Frjáls verslun - 01.01.2008, Síða 49
DAGBÓK I N
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8 49
26. janúar
Vona það besta -
óttast það versta
Mikil umræða var um það í
davos hvenær botninum yrði
náð á hlutabréfamörkuðum
heimsins og hvenær þeir myndu
rétta úr kútnum aftur. Flestir
töldu að það gæti verið gott ef
markaðir færu að rétta sig við
með haustinu, aðrir óttuðust
að kreppan á hlutabréfamörk
uðum yrði enn lengri.
Þetta var m.a. þannig orðað
að menn vonuðust eftir því
besta en óttuðust það versta.
„Það mun líða nokkur tími
þangað til bankaheimurinn og
fjármálageirinn kemst aftur í
eðlilegt horf,“ var m.a. haft
eftir John Thain, stjórnarfor
manni Merryl Lynch í davos.
27. janúar
Björgólfur thor
í Davos
Fróðlegt viðtal var í Morgun
blaðinu við Björgólf Thor
Björgólfsson þar sem hann
var staddur í davos og sagði
að umræðan þar hefði meðal
annars snúist um það hversu
langan tíma það tæki að vinna
úr þeim vandamálum sem nú
hrjáðu markaðina.
Hann sagði að menn hefðu
misjafnar skoðanir á því hversu
lengi núverandi fjármálakrísa
myndi standa. Hann sagði að
fæstir teldu að hún myndi vara
skemur en sex mánuði og þeir
svartsýnni ræddu um 12 erfiða
mánuði framundan áður en
lægðin taki enda.
Hann bætti því við að þeir
væru fleiri á ráðstefnunni í
davos sem teldu að erfiðleika
tímabilið framundan yrði a.m.k.
eitt ár. Hann bendi hins vegar á
að fram hefði komið í erindum
manna að í erfiðleikum fælust
alltaf ákveðin tækifæri.
27. janúar
franski verðbréfa-
þrjóturinn
Eitthvert furðulegasta mál sem
komið hefur upp í vestrænum
fjármálaheimi er afbrot franska
verðbréfaþrjótsins og banka
mannsins Jerome Kerviel hjá
franska bankanum Societe
Generale.
Tap bankans nemur um 460
milljörðum króna vegna við
skipta bankamannsins og fær
enginn botn í hvernig honum
tókst að halda viðskiptum
sínum og gjörðum leyndum fyrir
yfirmönnum sínum og öðrum í
frönskum bankaheimi.
Sjálfur hefur Jerome Kerviel
sagt við saksóknara í Frakk
landi að yfirmenn sínir í Societe
Generalebankanum hljóti að
hafa vitað að hann lagði tugi
milljarða af evrum í áhættu
söm, framvirk viðskipti annað
væri útilokað.
Friðrik Jóhannsson fór hvorki
slyppur né snauður frá Straumi.
29. janúar
straumsforstjóri
með 412 milljónir
í árslaun
Þessi frétt er ein af þeim sem
fær alla til að staldra við. Hún
var um það að Friðrik Jóhanns
son, sem hætti sem forstjóri
StraumsBurðaráss á síðasta
ári, hefði fengið í fyrra rúmar
412 milljónir króna í laun frá
fyrirtækinu, samkvæmt árs
skýrslu bankans.
Fylgdi fréttinni að inni í
þeirri tölu væru væntanlega
laun, árangurstengdar greiðslur
og starfslokasamningur við
Friðrik þegar hann hætti sem
forstjóri.
William Fall, sem tók við
starfi Friðriks í lok maí, fékk
rétt rúmar 55 milljónir þá sjö
mánuði sem hann stýrði bank
anum á síðasta ári sem gera
um 7,8 milljónir á mánuði.
Björgólfur Thor Björgólfsson,
stjórnarformaður og stærsti
hluthafi Straums, var með 11,9
milljónir í árslaun sem gera rétt
um tæpa milljón í mánaðarlaun
fyrir að stýra stjórn Straums.
Róbert Tchhenguiz.
31. janúar
tchenguiz gaf stjórn-
arlaunin í exista
Þessi frétt er ein af þessum
litlu og skemmtilegu. Hún var
um að robert Tchenguiz, stjórn
armaður í Exista, hefði ekki
þegið laun fyrir stjórnarsetu í
félaginu á síðasta ári. Í stað
þess ákvað hann að gefa upp
hæðina, sem nemur um þremur
milljónum íslenskra króna, til
góðgerðamála. Tchenguiz er
umsvifamikill fjárfestir í Evrópu
og var í afar skemmtilegu og
fróðlegu forsíðuviðtali í Frjálsri
verslun á síðasta ári.
Auglýsingin umtalaða.
Við segjum já.
31. janúar
100 konur bjóða
sig fram í stjórnir
stærstu fyrirtækj-
anna
„Við segum já.“ Þannig var
fyrirsögnin á mjög athygl
isverðri auglýsingu sem
birtist þennan dag þar sem
100 konur buðu sig fram í
stjórnir stærstu fyrirtækja
landsins. Sögðust konurnar
reiðubúnar að setjast í
stjórnir fyrirtækjanna og
óskuðu eftir að til þeirra
yrði leitað.
Það voru Félag kvenna
í atvinnurekstri og Leið
togaAuður, félag kvenna í
stjórnendastöðum stærstu
fyrirtækja landsins, sem
stóðu á bak við auglýsing
una sem hvatti til þess að
setja konur á dagskrá við
tilnefningu í stjórnir fyrir
tækja á aðalfundum félag
anna um þessar mundir.