Frjáls verslun - 01.01.2008, Page 60
60 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8
Sigríður Einarsdóttir, flugstjóri hjá Icelandair.
Þegar Sigríður Einarsdóttir, flugstjóri hjá Icelandair, fór í fyrsta flugtímann sinn 19 ára varð ekki aftur snúið
hjá henni; hún hefur núna starfað við flug
í 23 ár. Hún varð fyrst íslenskra kvenna til
að verða flugstjóri á þotum Icelandair og
segist enn þann dag í dag hafa jafnmikla
ánægju af fluginu og í upphafi starfsferils
ins.
Á menntaskólaárunum beindist áhugi Sig
ríðar að verkfræðinámi og stefndi hún á það
eftir stúdentspróf. Þegar hún hins vegar var
19 ára gömul fór hún í fyrsta flugtímann og
varð um leið hugfangin af fluginu. Því breytt
ust fyrirætlanir hennar nokkuð.
„Eftir stúdentsprófið lá leiðin út á land
þar sem ég kenndi í eitt ár. Að því loknu
var stefnan tekin á atvinnuflugið. Ég tók
atvinnuflugmannspróf árið 1981 en það ár
var eitt svartasta ár í sögu flugsins á Íslandi.
Lítið var um atvinnu svo ég innritaði mig í
verkfræðideild Háskóla Íslands árið 1981 á
meðan ég var að bíða eftir því að rofaði til í
flugheiminum. Á háskólaárunum átti ég hlut
í flugvél svo um leið og prófum lauk á vorin
naut ég þess að fljúga um loftin blá eins og
fuglinn frjáls,“ segir Sigríður.
bauð mér tímabundið deildarstjórastarf í flugrekstrardeild hjá Flugmálastjórn. Ég sló
til, fékk launalaust frí frá Flugleiðum, tók starfið að mér og sé svo sannarlega ekki
eftir því. Ég kynntist mörgu góðu fólki og lærði mikið um flugrekstur,“ útskýrir Geir
þrúður.
Geirþrúður gegndi stöðu formanns Rannsóknarnefndar flugslysa á árunum 2004
2006 samhliða flugstjórastarfinu hjá Flugleiðum.
„Flugið togaði í mig svo ég fór aftur til Flugleiða/Icelandair eftir tæplega tveggja
ára starf hjá Flugmálastjórn. Síðar vildi ég víkka sjóndeildarhringinn og fór í MBA
nám við Háskólann í Reykjavík og lauk því vorið 2005.
Þegar auglýst var eftir flugrekstrarstjóra hjá Landhelgisgæslunni sótti ég um því
mér fannst það spennandi starf sem gæfi mér tækifæri á að nýta betur menntun mína
og reynslu. Það spilaði líka inn í að flugmannsstarf hjá Icelandair í dag krefst gríðar
lega mikillar fjarveru frá heimili. Oft á tíðum hafði það reynst mér mjög erfitt að fara
í burtu frá tveimur börnum mínum. Það hentaði mér því mjög vel að skipta um starf
og vera meira heima á Íslandi.“
Endalaus verkefni
Geirþrúður tók til starfa hjá Landhelgisgæslunni í byrjun júní árið 2006 og segir
hún starfið mjög spennandi og skemmtilegt, enda hafi mikil uppbygging verið á flug
rekstri Landhelgisgæslunnar á síðasta ári.
„Ég ber ábyrgð á að flugreksturinn sé skipulagður og framkvæmdur í samræmi við
gildandi lög og reglugerðir en mitt starfssvið nær þó ekki til viðhalds. Það er mitt að
sjá um þjálfun áhafna, verklag í flugi, ráðningu starfsmanna og að bera fjárhagslega
ábyrgð á rekstri flugrekstrardeildarinnar. Gæslan fær nýja flugvél sumarið 2009 og
fyrir liggur að fara í samstarf með Norðmönnum um útboð fyrir nýjar björgunar
þyrlur svo verkefnin eru endalaus,“ segir Geirþrúður.
Hún segist hvergi nærri hætt að endurmennta sig: „Í hvert skipti sem ég klára eitt
hvert nám þá segi ég að núna sé ég hætt í skóla. En ég virðist alltaf finna mér eitthvert
nám til þess að halda áfram. Ég var núna síðast í nóvember að klára 30 tonna skip
stjórnarréttindi, mér til skemmtunar. Það er mín skoðun „að maður lærir svo lengi
sem maður lifir“ hvort sem það er á skólabekk, eða bara í lífsins skóla.“