Frjáls verslun - 01.07.2008, Blaðsíða 96
96 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 8
S p A r i S J ó ð i r N i r
HorNSteiNAr
í HérAði
SparISjóðIrNIr:
Ó• vissa ríkir um framtíð sparisjóðanna;
þessara hornsteina í héraði, eins og
þeir hafa verið nefndir. Renna þeir allir
inn í viðskiptabankana?
E• ða verður til fjórði stóri bankinn með
sameiningu sparisjóða og t.d. VBS
Fjárfestingarbanka og Saga Capital?
„Allir boltar eru á lofti,“ hefur verið haft
eftir forstjóra Icebank um hugsan-
legar þreifingar á markaði sparisjóðanna.
F• ormlegar viðræður Saga Capital á
Akureyri og VBS fjárfestingarbanka
eru hafnar. En áður höfðu átt sér stað
óformlegar viðræður á milli þessara
tveggja banka og Icebank. Sparisjóðir
eru í baklandi þessara þriggja banka.
S• pron hefur sameinast Kaupþingi.
Þá hefur Kaupþing dregið Sparisjóð
Mýrasýslu að landi og á 70% í honum.
S• parisjóður Mýrasýslu tapaði 5 millj-
örðum á fyrri helmingi þessa árs,
einkum vegna hruns á hlutabréfamark-
aði. 80% verðfall á Exista-bréfum hefur
leikið Sparisjóð Mýrasýslu grátt, sem
og fleiri sparisjóði. Borgfirðingar eru
ævareiðir.
S• parisjóðirnir áttu m.a. Exista-bréf í
gegnum félagið Kistu. Spurt hefur verið:
Hvers vegna seldi Kista ekki bréf í
Exista þegar gengi Exista-bréfa tók að
falla? Hvers vegna seldu ekki einhverjir
sparisjóðir bréf sín í Kistu þegar útlitið
á hlutabréfamarkaðnum dökknaði?
S• parisjóður Mýrasýslu lánaði ell-
efu stjórnendum í Icebank lán til að
kaupa bréf í Icebank fyrir um 1 millj-
arð króna. Þessi lán námu um 20% af
eigin fé sparisjóðsins í lok síðasta árs.
Fjármálaeftirlitið gerði athugasemd
við þetta og þá komst allt í uppnám í
Borgarfirðinum.
S• parisjóðirnir og Icebank hafa orðið
fyrir barðinu á því að lán til kaupa á
hlutafé og stofnfé í öðrum sparisjóðum
eru að komast í vanskil. Dæmi um
þetta er nýleg frétt um að fyrirtækið
Suðurnesjamenn, sem fékk lán hjá
Icebank til að kaupa stofnfé í Sparisjóði
Keflavíkur en stendur ekki í skilum við
Icebank og ekki er útlit fyrir að það
geri það.
S• parisjóður Suður-Þingeyinga sýndi 53
milljarða hagnað fyrstu sex mánuðina.
Ari Teitsson, stjórnarformaður sjóðsins,
sagði í fjölmiðlum að sjóðurinn hefði
ekkert átt í Exista, væri löngu búinn að
selja hlut sinn í Kaupþingi og hefði ekki
tekið erlend lán.
G• uðmundur Hauksson, forstjóri Spron,
gagnrýnir Seðlabankann og segir að
reglur sem Seðlabankinn setji um sam-
skipti bankans við fjármálastofnanir
komi ekki til móts við þarfir sparisjóð-
anna.
N• ú starfa 16 sparisjóðir í landinu.
Þeir voru 66 talsins þegar mest var, í
kringum miðja síðustu öld. Af þessum
16 eru 6 að mestu í eigu annarra fjár-
málafyrirtækja þannig að í reynd má
segja að 10 sjálfstæðir sparisjóðir starfi
í landinu.
Fjórir stærstu• sparisjóðir landsins,
Spron, Byr, Sparisjóðurinn í Keflavík
og Sparisjóður Mýrasýslu, eru með yfir
94% af heildarfjármagni sparisjóðanna
í landinu.
„allir boltar eru á lofti“. Hér koma tólf boltar:
textI: margrét þóra þórsdóttir • mYNdIr: ýmsir