Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2008, Side 61

Frjáls verslun - 01.07.2008, Side 61
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 8 61 s t j ó r N u N Afleiðingin er sú að athyglinni hefur verið beint að lestri morgunskeytanna og dagurinn er byrjaður að renna fólki úr greipum. Þægilegum og einföldum skeytum er svarað fyrst með þeim afleiðingum að nýr póstur kemur til baka og bætist við í innhólfið. Þannig virkar tölvupósturinn best Tölvupóstur er fyrst og síðast samskiptatæki sem oft er ætlað að koma í staðinn fyrir símtöl, tveggja manna tal eða jafnvel fundi. Meginmunurinn er að samskiptin í tölvunni eru bara í aðra áttina. Sem slíkur virkar tölvupóstur best fyrir einföld skilaboð, einfaldar leiðbeiningar og/eða fyrirmæli. Hann er frábært tæki til að senda skjöl sem viðhengi og almennar upplýsingar. Tölvupóstur er afleitt tæki fyrir viðkvæm samskipti, löng skilaboð eða flóknar umræður og tölvupóstur kemur seint í staðinn fyrir mannleg samskipti sem eru nauðsynleg til að kynnast, byggja upp traust og góð tengsl. Tölvupóstur veldur truflun og það tekur tíma að koma sér aftur að verki eftir að hafa skoðað hann. Stundum gleymir fólk sér og hvað það var að gera ef margir „gluggar“ eru opnir á skjánum. Mary Czerwinski er tölvufræðingur hjá Microsoft og hefur rannsakað hvaða áhrif tölvunotkun hefur á atferli fólks. eins og býflugur í blómabeði Cerwinski segir að fólk í þekkingargeiranum sé á stanslausu flökti úr einu verkefni í annað eins og býflugur í blómabeði. Eftir að hafa látið truflast af nýjum tölvupósti byrja starfsmenn í um 40% tilvika á nýju verkefni frekar en snúa sér aftur að því sem þeir voru að gera áður. Það tekur að meðaltali um 25 mín- útur að komast yfir truflunina og tilheyrandi hugarflökt áður en snúið er aftur að því verkefni sem viðkomandi var að vinna að. Allt út af einum tölvupósti. Eitt allra besta ráðið við að afgreiða tölvupóst felst í að afgreiða hann í lotum eða kippum í stað þess að bregðast við hverjum og einum. Ef fólk safnar saman líkum verkum vinnur heilinn betur og fólk vinnur hraðar. Best er að venja sig af því að skoða hvern póst um leið og hann kemur. Betra er að taka ákvörðun um hvenær eigi að afgreiða póstinn og skoða nokkra í einu. Hvort heldur það er á klukkutíma fresti eða tvisvar sinnum á dag veltur á eðli starfs- ins. Ef pósturinn er opnaður á annað borð er best að klára að afgreiða hann. Síðan skal haldið áfram með þau verkefni sem liggja fyrir og pósturinn látinn eiga sig þar til ákveðið er að afgreiða hann næst. góð ráð Fyrirsögn eða subject-lína getur ráðið úrslitum um hvort og hvernig viðtakendur bregðast við – eða ekki. Best er að segja eins mikið og kostur er í fyrirsögninni og halda sig við EIN skilaboð í hverjum pósti og blanda ekki saman ólíkum málum. Láttu vita hvort viðbragða sé þörf, svar eða ekki. Hafðu skila- boðin stutt og hnitmiðuð. Flestir eru sammála um að kostir tölvupósts séu fleiri en gallarnir en þörf er á viðhorfsbreytingum til þess að starfsfólk drukkni ekki í óþarfa póstflóði og fái vinnufrið. Tölvupósturinn er áhald, til þess ætlað að hraða samskiptum en getur snúist upp í andhverfu sína ef það er notað á rangan hátt. Til þess að fyrirtæki geti staðið sig í samkeppni og verið fremst í flokki verða starfsmennirnir að eyða sem minnstum tíma í tölvupóstinn og hámarkstíma í ábátasama vinnu. Með því að minnka umfang tölvupósts hjá fyrirtækjum er starfsfólki gert kleift að einbeita sér að starfi sínu. Léttara inn- hólf þýðir meiri tími í áþreifanlegri og skilvirkari vinnu. Það eru í raun þau áhrif sem tölvupóstinum var upprunalega ætlað að skapa. tíu lykilatriði 1. Notaðu réttan miðil. Stundum er betra að hitta fólk eða hringja í það. 2. Afgreiddu póst í kippum. Að afgreiða nokkra pósta í einu er miklu fljótlegra en að afgreiða staka pósta. 3. Farðu langt á góðri fyrirsögn. Láttu viðtakandann vita í Subject-línunni hvaða viðbrögð þú þarft. 4. Notaðu póstinn sparlega. Ekki senda cc á hóp af fólki sem þarf ekki nauðsynlega að fá póst- inn. 5. Ein snerting í innboxinu. Ef þú opnar, gerðu þá eitthvað. 6. Notaðu 4F aðferðina Framkvæma-Framsenda-Fresta-Fleygja 7. Enga eldfima pósta. Ekki senda póst sem veldur uppnámi og ekki svara ef þú móttekur slíkan póst. 8. Ekki senda óskyld erindi í sama pósti. Það er líklegt að eitthvað gleymist. 9. Sendu nýjan póst (ekki cc) ef þörf er að upplýsa yfirmann eða samstarfsmenn. Skilaboðin til viðtakanda verða skýrari fyrir vikið. 10. Mundu að cc póstur krefst aldrei aðgerða hjá móttakanda. Ef einhver þarf að gera eitthvað, hafðu viðkomandi á To-línunni. cerwinski segir að fólk í þekkingargeiranum sé á stanslausu flökti úr einu verkefni í annað eins og býflugur í blómabeði.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.