Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2008, Page 32

Frjáls verslun - 01.07.2008, Page 32
32 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 8 Forsíðu grein SPROTAFYRIRTÆKI Hugbúnaðarfyrirtækið AGR á upphaf sitt í Háskóla Íslands. Það er sprotafyrirtæki sem þróaðist út úr tveimur rannsóknarverk-efnum. Bestun er lykilorðið í starfsemi félagsins, sem nú er um það bil að leggja í útrás. AGR er hljómgóð skammstöfun fyrir fræði- heitið „aðgerðagreining“. Fyrirtæki sem ætlar sér stóran hlut á markaði getur ekki heitið Aðgerða- greining hf. Það er of þungt nafn og alveg ósegj- anlegt fyrir útlendinga. AGR hljómar hins vegar alþjóðlega! Upphaflega voru þetta tvö lítil fyrirtæki – Bestun og ráðgjöf og Mímisbrunnur. Þau urðu til skömmu fyrir aldamótin vegna tveggja rannsókn- arverkefna um bestun; annað var í sjávarútvegi og hitt í vörudreifingu. Síðan voru félögin sameinuð og tóku þá fyrir sem höfuðviðfangsefni bestun við innkaup hjá Húsasmiðjunni og hjá Baugi, það er þeim hluta sem nú heitir Aðföng. Haukur Hannesson, framkvæmdastjóri hjá AGR, segir að fyr- irtækið sé enn nátengt háskólastarfi. Fimm starfsmenn eru einnig við kennslu í Háskólanum í Reykjavík og nemendur hafa unnið loka- prófsverkefni hjá AGR. Núna vinna tíu manns hjá AGR. „Við treystum í upphafi mest á fjárfesta til að afla þróunarfjár,“ segir Haukur. „Hin síðari ár höfum við getað treyst meira á fé úr eigin rekstri, auk bankalána og styrkja frá Rannís.“ Aðalsöluvara AGR er forrit sem heitir AGR Innkaup. Það er inn- kaupa- og birgðastýringarkerfi, sem á að draga úr birgðakostnaði hjá fyrirtækjum með minna birgðahaldi og nákvæmari söluspám. „Við nýtum okkur gögn sem eru til um söluna og notum þau til að gera söluspár og sem eru síðan nýttar við útreikning innkaupa- tillagna,“ segir Haukur um þróun AGR Innkaupa. Þetta er forrit sem nýtist stærri verslunum og heildsölum á íslenska markaðnum. Haukur segir að forritið skili fyrirtækjunum arði ef 50 milljónir eða meira eru í birgðum. „Þetta á við um 40 til 50 fyrirtæki á Íslandi,“ segir Haukur. Staðan er núna sú að það er búið að metta íslenska markaðinn. Það eru fáir eftir sem gætu nýtt sér forritið. Þá er að leita á erlend mið. Bestunarkerfi af þessu tagi eru ekki ný. Flest stórfyrirtæki heims- ins hafa yfir slíkum kerfum að ráða. Vandinn er hins vegar sá að þær lausnir eru of dýrar fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Fyrirtæki á íslenska markaðnum eru smá í samanburði við þessi stórfyrirtæki. Þarna er sylla að setjast á. Þeir hjá AGR hafa búið til lítið birgða- stýrikerfi, sem notar venjulegan tölvubúnað og skilar arði þótt veltan á lagernum sé lítil á heimsmælikvarða. Haukur segir að lausn ARG kosti bara tíunda hluta af því sem stór, erlend kerfi kosta. Og nú á að fara með AGR Innkaup í útrás. Úti í hinum stóra heimi eru ekki bara risar. Þar eru líka lítil fyrirtæki. Núna er búið að opna skrifstofur í Bretlandi og Danmörku. Og forritið frá AGR hefur fengið gullvottun Microsoft. Endursöluaðilar Microsoft í Bretlandi mæla með forritinu. Þetta er forsenda þess að komast inn á markaðinn. Nú þegar er allt að 40 prósent sölunnar í útlöndum. Jafnframt er unnið að fleiri lausnum hjá AGR á þessu sama sviði. Haukur segir að fyrirtækið hefði átt að leggja fyrr í útrás. Markaðurinn í öðrum löndum er meiri en þeir hjá AGR héldu. Það vantar birgða- stýringarkerfi af þessari stærð. „Það er gott að þróa svona viðskiptalausnir í íslesnku umhverfi og með íslenskum viðskiptavinum áður en farið er í útrás,“ segir Haukur um reynsluna af þróun AGR. „Boðleiðir á Íslandi eru stuttar og sam- vinnan við fyrirtækin því auðveldari en ella.“ AGR vA ldIR S PRO TA R Haukur Hannesson, framkvæmdastjóri hjá hugbúnaðarfyrirtækinu AGR: Í úTRÁS MeÐ ÍSLeNSKA BIRgÐASTýRINgU Haukur Hannesson hjá hugbúnaðarfyrirtækinu AGR. Bestunarkerfi af þessu tagi eru ekki ný. Flest stórfyrirtæki heimsins hafa yfir slíkum kerfum að ráða.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.