Frjáls verslun - 01.01.2008, Page 91
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8 91
fundir og ráðstefnur
fyrir gesti Betri stofu. Þá hefur almenn búnings og baðaðstaða verið
stækkuð og endurhönnuð með það að markmiði að gera upplifun
gesta ánægjulegri og auka þægindi.
Eldborg
Fallegir fundarsalir eru einnig staðsettir í Eldborg, kynningar og
móttökuhúsnæði Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi. Þar er að finna
tvo fundarsali auk fjórtán manna stjórnarherbergis, sem bjóða upp á
fullkominn búnað til funda og ráðstefnuhalds. Stórkostlegt útsýni er
úr sölum Eldborgar en í gegnum háa glerveggi
fær stórbrotin náttúran að njóta sín. Salirnir eru
skemmtilega hannaðir og minna á náttúrulegt
umhverfið.
Staðsetning salanna er einkar hentug fyrir
fundi og ráðstefnur. Kyrrlátt umhverfið er þægi
lega nálægt höfuðborgarsvæðinu og fjarri öllu
amstri. Salirnir henta því vel fyrir stefnumót
unarfundi og námskeið þar sem mikilvægt er
að geta unnið vel og fundað án utanaðkomandi
áreitis. Salirnir í Eldborg henta einnig vel fyrir
veislur og mannfagnað. Þar eru tveir salir sem sameina má í einn
stóran sal sem rúmar allt að 200 gesti í sæti og 400 standandi gesti.
Staðsetningin og kyrrlátt umhverfið gera Eldborg að einstökum kosti
fyrir árshátíðir, brúðkaup og aðra viðburði.
Landslagið skapar stemmningu
Sveinn er lærður framreiðslumaður og með meistararéttindi í iðninni
og var í 35 ár þjónn á Hótel Sögu áður en hann réði sig til Bláa Lóns
ins árið 1999. „Starfsemin hefur breyst mikið og aukist gífurlega frá
því ég hóf störf hér. Í dag erum við með eins fullkomið eldhús og
hægt er að hafa og er ég stoltur af að geta sagt frá því að við erum með
fjóra faglærða framreiðslumenn og fimm faglærða matreiðslumenn.“
Bláa Lónið hefur mikla sérstöðu eins og allir vita og fundir eru yfir
leitt öðruvísi en annars staðar: „Það er algengt að eftir fundi bregði
fundargestir sér í lónið og síðan í kvöldverð hjá
okkur. Stórbrotið landslagið skapar vissa stemmn
ingu og við sem vinnum við veitingareksturinn
tökum vel eftir því hvað fólki líður vel í dagslok
eftir að hafa setið á fundi megnið af deginum.“
Hið einstaka umhverfi og starfsemin í Bláa
Lóninu kallar á að gestir verði forvitnir og spyrji
ýmissa spurninga og er Sveinn að lokum spurður
hvort hann og hans fólk fái ekki margar fyrir
spurnir sem kannski ekki koma beint veitinga
rekstri við: „Vissulega fáum við spurningar sem
við eigum stundum erfitt með að svara, en hér eru haldnir kynning
arfundir fyrir starfsfólk um lónið og efnið í því og ýmislegt fleira, en
það kemur fyrir að ég þarf að taka upp símann í laumi og spyrja þann
sem meira veit um jarðfræði og efnafræði til að geta svarað spurningu
sem beint er til mín.“
stórbrotið landslagið
skapar vissa stemningu og
við sem vinnum við veit
ingareksturinn tökum vel
eftir því hvað fólki líður vel
í dagslok eftir að hafa setið
á fundi megnið af deginum