Frjáls verslun - 01.01.2008, Qupperneq 108
108 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8
F lugfélag Íslands er langstærsta flugfélag á innanlandsmarkaði. Auk þess að sinna reglulegu áætlanaflugi býður Flugfélag Íslands upp á dagsferðir, skemmti- og afþreyingarferðir og
fundaferðir, svo eitthvað sé nefnt, til allra áfangastaða. Í boði er
flug, eða flug og gisting á gististöðum. Hverja ferð má sníða að eigin
þörfum.
Ingi Þór Guðmundsson er forstöðumaður sölu- og markaðssviðs
Flugfélag Íslands: „Það er ýmislegt í boði þegar kemur að sérferðum,
meðal annars Burt úr bænum, þar sem við erum við að stíla inn árs-
hátíðir, veislur, saumaklúbba og fleiri hópa sem vilja tilbreytingu og
halda mannfagnað annars staðar en á heimaslóðum. Annar pakki
er Fundafriður. Hann er ætlaður fyrirtækjum sem vilja breyta um
umhverfi fyrir fund. Um nokkurt skeið hefur verið vinsælt að halda
fundi og árshátíðir í erlendum borgum en við merkjum að Ísland er
meira að koma aftur inn í myndina hvað þetta varðar.“
Ingi segir það góðan kost að velja flugið fram
yfir bílinn: „Það hefur komið fram í fréttum
að ódýrara er að fljúga innanlands heldur en að
keyra. Umræðan hefur lengi verið á þá leið að
innanlandsflug sé dýrt, en ef við skoðum sambæri-
legt flug annars staðar á Norðurlöndum erum við
í flestum tilfellum ódýrastir. Þá hefur könnun
meðal erlendra viðskiptavina okkar sýnt að verð-
lag hjá okkur þykir sanngjarnt.“
Bókun í flug á vegum Flugfélags Íslands fer að
langmestu leyti fram á Netinu:
„Fyrir nokkrum árum fórum við að leggja áherslu á að flug yrði
bókað á Netinu og erum ánægð með hvernig tekist hefur. Nýleg
könnun sýnir að 75% bókana hjá okkur eru á
Netinu sem gerir okkur betur í stakk búin til að
halda verðinu niðri.“
Stærsti vaxtarbroddurinn hjá Flugfélagi
Íslands er Grænland: „Aukinn áhugi er á Græn-
landi enda landið mikið í umræðunni í tengslum
við bráðnun jökla. Við erum að fljúga allt árið
til Kulusuk á austurströndinni og Narsarsuaq
á suðurströndinni á sumrin. Við höfum hafið
samstarf við Icelandair um flug til Nuuk sem er
á vesturströndinni, um er að ræða lengra flug og er flogið þangað frá
Keflavík.“
Flugfélag Íslands:
Góður kostur
að velja flugið
fram yfir bílinn
umræðan hefur lengi
verið á þá leið að innan-
landsflug sé dýrt, en ef
við skoðum sambærilegt
flug á öðrum norður-
löndum þá erum við í
flestum tilfellum ódýrastir.
IngiÞórGuðmundssonerforstöðumaðursölu-ogmarkaðssviðs.
K
YN
N
IN
G
REYKJAVÍK
AKUREYRI
EGILSSTAÐIR
FÆREYJARVESTMANNAEYJAR
ÍSAFJÖRÐUR
GRÆNLAND
VOPNAFJÖRÐUR
ÞÓRSHÖFN
GRÍMSEY
NARSARSSUAQ
KULUSUK
CONSTABLE POINT
NUUK
Þegar stórt er spurt er mikilvægt að fundurinn um
málið skili árangri. Þá getur verið gott að nýta sér
afbragðsgóða möguleika til fundahalda sem bjóðast
í nágrenni við áætlunarstaði Flugfélags Íslands,
hringinn í kringum landið.
Þú færð fyrsta flokks fundaraðstöðu og fundar-
menn njóta þess að vera í nýju umhverfi,
fjarri asa hversdagsins. Og þið getið verið komin heim
seinni partinn sama dag.
Hringdu í 570 3075 eða sendu tölvupóst á
hopadeild@flugfelag.is og fáðu nánari upplýsingar
um kostina við Fundarfrið Flugfélags Íslands.
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/F
L
U
4
10
87
0
2/
08
Tryggðu að fundurinn sé markviss og árangursríkur
flugfelag.is
Fundarfriður