Frjáls verslun - 01.01.2008, Side 128
128 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8
heldur tilgreina nákvæmlega fermetrafjölda og hvenær maður
vildi eignast húsið, svo nokkuð sé nefnt.
Orðið að „reyna“ er Canfield ekki að skapi. Því til stuðn
ings lagði hann litla æfingu fyrir viðstadda. Hann bað þá að
velja sér hlut til að lyfta upp, og lyfta honum svo upp. Flestir
völdu penna eða bækling námsstefnunnar og varð ekki skota
skuld úr því að lyfta þessum hlutum upp. Canfield bað fólk þá
að reyna að lyfta hlutnum upp sem varð til þess að hik kom á
marga. Þetta sagði hann til marks um að það væri ekki til neins
að ætla sér að reyna eitt né neitt, maður yrði að ætla sér að gera
það og gefa sig allan í það.
Höfuðinntakið í kennslu Canfield á ráðstefnunni snerist
um mikilvægi þess að trúa á sjálfan sig og sjá fyrir sér árangur.
Hann talaði meðal annars um mikilvægi úthalds, að láta
fáeinar neitanir eða erfiðleika ekki slá sig út af laginu og mikil
vægi þess að setja sér áþreifanleg og skýrt afmörkuð markmið
og sjá árangurinn ljóslifandi fyrir sér. Hann lagði áherslu á að
fólk hegðaði sér samkvæmt því að velgengni væri í vændum
og að það tæki ábyrgð á eigin gengi. „Ef því er ætlað að gerast
er það undir mér komið,“ lét hann áhorfendur hafa eftir sér til
að undirstrika mikilvægi eigin framlags.
Canfield varð nokkuð ágengt við að aga íslenska áhorf
endur til stundvísi. Hann lét áhorfendur klappa fyrir þeim
sem mættu á réttum tíma eftir fyrsta hlé námsstefnunnar og
gerði sér sjálfur far um að vera til fyrirmyndar að þessu leyti.
Framlag hans hefur vafalaust orðið einhverjum hvatning til
að mæta á réttum tíma. Þó er ekki síður líklegt að áhersla
hans á jákvæðni og trú á sjálfan sig, ásamt með hagkvæmum
ábendingum um mikilvægi tengslanets, samvinnu og eigin
ábyrgðar svo nokkuð sé nefnt, hafi orðið mörgum gestum
námsstefnunnar kærkominn innblástur og eigi eftir að birtast
í atvinnulífinu á einn eða annan hátt.
S t j ó r n u n - j a c k c a n F i E l d
7 helstu ábendingar Canfields til árangurs:
1. taktu 100% ábyrgð á lífi þínu.
2. Vertu með það á hreinu hvers vegna þú ert hérna.
3. Ákveddu hvað þú vilt.
4. trúðu því að það sé mögulegt.
5. trúðu á sjálfa(n) þig.
6. tileinkaðu þér andstæðuna við vænisýki;
vænstu hins besta af umheiminum.
7. leystu afl markmiðssetningar úr læðingi.
Ég hef í gegnum tíðina haft þá
stefnu að lesa mikið af bókum,
yfir 100 á ári eða 2 á viku. Það
er til mikið af frumkvöðlabókum
enda er mjög skynsamlegt
að læra af mistökum annarra.
Mér finnst bókin The Power
of Focus eftir Jack Canfield
standa upp úr. Það sem mér
finnst hvað best við hann
er hve skipuleg og ýtarleg
umfjöllun hans er.
Canfield stendur að baki
margra þeirra sem hafa verið
að ná langt í þessum geira
og er meðal annars með eins
konar þjálfunarbúðir fyrir frum
kvöðla. Við áttum saman
tveggja tíma fund eftir fyrirlest
urinn þar sem við fórum yfir
Latabæ og hvað Latibær er að
gera, fórum einnig út að borða
saman og höfum verið í sam
bandi síðan.
Það sem mér fannst hvað
áhugaverðast af því sem fram
kom á námsstefnunni var mik
ilvægi þess að hugsa jákvætt,
að einbeita sér að hinu
jákvæða en ekki hinu neikvæða
og ekki hugsa um hvað maður
vill forðast, heldur hverju maður
vill ná.
Mér fannst Canfield koma
með ferskan blæ inn í kuldann
hérna. Ég hef aldrei hitt þann
mann sem ég get ekki lært eitt
hvað af og er sannfærður um
að bæði ég og starfsfólk mitt
lærðum heilmikið af honum.
Magnús Scheving
Forstjóri og skapari
Latabæjar ehf