Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2008, Side 101

Frjáls verslun - 01.07.2008, Side 101
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 8 101 s p a r i s j ó ð i r n i r verðs á hlutabréfum. Sjóðurinn átti töluvert magn hlutabréfa, m.a. í Exista, en gengi þeirra hefur lækkað verulega að undanförnu. Þessar hremmingar höfðu það í för með sér að Sparisjóður Mýrasýslu var ekki starfhæf eining og var leiða leitað til að bjarga málum. Lyktir urðu þær að Kaupþing mun leggja tvo milljarða króna inn í sjóðinn og eignast við það um 70% stofnfjár í honum. Straumborg, félag í eigu Jóns Helga Guðmundssonar í Byko, leggur til 10% stofnfjár í sparisjóðinn. Borgarbyggð átti áður allt stofnfé. Áður en Kaupþing kom til skjalanna hafði verið leitað til Landsbanka Íslands, Sparisjóðs Keflavíkur, Saga Capital og Byrs. Kom sem reiðarslag Sveinbjörn segir að tíðindin í sumar hafi komið sem reiðarslag yfir íbúa byggðalagsins. „Sjóðurinn hefur starfað hér í um 90 ár og ævinlega gengið vel, fólk hafði tröllatrú á þessum sjóði sem sést best á því að hann hafði um 80% einstaklinga á svæðinu í viðskiptum. Þetta var því gríðarlegt áfall fyrir okkur og mönnum þykir vissulega lítið hafa orðið úr þeirri verðmætasköpun sem byggst hefur upp í 90 ára sögu sjóðsins.“ Upplýst hefur verið að Sparisjóður Mýrasýslu lánaði umtalsvert fé til einstaklinga sem tengjast Icebank og nýttu þeir það til hluta- fjárkaupa í Icebank. Sveinbjörn segir að lánveiting hafi farið fram í október í fyrra, heildarupphæðin var um einn milljarður króna og var alls 11 einstaklingum lánað fé sem fór til kaupa á hlutabréfum í Icebank. Að mati Sveinbjörns var um afar kæruleysislega lánveitingu að ræða til stjórnendanna í Icebank. „Eigið fé Sparisjóðs Mýrasýslu nam 6,3 milljörðum króna í árslok 2007 þannig að umrætt lán til Icebank- manna nam um 20% af eigin fé sjóðsins og það var veitt undir lok ársins þegar hlutabréf voru farin að falla í verði.“ „Ég er mjög ósáttur við þau svör sem ég hef fengið og mun leita allra leiða til að fá hið sanna fram í dagsljósið,“ segir Sveinbjörn og telur að stjórnendum hefði átt að vera ljóst hvert stefndi, en ekkert verið aðhafst fyrr en Fjármálaeftirlitið greip í taumana. „Það gerði í sumar athugasemd við svonefnt CAD-eiginfjárhlutfall sjóðsins sem komið var undir lögleg mörk. Lán sjóðsins til Icebank-manna réðu mestu þar um.“ Sveinbjörn segir að á næstunni verði hafist handa við að breyta Sparisjóði Mýrasýslu í hlutafélag, en alls óljóst sé hvort hann verði áfram rekin sem sjálfstæð eining þar sem Kaupþing reki þegar útibú í Borgarnesi. spron (Í eigu Kaupþings. Spron á NB.is) Byr (Varð til við sameiningu Sparisjóðs vél- stjóra og Sparisjóðs Hafnarfjarðar. Eftir það runnu Sparisjóður Kópavogs og Sparisjóður Norðlendinga inn í Byr. Hluti stofnfjáreigenda í Byr eru hinir sömu og í Glitni). sparisjóðurinn í Keflavík (Inn í hann hafa á liðnum árum runnið: Sparisjóður Vestfjarða, Sparisjóður Húnaþings og Stranda, Sparisjóður Ólafsvíkur og afgreiðsla Landsbankans í Sandgerði. Búið er að samþykkja sam- einingu við Sparisjóð Þórshafnar og nágrennis en framkvæmdinni hefur verið frestað. Kaupþing á hlut í Sparisjóðnum í Keflavík) sparisjóður Mýrasýslu (Að mestu í eigu Kaupþings sem á 70% stofnfjár, Borgarbyggð 20%, Straumborg 10%) (Innan SPM eru: Sparisjóður Ólafsfjarðar, Sparisjóður Siglufjarðar, en áður hafði Sparisjóður Skagfirðinga sam- einast sjóðnum á Siglufirði.) sparisjóður Vestmannaeyja (Sparisjóður Hornafjarðar rann inn í hann) sparisjóður Bolungarvíkur sparisjóður svarfdæla sparisjóður norðfjarðar sparisjóður Þórshafnar og nágrennis (að sameinast Sparisjóðnum í Keflavík) sparisjóður s-Þingeyinga sparisjóður Höfðhverfinga sparisjóður strandamanna sparisjóður Kaupþings hf. Spron er hlutafélag. En Byr, Sparisjóður Mýrasýslu, Sparisjóðurinn í Keflavík og Sparisjóður Svarfdæla hafa ýmist sam- þykkt að breyta sér í hlutafélög eða hyggja á slíkt. sparisjóðir á Íslandi Í septeMBer 2008 Alls eru nú starfandi 12 sjálfstæðir sparisjóðir í landinu. En tveir þeirra eru í eigu Kaupþings þannig að í reynd má segja að aðeins 10 sjálfstæðir sparisjóðir séu starfandi. Lítum betur á flóruna:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.