Frjáls verslun - 01.01.2008, Qupperneq 122
122 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8
Ísafjörður er ákjósanlegur kostur fyrir fundi og ráðstefnur allan ársins hring. Umhverfið er rólegt og þægilegt en þó er stutt í hverskyns skemmtanir og afþreyingu. Mörgum þykir langt
að fara til Ísafjarðar en samgöngur eru góðar, flug vestur tekur 40
mínútur og boðið er upp á tvær til þrjár ferðir á dag. Að auki eru nú
á lokastigi vegabætur sem tryggja að hægt verður að keyra alla leiðina
frá Reykjavík til Ísafjarðar á bundnu slitlagi. Góð aðstaða, fallegur
bær, fagleg þjónusta og ferskt vestfirskt fjallaloftið fá alla til að anda
léttar á Ísafirði.
Hótel Ísafjörður stendur við Silfurtorgið og er heppilegur staður
fyrir fundi og ráðstefnur af öllum stærðum og gerðum. Í notalegum
herbergjunum er internettenging og aðrar helstu nauðsynjar funda
gesta en ekki síður þægindi til að slappa af eftir stífar fundasetur. Á
hótelinu er allur tækjabúnaður sem þarf fyrir fundarhöld, s.s. góður
skjávarpi og þráðlaust net.
Skrifstofuhótelið í húsinu Neista í miðbæ Ísafjarðar býður upp á
þægilegan 12 manna fundarsal með 50” sjónvarpsskjá og fundarsíma,
einnig er 2025 manna ráðstefnu og fundarsalur búinn fullkomnum
skjávarpa með háu birtustigi. Háhraða internettenging er í boði, bæði
í gegnum tengil og þráðlaust. Einnig er þar leigðar út skrifstofur til
skamms tíma. Tilvalinn staður til að halda fundi í rólegu og þægilegu
umhverfi. Fundargestum eru útvegaðar alls konar veitingar.
Ferðaskrifstofan Vesturferðir tekur að sér undirbúning allra
þeirra fjölmörgu þátta sem huga þarf að fyrir fund, s.s. skipulagningu
á fundaraðstöðu, bókun í gistingu, ferðum fyrir fundargesti, ýmiss
konar afþreyingu eða notalega stund á góðu veitingahúsi. Mikilvægt
er að samræma öll þau fjölmörgu atriði sem snúa að undirbúningi
funda og ráðstefna þannig að framkvæmdin verði eins hnökralaus og
kostur. Þar hafa Vesturferðir reynsluna og þekkinguna sem til þarf.
Edinborgarhúsið er í miðbæ Ísafjarðar. Gott aðgengi er að húsinu
og næg bílastæði. Margvísleg starfsemi er í húsinu, bæði á sviði lista,
menningarviðburða, ferðaþjónustu og veitingareksturs. Innangengt er
í veitingahús sem tekur 100 manns við borð. Menningarmiðstöðin í
Edinborg hefur í gegnum tíðina staðið fyrir fjölmörgum viðburðum
og býður upp á vel útbúna og rúmgóða sali fyrir fundi og ráðstefnur.
Við Pollinn býður upp á fjölbreyttar veitingar á fundum eða eftir
fund þar sem vel þjálfað starfsfólk sér um að öllum líði vel.
Gamla gistihúsið er með allt það sem góð gistiheimili bjóða upp
á, hrein og björt herbergi með vaski, mörg baðherbergi, morgunmat,
sjónvarp og tölvutengingu.
Allar nánari upplýsingaar má nálgast hjá Upplýsingamiðstöð
Vestfjarða info@vestfirdir.is, sími 450 8060.
Ísafjörður:
Fundar og ráðstefnu
aðstaða í friði og ró
Hafnasamband Íslands fundaði á Ísafirði:
Fundaraðstaða eins
og best verður á kosið
Hafnasamband Íslands var með almennan fræðslu og
kynningarfund á Ísafirði í september síðastliðnum um
málefni sem varða starfsemi hafna. Starfsmenn og
stjórnendur hafna sóttu fundinn auk fulltrúa nokkurra af
samstarfsstofnunum hafnanna, alls um 80 fulltrúar. Birgir
Blöndal hjá Hafnasambandi Íslands segir fundinn hafa
heppnast fullkomlega: „Fundurinn var í Edinborgarhúsinu.
Fundaraðstaða eins og best verður á kosið, bæði hvað varðar
aðstöðu og aðgengi. Jafnframt er kaffi og mataraðstaða í
húsinu til fyrirmyndar.“
Birgir segir Hafnasamband Íslands halda árlega fundi,
hafnafundi annað hvert ár og hafnasambandsþing hin árin.
Eru þeir ýmist haldnir á höfuðborgarsvæðinu eða úti á
landi: „Reynsla okkar af fundinum á Ísafirði var mjög góð,
sem þakka má fyrirlesurum og þátttakendum en ekki síður
aðstöðunni í þessu gamla, fallega, endurgerða húsi sem
er vel staðsett í hjarta bæjarins og er mikil bæjarprýði.
Ísafjarðarbær er mjög góður kostur til fundarhalda þar sem
bæði er næði og mjög góð aðstaða. Þá er það mikill kostur
að geta kynnst hinni stórbrotnu fegurð Vestfjarða í stuttum
ferðum bæði á sjó og landi.“
Skrifstofuhótel
Ísafirði
Lj
ós
m
yn
d:
Á
gú
st
G
. A
tla
so
n
Augl 2 ill.ai 8.2.2008 17:15:48
Birgir Blöndal hjá Hafnasambandi Íslands