Frjáls verslun - 01.01.2008, Síða 76
76 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8
„Við níu sem eigum félagið bjóðum okkur fram til að halda veislur
fyrir einstaklinga, hópa og fyrirtæki,“ segir Jakob. „Það verður boðið
upp á allt það besta sem við getum matreitt; við seljum okkur dýrt en
allur hagnaðurinn fer í að kosta íslenska keppandann hverju sinni.“
Filippe Geradon, einn frægasti kokkur Frakklands og eigandi veit
ingastaðarins og hótelsins Claire Fontaine í Lyon, aðstoðar íslensku
keppendurna. Þeir eru í æfingabúðum hjá honum síðustu vikurnar
fyrir keppni. Friðgeir Ingi yfirkokkur á Holtinu, sem keppti síðast,
eldaði hjá Filippe í þrjú ár áður en hann ákvað að fara í keppnina.
Filippe er mikill Íslandsvinur og hefur margoft verið gestakokkur á
Hótel Holti.
Landkynning
Gróðafyrirtæki verður Bocuse d’Or Akademían ekki. Markmiðið er
að kosta matreiðslumann til keppni í Frakklandi. En það eru pen
ingar í frægð Bocuse d’Orverðlaunanna. Veitingahús sem státa af
sigurvegara í eldhúsinu eru eftirsótt; kokkar sem vinna til verðlauna
geta valið úr störfum; og þjóðir sem gera það gott í keppninni fá
mikla kynningu. Sigurlaunin eru athygli og umtal og því fylgja aukin
umsvif. Ferðamenn vilja borða hjá frægum kokkum og frægir kokkar
fá að elda á bestu veitingahúsunum. Til þess er leikurinn gerður.
„Það er að gerast ævintýri í íslenskri matreiðslu,“ segir Jakob.
„Fyrir okkur er þetta fyrst og fremst skemmtilegt. Það hafa orðið svo
miklar framfarir, þess vegna er eðlilegt að við stöndum að kynningu á
matreiðslu á Íslandi með sama hætti og gert er um allan heim.“
Jakob ber þarna sjálfur mikla ábyrgð því hann stofnaði Hornið
árið 1979 einmitt þegar þessi alþjóðlega matarmenning var rétt
handan við hornið og varð þannig upphafsmaður að nýju tímabili í
veitingarekstri á Íslandi.
eigendur
bocuse d´Or Akademia iceland ehf.:
Friðrik Sigurðsson, utanríkisráðuneytinu,
Sturla birgisson, Glersalnum í Kópavogi,
eiríkur Ingi Friðgeirsson, Hótel Holti,
Friðgeir Ingi eiríksson, Hótel Holti,
Jakob Magnússon, Horninu,
björgvin Mýrdal, Veiðihúsinu,
bjarni Geir Alfreðsson, bSÍ,
Umferðarmiðstöðinni,
Hákon Már Örvarsson, bandaríkjunum;
áður á VoX,
Ragnar ómarsson, demo.
markmið félagsins:
Að sjá um og reka matreiðslukeppnir, senda
keppendur í virtar erlendar matreiðslukeppnir
eins og bocuse d´or keppnina.
Verkefni:
* Þjálfa keppanda fyrir bocuse d´or keppnina
2009. bocus d´or Akademia Iceland ehf. hefur
einkarétt á þátttöku Íslands í þessari keppni.
* Velja keppanda fyrir Nordic challenge keppn-
ina í Kaupmannahöfn í febrúar 2009. Verður
gert um mitt árið 2008.
b o c u S e D ' o r
Íslensk matargerð er stór hluti af
íslenskri ferðaþjónustu og nýtur
virðingar um allan heim.