Frjáls verslun - 01.01.2008, Blaðsíða 112
112 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8
Eftirminnilega góð ráðstefna:
Okkar menn
fóru á kostum
„Ég hef setið margar ráðstefnur um ævina, mjög misjafn
lega minnisstæðar. Sú sem ég sat síðast verður þó ógleym
anleg því þar fór allt saman umræðuefnið, ræðumennirnir,
staðsetningin og frammistaða okkar manna. Þetta var
sem sagt í janúar í Abu Dahbi við Persaflóann, á World Fut
ure Energy Summit. Orka framtíðarinnar er að sjálfsögðu
mál málanna og þar fóru okkar menn á kostum, þeir Ólafur
Ragnar forseti og Össur iðnaðarráðherra. Þeir héldu bestu
ræðurnar, töluðu blaðalaust og fipaðist aldrei og þeir einir
bentu á einhverjar lausnir, það er orkuna í iðrum jarðar og
ljós sólar. Að þeim frátöldum
þá vakti ræða Karls Bretaprins
mikla athygli, því hann „mætti“
á sviðið í þrívíðri heilmynd
hologram, sem var svo vel gerð
að greindustu menn töldu hann
vera á staðnum. Lokaorð hans voru þessi: „I am now
going to vanish into thin air, leaving not a carbon footprint
behind.“ Vel mælt!“
Hvernig á að halda góða ræðu?
Augnsamband,
áherslusamband og
hlustunarsamband
Reynir Þorgrímsson, framkvæmdastjóri Fyrirtækjasölunnar,
segir að þegar halda skuli góða ræðu þurfi í fyrsta lagi að ná
góðu sambandi við áheyrendur. Viðkomandi þarf að hafa í huga
að ná augnsambandi við þá, áherslusambandi og hlustunarsam
bandi.
„Viðkomandi þarf að tala hægt og skýrt þannig að allir í
salnum heyri í honum hvort sem hann hækkar eða lækkar rödd
ina.
Það sem viðkomandi segir þarf að vera áheyrilegt og áhuga
vert þannig að áheyrendur sofni ekki. Í þessu sambandi er
augnsamband og beiting raddarinnar
mikilvæg.“
Reynir segir að ræðumaðurinn þurfi
að vera vel klæddur, snyrtilegur, frjáls
legur og hann þarf að láta bera virð
ingu fyrir sér.
„Það er gott að byrja og enda á
léttri og góðri stemmningu, setningar þurfa að vera stuttar,
ákveðnar og áheyrilegar og það sem sagt er þarf að vera áhuga
vert og skiljanlegt.
Áheyrendur muna frekar eftir stuttum ræðum.“
JónÁsbergssonhjáÚtflutningsráði:
„áheyrendur
muna frekar eftir
stuttum ræðum.“
ReynirÞorgrímsson,framkvæmdastjóriFyrirtækjasölunnarehf.,
Suðurveri.
ræða Karls
Bretaprins vakti
mikla athygli.