Frjáls verslun - 01.01.2008, Blaðsíða 77
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8 77
Jakob rekur breytingarnar sem orðið hafa í matreiðslunni á
Íslandi til meiri kunnáttu, meiri áhuga á matreiðslu og til fjölg
unar ferðamanna.
matreitt í alvöru
Hann fór fyrst á Bocuse d’Or árið 1999 sem dómari og segir að
það sé ævintýri líkast að koma þar hverju sinni. Keppnin vekur
gríðarlega athygli sem og sýning sem haldin er í tengslum við
hana. Um 300 blaðamenn koma, 70 sjónvarpsstöðvar senda
fólk og efstu menn hljóta mikla athygli.
Nú er svo mikil ásókn í að komast í þessa keppni að haldnar
eru forkeppnir fyrir hvern heimshluta. Aðeins 24 þjóðir fá að
senda kokka í lokakeppnina. Og með hverjum keppanda fylgir
dómari fyrir hönd landsins. Núna í sumar verður forkeppnin
fyrir Evrópu haldin í Stafangri í Noregi og þaðan fara sjö efstu
til Lyon. Komist íslenski keppandinn ekki áfram frá Stafangri í
ár verður að bíða fram til ársins 2011 eftir næsta tækifæri til að
keppa í Bocuse d’Or.
Fast form er komið á sjálfa lokakeppnina. Þar er keppt
í tvo daga, 12 þjóðir hvorn dag. Hráefnið er valið af stjórn
keppninnar og allir verða að búa til rétti úr sama hráefninu,
bæði kjöti og fiski. Og dómararnir draga um hvort þeir eigi
að dæma fisk eða kjöt. Mörg lönd keppast einnig við að
koma sínu hráefni að í keppninni. Íslandi lagði eitt sinn til
skötusel.
„Það er mikil viðurkenning og gæðastimpill að ná langt í þess
ari keppni,“ segir Jakob og það á jafnt við um eldamennskuna
sem og að geta lagt til hráefni sem meistaranum líkar.
300 þúsund gestir
Yfirleitt sækjast ungir menn á uppleið eftir að komast í keppn
ina. Árangurinn getur ráðið miklu um framtíð þeirra. Á Íslandi
hefur Bocuse d’Or Akademían einkarétt á að senda keppendur
og velur keppanda hverju sinni. Sjálf keppnin er í eigu Poul
Bocuse og hann hefur á liðnum árum náð að gera nafn Bocuse
d’Or frægt. Það koma um 300 þúsund manns til Lyon vegna
keppninnar og sýningarinnar í tengslum við hana. Þessi við
burður heldur frægð Lyonborgar á lofti.
Bocuse d’Or Akademían á Íslandi ætlar að láta til sín taka
vegna fleiri matarviðburða en bara keppninnar í Lyon. Eitt
verkefni er að velja keppanda í svokallaða Nordic Challenge
keppni í Kaupmannahöfn í febrúar á næsta ári.
Aðalmálið er samt að komast í Bocuse d’Or keppnina í
Lyon og hljóta þar gull. Að þessu sinni hefur Akademían kjörið
Ragnar Ómarsson til að fara í keppnina en í framtíðinni er ætl
unin að hafa forkeppni heima á Íslandi.
„Allar dyr standa sigurvegaranum í Lyon opnar. Þetta er
sterkasta einstaklingskeppnin í matargerð sem um getur í heim
inum í dag,“ segir Jakob Magnússon.
NýTT æFINGAELDHúS Í SÍðUMúLA
Fyrirtækið FASTUS við Síðumúla 16, sem sérhæfir sig í eldhústækjum, styrkir Bocuse d´Or keppnina með veglegum hætti.
Fyrirtækið hefur byggt upp glæsilegt æfingaeldhús fyrir keppendur Íslands en í eldhúsinu er allt til staðar. Óhætt er að segja að
keppendur hafa aldrei fengið svo góða aðstöðu áður því þarna er hægt að æfa sig við bestu aðstæður. Ragnar Ómarsson mun
nýta sér æfingaeldhúsið áður en hann tekur þátt í Bocuse d´Or keppninni og reynir við gullið.