Frjáls verslun - 01.01.2008, Page 134
Lífsstíll
134 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8
Svo mörg voru þau orð
„Efnahagskreppan, sem nú er skollin á eftir að húsnæðislána
blaðran sprakk í Bandaríkjunum, markar einnig endalok gríð
arlegrar þenslu lausafjár, sem hefur byggst á stöðu dollarans
sem alþjóðlegs gjaldmiðils. Þetta efnahagsóveður er mun
meira en nokkuð, sem riðið hefur yfir frá lokum heimsstyrjald
arinnar síðari.“
George Soros, formaður Soros Fund Management og for
maður Open Society Institute. Morgunblaðið, 24. janúar.
„Markaðir verða mjög líklega órólegir áfram. Reynslan sýnir
að það tekur tíma fyrir ró að komast á að nýju eftir miklar
sviptingar. Áhyggjuefnin eru enn allmörg. Einn áhættuþátt
urinn er gengi krónunnar. Ef hún lækkar skarpt mun gífur
leg skuldsetning landsmanna í erlendri mynt valda ýmsum
búsifjum, hvort sem féð hefur verið nýtt vegna kaupa á
hlutafé eða öðru. Nú reynir á efnahagslífið, kunna stjórnendur
þess jafn vel að vinna úr þröngri stöðu og vænlegri?“
Gylfi Magnússon, dósent við viðskipta og hagfræðideild
Háskóla Íslands. Markaðurinn, 16. janúar.
Úr Frjálsri verslun fyrir 32 árum:
Æskumyndin er af Guðlaugi
Þór Þórðarsyni heilbrigðisráð
herra sem á æskuárunum æfði
fótbolta með Skallagrími í
Borgarnesi.
„Á þessum árum hafði ég
gaman af að leika mér úti eins
og flestir krakkar auk þess
sem ég las mikið; segja má
að ég hafi lesið um allt á milli
himins og jarðar.“ Þær voru
Æskumyndin:
margar stundirnar sem Guð
laugur Þór varði á bókasafninu
í Borgarnesi.
Aðspurður um draumana
á þessum árum kvaðst núver
andi ráðherrann hafa dreymt
um að verða atvinnumaður í
fótbolta. Fyrir utan að sparka
bolta með félögum sínum í
Skallagrími æfði Guðlaugur Þór
handbolta og körfubolta auk
þess sem hann æfði frjálsar
íþróttir, júdó og spilaði golf.
„Það var gaman að alast
upp í Borgarnesi og því fylgdi
mikið frelsi. Við hjóluðum út
í sveit og sigldum á gúmmí
bátum á firðinum.“
Guðlaugur Þór Þórðarson
heilbrigðisráðherra.