Frjáls verslun - 01.01.2008, Side 56
56 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8
Áslaug Haraldsdóttir, Boeing verksmiðjunum í Seattle:
Yfirmaður hjá Boeing
Áslaug Haraldsdóttir hefur dvalið langdvölum í Bandaríkjunum við nám og störf og á glæstan starfsferil. Nú
gegnir hún næsthæstu tæknisérfræðistöðu
hjá Boeingfyrirtækinu en starf hennar í
grunninn felst í að vinna að stöðlun og
framförum í flugumferðarmálum um allan
heim.
„Ég ætlaði upprunalega að verða tónlistar
kona og var farin að huga að framhaldsnámi
á þverflautu eftir stúdentspróf á tónlistar
braut úr Hamrahlíð/Tónlistarskóla Reykja
víkur. En mér fannst þó tónlistarskólavinna
einangrandi og samkeppnin auðvitað mjög
erfið, auk ótryggs útlits með fjárhagslega
framfærslu af henni svo ég fór að lesa kennslu
skrána í Háskólanum. Ég bara útilokaði allt
nema verkfræði, fannst vélaverkfræðin eiga
best við mína hæfileika og líka datt mér í hug
að sýna mér og öðrum í fjölskyldunni að þeir
hefðu átt að hafa mig með úti í skúr að gera
við bílana á árum áður, svo þannig skar ég
úr um það val. Ég bætti því við mig stúdents
prófi af stærðfræði og eðlisfræðibraut og fór
svo í Háskólann,“ svarar Áslaug þegar hún er
spurð af hverju vélaverkfræðin varð fyrir val
inu á sínum tíma.
Kona á „karlasviði“
Þegar Áslaug hafði lokið námi við Háskóla
Íslands lá leiðin til Bandaríkjanna í doktors
nám sem hún lauk árið 1987 frá University
of Michigan.
„Eftir doktorsnámið fór ég í vinnu hjá
fyrirtæki í Michigan sem framleiddi tölvur
og hugbúnað í rauntímahermun sem voru
notaðar til prófana á stýribúnaði ýmissa tækja
svo sem flugvéla, eldflauga og kjarnorkuvera.
Þá hermir tölvan eftir til dæmis flugvélinni,
sendir gögn fram og aftur á stýritækin og
hægt er að prófa þannig hvort tækin virka
rétt í rauntímaprófun, án þess að fljúga flug
vélinni og eiga á hættu að slys verði vegna
einhverra galla,“ útskýrir Áslaug með bros
á vör.
Á námsárunum við Háskóla Íslands byrj
uðu fjórar vinkonur Áslaugar saman á fyrsta
ári í verkfræðigreinum og segist hún aldrei
hafa upplifað sig „öðruvísi“ í karllægum
heimi verkfræðinnar.
„Ég hafði alltaf mikinn stuðning fjöl
skyldu, kennara og samstarfsfólks. Ég hef
mjög lítið orðið vör við misjöfnun þó að ég sé
kona á „karlasviði“ og sú hugsun truflar mig
ekki neitt,“ segir Áslaug.
Fólk sem þekkti mig var kannski ekki
hissa á að ég valdi raungreinanám en var
samt undrandi á vali mínu á vélaverkfræð
inni. Mér hefur annars alltaf fundist véla
verkfræði rangnefni á greininni en það er
nú bara mín skoðun,“ segir Sigrún.
„Eftir verkfræðipróf frá Háskóla
Íslands fór ég í framhaldsnám við Uni
versity of Minnesota og er með Masters
gráðu þaðan. Síðan fór ég að vinna á
verkfræðistofunni Fjarhitun og vann þar
í rúm átta ár. Ég var einnig stundakenn
ari í vélaverkfræði við Háskóla Íslands
í nokkur ár en það var mjög gaman að
kynnast náminu frá þeirri hlið.“
Úr gæðastjórnun
í mannauðsstjórnun
Sem fyrr sagði hefur Sigrún nú starfað
síðastliðin 17 ár hjá Íslenska járnblendifé
laginu og er í stöðugri þróun í starfi sem
henni líkar vel.
„Á sínum tíma var auglýst starf við
gæðastjórnun og innleiðingu á ISO 9001
gæðastaðli. Ég sótti um og fékk vinnuna.
Nú nýlega tók ég við starfi mannauðs
stjóra. Fyrstu árin hjá Íslenska járnblendi
félaginu vann ég við gæðastjórnun og
seinna einnig við öryggis og umhverfis
mál. Ég hef unnið að ýmsum verkefnum
tengdum þessum málaflokkum og ég
finn að þetta á vel við mig,“ segir Sig
rún.
Þegar hún er innt eftir því hvort hún
sjái fyrir sér frekari þróun í starfi á næst
unni svarar hún:
„Ég er nýbyrjuð í núverandi starfi og
stefni að því að læra meira á því sviði.
Mannauðsstjórnun virðist fjarri verkfræð
inni en það er ótrúlega margt þaðan sem
nýtist víða. Starfið mitt er fjölbreytt og
skemmtilegt og það finnst mér mikilvægt
til að takast á við áskoranir og til að líða
vel í starfi.“
Áslaug Haraldsdóttir er í næsthæstu tæknisérfræðistöðu
hjá Boeing í Bandaríkjunum. Hennar svið er í siglinga og
samgöngutækni Boeingþotnanna, ásamt öryggismálum
og starfsaðferðum í flugumferðarstjórn.