank
ans til kaupa á bréfunum. Það
að kaupnótan hafi ekki verið
stimpluð með fullnægjandi
hætti komi því kjarnamáli ekki
við.
Þetta er stórfróðlegt mál
og varpar ljósi á það sem oft
er nefnt gíruð hlutabréfakaup
þ.e. kaup á hlutabréfum út á
lántökur. En svo falla bréfin í
verði og....
16. janúar
fjórtánda
frjálsasta ríkið
Greint var frá því að Ísland
væri í fjórtánda sæti á lista yfir
efnahagslega frjáls ríki í Wall
Street Journal og Heritage
Foundation. Svona fréttir valda
alltaf hrifningu á Íslandi.
Ísland var einu sæti ofar í
fyrra á listanum, því þrettánda.
Hollendingar fóru í það sæti og
þokuðu Íslandi niður um eitt.
Ísland fær háar einkunnir í
flestum þáttum sem teknir eru
til greina fyrir utan umsvif hins
opinbera. Þau þykja mikil.
16. janúar
hrikalegt tap
Citigroup
Sú frétt fékk ýmsa til að svitna
að Citigroup, stærsti banki
Bandaríkjanna, hefði tapaði
9,83 milljörðum dala, jafnvirði
rúmra 631 milljarðs íslenskra
króna, á síðasta fjórðungi nýlið
ins árs.
Þetta er mesta tap í sögu
þessa 196 ára gamla banka.
Langstærsti hluti tapsins er
tilkominn vegna afskrifta á fast
eignalánasafni bankans og lána
vöndlum þeim tengdum upp á
18,1 milljarð dala.
VEL ÞRIFIÐ FYRIRTÆKI
– vellíðan á vinnustaðnum
Láttu okkur þrífa fyrirtækið þitt Sólarræsting ehf. • Kleppsmýrarvegi 8104 Reykjavík • Sími. 581 4000
Fax. 581 4000 • solarraesting.is
Dögg Pálsdóttir.
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson.