Frjáls verslun - 01.01.2008, Page 65
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8 65
byggingu markaðsviðskipta bankans sem staðgengill framkvæmda
stjóra. Þá varð hann fyrsti deildarforseti viðskiptadeildar Háskólans
í Reykjavík árið 1999 og stýrði uppbyggingu deildarinnar. Hann
segist muna að þegar hann kom aftur upp í FBA og horfði yfir
vinnslusalinn eftir fyrstu heimsókn sína í
HR hafi hann hugsað með sér að það væri
svo mikið búið að gerast í fjármálageiranum
að það myndi sjálfsagt ekki gerast mikið á
næstu árum og nú væri tækifærið til að gera
aftur eitthvað í skólamálunum. Þar hafi hann
ekki reynst mikill spámaður því umbrotin á
fjármálamarkaði hafi jú rétt verið að byrja á
þessum tíma.
Árið 2004 réð Agnar sig til Kaupþings og
vann þar að verkefni sem laut að umpökkun á
íbúðalánunum. Þegar sá fyrir endann á þeirri
vinnu bauðst honum að taka við fjárstýring
unni í Icebank og ákvað að slá til. Hann hefur
nú verið starfandi sem bankastjóri fyrirtækisins frá áramótum og
segir að sér líki starfið mjög vel þó vissulega fari markaðurinn um sig
hrjúfum höndum þessa fyrstu daga.
Fjölskyldan og golfið
Kona Agnars heitir Guðrún Kjartansdóttir og er lyfjafræðingur.
Saman eiga þau börnin Dóru Júlíu, 15 ára, Helgu Margréti, 9 ára og
Hans Trausta, 7 ára, og hefur því verið nóg að gera á heimilinu und
anfarin ár. Agnar reynir gjarnan að nýta morgn
ana til að hlaupa eins og hálfan golfhring áður
en amstur dagsins byrjar en hann hefur spilað
golf í um áratug. Áður fyrr reyndi hann að
sprikla í fótbolta en segist aldrei hafa verið
neinn Pele og eftir að hafa slitið öll liðamót og
krossbönd í hnénu hafi hann ákveðið að snúa
sér að golfinu sem eigi betur við sig.
Hann hefur reynt að draga fjölskylduna
með í golfið en segir það hafa gengið hálf brösu
lega þó að dæturnar hafi reyndar sýnt dálítinn
áhuga. Eiginkonan hafi verið tregari í taumi
en hún sé hins vegar dálítið í hestamennsku
og skiptist áhugamál þeirra ágætlega niður þar
sem annað geti sinnt börnunum á meðan hitt sé í burtu. Þetta eigi
þó vonandi eftir að breytast næstu árin þar sem börnin séu að vaxa
úr grasi.
legt snemma á morgnana þegar enginn
var kominn á stjá til að fylgjast með. Ég
man t.d. eftir því að einu sinni tróð hann
tindáta upp í munninn á sér þannig að
tindátinn stóð á tungunni og Agnar gat
ekki lokað munninum. Það varð uppi fótur
og fit við þetta og varð að klippa tind
átann í tvennt. Svo var hann óskaplega
stríðinn og sem yngri frænkan varð ég
fyrir barðinu á honum en þetta var aldrei
neitt illa meint.
Agnar hefur alltaf verið mikill keppnis
maður og heldur t.d. stórt jólaboð fyrir
vini sína þar sem allir koma með einn
rétt og svo er keppt í að framreiða besta
réttinn. Það er svo mikil harka í þessari
keppni að afhentur er vinningsbikar og
nöfn vinningshafa skráð á hann. Hann
nær ótrúlega langt í öllu sem hann tekur
sér fyrir hendur og var alltaf kominn í ein
hver lið og farinn að taka þátt í keppnum,
eins og t.d. Morfís þegar hann var í MR. Í
seinni tíð höfum við ferðast mikið saman
og er Agnar mjög góður ferðafélagi og
mikill höfðingi en fyrst og fremst ofboðs
lega skemmtilegur. Svo býður hann oft
í matarboð og reynir þá gjarnan að töfra
fram rétti sem hann hefur smakkað á
fínum veitingastöðum erlendis. Hann á
marga góða vini, er frændrækinn og vill
deila lífinu með öðru fólki.
Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri
Viðskiptaráðs Íslands:
Strategískur
og snöggur
Við Agnar unnum saman við Háskólann í
Reykjavík í ein þrjú ár og það er óhætt að
segja að það hafi verið skemmtilegur tími.
Hann er mjög strategískur, hefur góða
yfirsýn og er snöggur að átta sig á sam
hengi hlutanna. Því til viðbótar er Agnar
metnaðargjarn og segja má að ráin sé
alltaf sett í hæstu stöðu þegar hann tekur
atrennu. Ég ítreka þó að þetta er myndlík
ing, enda henta aðrar íþróttir honum betur
en hástökk.
Agnar gerir miklar kröfur til þeirra
sem hann vinnur með, en um leið treystir
hann sínu samstarfsfólki og gefur því gott
svigrúm til að stýra eigin vinnu. Þetta er
ein skýring á velgengni HR á sínum tíma,
sem Agnar átti stóran þátt í að skapa.
Það er gaman að vinna með Agnari því
hann tekur lífið hæfilega alvarlega og
kann að njóta þess þó hann vinni mikið.
Utan vinnu höfum við reynt að spila
golf öðru hverju og hann hefur haft það í
flimtingum að ráðning mín hafi verið liður
í að hann kæmi lagi á golfið hjá sér. Það
verk reyndist mér ofviða, en Agnar státar
enn af einstakri golfsveiflu sem hann
leggur alúð við að betrumbæta, eins og
annað sem hann tekur sér fyrir hendur.
Árið 1997 færði agnar sig
um set þegar honum bauðst
starf hjá Fjárfestingarbanka
atvinnulífsins (FBa) þar
sem hann tók þátt í upp
byggingu markaðsviðskipta
bankans sem staðgengill
framkvæmdastjóra.
n æ r m y n d