Frjáls verslun - 01.01.2008, Blaðsíða 71
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8 71
„Núna í upphafi árs 2008 verð ég var við að verð fer
heldur lækkandi á ný,“ segir Guðmundur. „Það er auðveld
ara nú að ná samningum um hagstætt verð á hótelunum
en var í fyrra.“
Guðmundur segist leggja áherslu á persónulega þjón
ustu með samtölum við viðskiptavinina. Hann er þó með
heimasíðuna www.tulip.is til að kynna það sem er í boði en
þjónustan er ekki seld á Netinu.
Sérsniðin dagskrá
„Í þessari grein er pláss fyrir persónulega þjónustu. Ég tala
við þá sem til mín leita og við ræðum um óskir viðskiptavin
arins og um hvað ég get boðið,“ segir Guðmundur. „Ég hef
ekki kynnt starfsemina sérstaklega. Allt byggist á að maður
hittir mann og segir frá reynslu sinni af þjónustunni sem ég
býð. Það er eina auglýsingin.“
Og hverjir geta leitað til Guðmundar? Hann segist jafnt
hjálpa einum manni á ferð í heimsborginni sem hópferð
þrjú til fjögurhundruð manna. Hann útvegar fótbolta og
leikhúsmiða; pantar borð á veitingastöðum; sér um að það
sé matur og skemmtun á árshátíðinni; finnur ráðstefnusali
og fundaherbergi; útvegar flutning til og frá flugvöllum og
skipuleggur skoðanaferðir.
Þjónustan gengur út á að sérsníða dagskrá fyrir fólk og
fyrirtæki.
Við spyrjum Guðmund hvort hann hafi verið beðinn
um að útvega vændiskonur. Svarið er einfalt: Engin slík
þjónusta er í boði þótt leitað sé eftir.
En er ekki dýrt að leita til Guðmundar og fá hann til
að sendast út um alla borg að leita uppi það sem fólk vill
gera?
„Ég fæ umboðslaun frá hótelunum og akstursfyrirtækj
unum, sem ég hef samninga við. Viðskiptavinurinn þarf
ekki að borga mér fyrir milligönguna,“ segir Guðmundur.
Viðskipavinir Tulip greiða hins vegar þjónustugjald vegna
annars konar umsýslu eins og að útvega fótbolta og leik
húsmiða og panta veitingastaði.
Fyrirtæki einherja
Frá upphafi hefur Guðmundur verið eini starfsmaður Tulip
Travel. Fyrirtækið er bara hann, svarta bókin, tölva, skrif
borð og símar. Hann segist leita til verktaka um alla aðstoð
og hefur engan ráðinn starfsmann. Þetta stafar meðal ann
ars af því að það eru sveiflur í ferðaþjónustunni, auðvelt að
láta fyrirtæki þenjast út en erfiðara að draga saman seglin
og segja upp fólki ef dregur úr eftirspurn. Tulip Travel er
fyrirtæki einherja.
Guðmundur segir að ekki hafi dregið úr áhuga Íslend
inga á ferðum til London það sem af er þessu ári. Það er
nóg að gera og hann hefur hug á að færa út kvíarnar. Það
kemur sérstaklega til greina að veita meiri þjónustu utan
borgarinnar.
„Ég þekki vel til í Kent og Surrey. Þar eru mjög skemmti
leg sveitahótel og golfvellir. Ég hef beint fólki til þessara
staða og ætla að gera meira af því í framtíðinni,“ segir
Guðmundur.
Guðmundur Jóhannsson og
Charles Oak, forstjóri The
May Fair. Hann er í nánu
samstarfi við það fyrirtæki
en það rekur Radisson
Edwardian hótelkeðjuna.
t u l i p t r a v e l í l o n D o n