Frjáls verslun - 01.01.2008, Page 80
80 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8
S igríður Margrét og eiginmaður hennar, Kjartan Ragnarsson, hafa byggt upp Landnámssetrið í Borgarnesi þar sem menningartengd ferðaþjónusta er færð á annað plan en áður hefur verið
gert hér á landi.
„Ég viðurkenni það að það er alltaf gaman að fá viðurkenningu.
Maður er þó alltaf feiminn við að taka við
svona viðurkenningum því það eru svo margir
aðrir að gera góða hluti, en ég er stolt fyrir
hönd okkar fyrirtækis,“ segir hún og bætir við:
„Þetta er ekki bara hvatning fyrir mig heldur
fyrir okkur öll sem höfum verið að vinna að
Landnámssetri. Það er einvalalið sem hefur
komið með okkur Kjartani í þetta verkefni.“
Nálgunin sem notuð er við uppbyggingu
Landnámsseturs Íslands er ólík því sem áður hefur tíðkast í menning
artengdri ferðaþjónustu. „Við lögðum upp með að sýna og segja sög
una um landnámið og Egilssögu í máli og myndum en mikið hefur
spunnist út frá því,“ segir Sigríður.
Þar á hún við leiksýningu Benedikts Erlingssonar, Mr. Skallagrímsson,
sem sett var upp sem hluti af Listahátíð í Reykjavík 2006 en sló síðan
rækilega í gegn, sýningu KK, Einars Kárasonar og Gísla Einarssonar um
Mýramanninn, og nú síðast leiksýninguna Brák eftir Brynhildi Guðjóns
dóttur. „Auk leiksýninganna höfum við verið með leiðsögn um svæðið,
sett upp vörður og ratleiki, rekið veitingahús og
fundaraðstöðu þannig að rekstur Landnámsseturs
er mjög fjölbreyttur,“ segir Sigríður.
Landnámssetur Íslands í Borgarnesi fagnar
tveggja ára afmæli í vor og hafa heimsóknir þangað
orðið miklu fleiri en reiknað var með. „Í upphaf
legri viðskiptaáætlun reiknuðum við með 810.000
gestum fyrsta árið en þeir urðu rúmlega 20.000,“
segir hún og bendir á að þrátt fyrir að reksturinn
hafi farið ótrúlega hratt af stað þá sjái þau enn ekki mikið af útlend
ingum í Landnámssetrinu. „Um 95 prósent gesta okkar eru Íslend
ingar,“ segir Sigríður.
Sigríður segir það virkilega gaman að fá þessi verðlaun því FKA
veiti fyrirtækjum ekki hvatningarverðlaun nema
félagið sjái möguleika á útrás. „Við settum sýn
ingarnar um Landnámið og Egils sögu í lítið
friðað pakkhús sem húsafriðunarnefnd hafði
nýlega látið gera upp og Borgarbyggð lét okkur
í té, svo keyptu Ólafur Ólafsson og eiginkona
hans, Ingibjörg Kristjánsdóttir, stórt veitinga
hús við hliðina á pakkhúsinu okkur til afnota.
Sveitarfélagið lét byggja tengibyggingu á milli
þessara tveggja elstu húsa bæjarins og sam
suðan er alveg einstaklega vel heppnuð,“ segir
Sigríður.
Hún segir ennfremur að nú væri gaman að
halda áfram með fleiri sýningar. „Við viljum
að Landnámssetur verði á Vesturlandi mótvægi
til dæmis við Bláa lónið og Gullfoss og Geysi
á Suðurlandi,“ segir hún og bendir á að fólk
komi ekki eingöngu til Íslands til að skoða
náttúruna heldur líka til að kynna sér söguna.
„Flestir af stærstu atburðum Íslandssögunnar
gerðust á Vesturlandi svo að það liggur beint
við að hafa Landnámssetur þar.“
SIGRÍðUR MARGRéT GUðMUNdSdóTTIR:
menningartengd ferðaþjónusta
„Þetta er ekki bara
hvatning fyrir mig held
ur fyrir okkur öll sem
höfum verið að vinna
að Landnámssetri.“
Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri landnáms-
seturs Íslands, hlaut hvatningarverðlaun FKA árið 2008.
„Við lögðum upp með að sýna og segja söguna um landnámið
og egilssögu í máli og myndum.“
Hvatningarverðlaun FKA árið 2008 fékk Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, framkvæmda-
stjóri Landnámsseturs Íslands í Borgarnesi. Birna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Glitnis
afhenti verðlaunin.