Frjáls verslun - 01.01.2008, Side 81
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8 81
Guðrún Agnarsdóttir hefur helgað starf sitt því að rétta hlut þeirra sem standa höllum fæti og hlúð að íslensku þjóðinni um árabil. Hún segir það mikinn heiður og ánægju að fá þessa
viðurkenningu frá svona framsæknum og dugmiklum hópi kvenna
sem er að spjara sig á eigin forsendum.
„Mér þykir það jákvætt og eftirbreytnivert hjá FKA að hvetja
konur til dáða með þessum hætti og varpa ljósi á
það sem þær eru að fást við. Það er svo mikilvægt
að þær konur sem gengur vel og hafa náð árangri,
skilji dyrnar eftir opnar, greiði öðrum konum leið
ina og búi í haginn fyrir þær,“ segir hún og bendir
á að það sé einnig mikilvægt að þær leyfi öðrum
konum að njóta sín.
Guðrún segir að þrátt fyrir að henni sé veitt
þessi viðurkenning þá viti hún líka að það séu
mjög margir aðrir sem vinni að velferðarmálum
í samfélaginu. „Sem betur fer eru margir á þeim akri því ein kona
getur lítið gert,“ segir hún hógvær og bætir við: „Þess vegna lít ég líka
á þetta sem viðurkenningu til þeirra allra og þakka því fólki sem ég
hef unnið með á margvíslegum vettvangi.“
Guðrún segist þó aldrei hafa beðið eftir neinu þakklæti. „Ég nýt
þess sem ég er að gera og ég geri það af því að ég hef áhuga á því og
mér finnst að þurfi að sinna því en auðvitað er það ekki verra þegar
aðrir meta það sem maður er að gera. Ég tek við þessu með mikilli
auðmýkt.“
Guðrún segir skilaboðin sem Félag kvenna í atvinnurekstri gefi
með þessari viðurkenningu vera þau að þeim sé ekki sama hvernig
þessum málum sé sinnt heldur vilji þær að velferð kvenna og um leið
velferð samfélagsins sé vel sinnt. „Mér finnst þær vera að beina kastljós
inu að velferðarmálunum og vekja athygli á því að það sé mikilvægt
að sinna þeim.“
Guðrún hefur áorkað miklu á starfsferli sínum. Spurð hvort eitt
hvað standi upp úr öðru fremur á þeim ferli, segir hún: „Það er nú
svolítið erfitt að velja því oftast stendur það upp
úr sem maður er að fást við á hverjum tíma og
tekur huga manns. Mér finnst ég hafa verið gæfu
söm og fengið að takast á við mörg og fjölbreytt
verkefni. Maður veit ekki hvað lífið færir manni
því þó maður velji eitthvað þá færir lífið manni
kannski eitthvað annað. Ég hef átt samleið með
mörgu og góðu fólki þar sem ég hef unnið. Það
hefur gefið mér mikið og kennt mér mikið. Svo
hef ég átt mjög góða að, bæði fjölskylduna mína,
vinkonur og vini.“
Spurð hvað sé framundan, segir Guðrún: „Ég vinn hjá Krabba
meinsfélaginu og þar er nú verið að endurnýja tækjabúnað til leitar að
brjóstakrabbameini. Verið er að færa allt til hins besta nútímahorfs til
þess að við getum áfram verið í fararbroddi og veitt konum á Íslandi
bestu þjónustu sem völ er á.“
Guðrún á von á tólfta barnabarninu í mars og segir það auðvitað
mikið tilhlökkunarefni. „Svo erum við hjónin orðin skógarbændur
norður í Svarfaðardal og þurfum að fara að búa okkur undir vorverkin,
velja hvað við ætlum að gera í sumar,“ segir Guðrún og bendir á það
séu forréttindi að vera heilsugóður og hafa tækifæri til að beita sér.
GUðRúN AGNARSdóTTIR:
Velferðarmálin í kastljósinu
„mér finnst ég hafa
verið gæfusöm og
fengið að takast
á við mörg og fjöl
breytt verkefni.“
Guðrún Agnarsdóttir,
forstjóri Krabbameins-
félags Íslands, hlaut
þakkarviðurkenningu
FKA. „Mikilvægt að
þær konur sem ná
árangri skilji dyrnar
eftir opnar; greiði
öðrum konum leiðina.“
Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags
Íslands, tók við þakkarviðurkenningu FKA úr höndum
Björgvins G. Sigurðssonar, viðskiptaráðherra.