Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2008, Side 8

Frjáls verslun - 01.07.2008, Side 8
KYNNING8 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 8 Gunnar Valur Gíslason, forstjóri Eyktar, fyrir framan turninn á Höfðatorgi sem verið er að byggja. H öfðatorg er eitt stærsta og metnaðarfyllsta uppbygg- ingarverkefnið í miðborg Reykjavíkur. Þar eru uppi áform um að flétta saman mannlíf, viðskipti, list og menningarstarfsemi með nýstárlegum hætti og skapa nýtt og glæsilegt kennileiti í borginni. Höfðatorg rís á reit sem afmarkast af Borgartúni, Skúlatúni, Skúlagötu og Höfðatúni og við þróunarvinnuna voru farnar nýstár- legar leiðir. „Við lögðum strax áherslu á að við ætluðum ekki að móta venjulegt byggingarverkefni. Við ætluðum með hugmyndafræði og víðtækri þekkingu erlendra aðila á þessu sviði að búa til svæði sem yrði vörumerki fyrir Reykjavík, tákn um skýra framtíðarsýn og myndi skipa sér í flokk eftirsóttustu viðkomustaða borgarinnar,“ segir Gunnar Valur Gíslason, forstjóri Eyktar sem sér um framkvæmd verkefnisins. Hugmyndafræði og þróun vörumerkis Frá upphafi var áhersla lögð á að öðlast skýra sýn á svæðið í heild og hlutverk þess í borgarmyndinni. „Þegar við keyptum lóðirnar 2005 var strax hafist handa við að endurskipuleggja svæðið í ljósi nýrra möguleika. Við leituðum til arkitektanna Léon Wohlhage og Wernik í Berlín, sem unnu frábæra vinnu við mótun hugmyndafræði fyrir Höfðatorg í samstarfi við þýska hönnunarfyrirtækið MetaDesign, sem meðal annars hefur þróað vörumerki Volkswagen, Audi og Lufthansa, og Pálmar Kristmundsson, sem er okkar aðalarkitekt að byggingum á Höfðatorgi. Þannig fáum við þaulhugsaða byggð sem tekur markaðsþáttinn inn í hönnunarferlið frá fyrsta degi.“ Nýjar áherslur Gunnar Valur segir að starfsmenn MetaDesign sem komu hingað 2006 hafi komið með ferskan andvara í hugmyndavinnu sem byggð er á ákveðnum fræðum og er nýstárleg fyrir þá sem starfa í bygging- arbransanum hér á landi. Þegar hugmyndavinnan var tilbúin var farið að huga að markaðsmálum og grunnhönnun bygginganna. „Vinnubrögðin við uppbyggingu á Höfðatorgsreitnum hafa alls ekki verið eins og algengt er hjá okkur Íslendingum þar sem byrjað er að teikna hús og síðan hugsað út í hver og hvað passar í húsið. Eftir ársvinnu í undirbúning og hugmyndavinnu fékk arkitektinn skýrar línur um ímynd og markaðsstefnu sem ræður miklu um endanlega hönnun sjálfra bygginganna. Þetta ferli er ekki bara nýtt fyrir okkur heldur einnig fyrir hönnuðina. En hafi verið einhver efi í hugum manna hvað varðar þessa aðferð þá er sá efi ekki til lengur til þar sem allt sem ráðist hefur verið í virkar mjög vel.“ Miðstöð mannlífs Sem hluti af miðborg Reykjavíkur kemur Höfðatorg til móts við þá sem vilja búa miðsvæðis í nýju og vönduðu húsnæði og hafa ánægju af iðandi mannlífi. Um leið kemur Höfðatorg til móts við þá sem vilja aðeins það besta sem nútíma byggingarlist hefur að bjóða. Íbúðir NÝJAR LEIÐIR, AUKIÐ VIRÐI
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.