Frjáls verslun - 01.01.2008, Page 118
K
YN
N
IN
G
EJS er eitt stærsta og öflugasta þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa um
190 sérfræðingar í Reykjavík og á Akureyri,
þar af yfir 100 starfsmenn í þjónustu og
ráðgjöf.
EJS er ISO 9001 gæðavottað fyrirtæki
og er starfsfólkið með yfir 200 vottanir og
gráður frá öllum helstu leiðandi upplýsinga
tækniframleiðendum í heiminum.
Jón Viggó Gunnarsson er forstjóri EJS:
„Árið 2007 var mjög gott ár fyrir EJS og
vöxturinn í fyrirtækinu mikill. Veltan jókst
um 25% á milli ára og er vöxtur á öllum
sviðum starfseminnar. Við náðum mjög
góðum árangri í sölu á gagnageymslum
og netþjónum og bættum okkur verulega
í sölu og þjónustu á Microsoft lausnum,
ásamt mikilli aukningu á notendalausnum.
Árið fer vel af stað og hefur fyrsti mánuður
ársins komið vel út og leggst nýtt ár mjög
vel í okkur hjá EJS.“
Jón Viggó segir að 85% af rekstrartekjum
komi frá fyrirtækjamarkaðnum: „Við erum
að útvíkka starfsemi okkar á fyrirtækjamark
aði með aukinni sókn og skýrari fókus en
um leið erum við að ná fastari tökum á
einstaklingsmarkaðnum enda er Dell, sem
er okkar aðalbirgir, að koma með skýrari
línur á þann markað og hefur vöruframboð
fyrir einstaklingsmarkaðinn vaxið jafnt og
þétt undanfarin ár.“
Framfarir og breytingar eru örar innan
tölvugeirans og það ekki síst í upplýsinga
tækni: „Mikil aukning er að verða í sýnd
argervingu (virtualization) bæði í gagna
geymslu og í netþjónaumhverfinu. Við
erum með mikla þekkingu á þessu sviði og
vinnum náið með viðskiptavinum okkar
og birgjum að spennandi verkefnum. Við
erum einnig með mjög sterka stöðu í
öryggislausnum, ekki aðeins í vörnum
gegn vírusárásum heldur altæku öryggi
gagna þar sem verið er að velta fyrir sér
umgengni um gögn og varðveislu þeirra til
lengri tíma.“
Jón Viggó nefnir einnig að EJS sé með
sterka stöðu í kerfisstjórnun (System Mana
gement) þar sem verið er að veita ráðgjöf
inn í fyrirtæki og stofnanir til að lækka
rekstrarkostnað og bæta rekstrarhæfni:
„Þegar á heildina er litið þá er starfsemi
fyrirtækisins mjög víðtæk. Hér er mjög
góð stemning meðal öflugs starfsfólk. Við
höfum alltaf lagt upp með að starfsfólk
okkar búi yfir víðtækri þekkingu og fram
úrskarandi þjónustuhæfni og hefur það
gengið eftir og við höfum varla haft undan
að taka við viðurkenningum og staðfest
ingum um hæfni starfsmanna okkar.“
EJS:
Vöxtur á öllum sviðum
Jón Viggó Gunnarsson,
forstjóri EJS.
Við höfum alltaf lagt
upp með að starfs
fólk okkar búi yfir
víðtækri þekkingu
og veiti framúrskar
andi þjónustu og það
hefur gengið eftir.