Frjáls verslun - 01.01.2008, Blaðsíða 53
DAGBÓK I N
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8 53
Stjórn SPRON var ekki
heimilt að birta upplýsingar
um viðskipti innherja eins
og fram hefur komið, en í
ljósi þeirrar umræðu sem átt
hefur sér stað er undirrituðum
stjórnarmönnum SPRON ljúft
að upplýsa um viðskipti sín á
umræddu tímabili.
Tveir stjórnarmenn seldu
enga stofnfjárhluti á umræddu
tímabili, Ari Bergmann Einars
son sem átti (auk fjárhagslegra
tengdra aðila) 110.279.318
stofnfjárhluti að nafnvirði og
Erlendur Hjaltason (auk fjár
hagslegra tengdra aðila) sem
átti 6.643.332 stofnfjárhluti að
nafnvirði.
Hildur Petersen, stjórnarfor
maður SPRON, og tengdur aðili
seldu á tímabilinu stofnfjárhluti
að nafnvirði kr. 7.201.353.
Hluti af þeim var seldur til
tengds aðila eins og áður hefur
komið fram. Eftir söluna áttu
Hildur og fjárhagslega tengdir
aðilar 19.814.865 stofnfjárhluti
að nafnvirði.
Ásgeir Baldurs seldi stofnfjár
hluti að nafnvirði kr. 270.952.
Eftir söluna áttu Ásgeir og
fjárhagslega tengdir aðilar
476.901.775 stofnfjárhluti að
nafnvirði.
Fyrirtæki tengt Gunnari Þór
Gíslasyni seldi stofnfjárhluti að
nafnvirði kr. 188.657.257 á
tímabilinu. Eftir söluna átti fyr
irtækið 286.915.556 stofnfjár
hluti að nafnvirði.
Stjórn SPRON vill árétta að
allir stjórnarmenn eiga enn í
dag meirihluta þeirra bréfa sem
þeir áttu fyrir 7. ágúst, þegar
markaði með stofnfjárhluti var
lokað. Einnig að þeir stjórnar
menn sem seldu stofnfjárhluti
á þessu tímabili seldu aðeins
hluta af stofnfjáreign sinni í
SPRON. Stjórn SPRON hefur
vitaskuld fulla trú á fyrirtæk
inu og undirstrikar að ástæður
þess að stjórnarmenn seldu
hluta af stofnfjáreign sinni á
þessu tímabili voru fyrst og
fremst persónulegar.
11. febrúar
vilhjálmur spyr
Fjármálaeftirlitið
um SprOn
Sagt var frá því að Vilhjálmur
Bjarnason hefði, fyrir hönd
stjórnar Félags fjárfesta, sent
Fjármálaeftirlitinu bréf þar
sem spurt er hvort stofnunin
hafi bannað SPRON að birta
upplýsingar um viðskipti stjórn
armanna, en það kom fram í
yfirlýsingu sem stjórn SPRON
sendi frá sér.
Þá spyr Vilhjálmur í bréfinu
á hvaða lagagrundvelli slík fyrir
mæli kunni að hafa verið reist
hafi Fjármálaeftirlitið bannað
birtingu umræddra upplýsinga.
Einnig spyr Vilhjálmur hvort
Fjármálaeftirlitið líti svo á, að
öðrum sparisjóðum sé bannað
að birta upplýsingar um við
skipti fruminnherja með eignar
hluti í hlutaðeigandi félögum.
„Stjórn Samtaka fjárfesta
vísar til þess að á síðasta ári
áttu nokkur þúsund fjárfestar
viðskipti með stofnfjárhluti í
sparisjóðum fyrir tugi milljarða
króna. Vegna umfangs þessara
viðskipta telur stjórnin brýnt
að öllum vafa sé eytt um hvort
heimilt hafi verið eða skylt að
birta upplýsingar um viðskipti
fruminnherja í umræddum
félögum. Leiki einhver vafi
á því, beinir stjórnin þeim til
mælum til FME að honum verði
eytt,” segir Vilhjálmur m.a. í
bréfi félagsins til Fjármálaeftir
litsins.
11. febrúar
vilhjálmur ætlar
í mál við Glitni
Vilhjálmur Bjarnason, fram
kvæmdastjóri Félags fjárfesta,
hefur ekki bara rætt um kaup
réttarsamninga, ofurlaunasamn
inga, innherjaviðskipti í SPRON
heldur tilkynnti hann í Silfri
Egils að hann undirbyggi mál
gegn stjórn Glitnis vegna kaupa
stjórnar Glitnis á hlutabréfum af
Bjarna Ármannssyni á genginu
29 þegar markaðsgengið var á
milli 26 og 27 þann dag. Sakar
hann stjórn Glitnis um að hafa
keypt af Bjarna á yfirverði.
Vilhjálmur segir að það hafi
komið sér á óvart að margir
stórir hluthafar, m.a. lífeyris
sjóðirnir skyldu ekki hafa látið
á þetta mál reyna fyrir dóm
stólum frekar en hann, lítill
hluthafi. Hann ætlar að sækja
málið fyrir Héraðsdómi Reykja
víkur.
11. febrúar
Glitnir bregst við
orðum vilhjálms
Stjórn Glitnis banka sendi frá
sér yfirlýsingu vegna þeirra
ummæla Vilhjálms Bjarnasonar
að hann ætlaði að höfða skaða
bótamál á hendur stjórn Glitnis
vegna starfslokasamningsins
við Bjarna Ármannsson í fyrra.
Yfirlýsingin frá stjórn Glitnis er
svohljóðandi:
Þegar samið var við frá
farandi forstjóra um kaup á
bréfum hans í bankanum á
genginu 29 hafði hlutbréfaverð
í OMX kauphöllinni hækkað
mikið frá áramótum. Gengið
endurspeglaði markaðsað
stæður og væntingar á þeim
tíma. Gengi hlutabréfa í bank
anum hélt áfram að hækka á
vormánuðum 2007 og fram á
mitt sumar, en 29. júlí fór loka
gengi bankans í 30,90.
Nýkjörin stjórn bankans taldi
æskilegt að við forstjóraskipti
yrði gengið með skýrum hætti
frá starfslokum fráfarandi for
stjóra. Það fól í sér að félagið
keypti öll hlutabréf hans í bank
anum.
Að mati stjórnar leikur eng
inn vafi á því að umrædd kaup
féllu innan valdheimilda stjórnar
og voru eðlileg í alla staði.
Fyrir hönd stjórnar Glitnis
banka hf.,
Þorsteinn M. Jónsson,
stjórnarformaður
Söguleg stund. Stjórn SPRON þegar félaginu var breytt í hlutafélag í
Borgarleikhúsinu.