Frjáls verslun - 01.07.2008, Síða 101
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 8 101
s p a r i s j ó ð i r n i r
verðs á hlutabréfum. Sjóðurinn átti töluvert magn hlutabréfa, m.a. í
Exista, en gengi þeirra hefur lækkað verulega að undanförnu. Þessar
hremmingar höfðu það í för með sér að Sparisjóður Mýrasýslu var
ekki starfhæf eining og var leiða leitað til að bjarga málum.
Lyktir urðu þær að Kaupþing mun leggja tvo milljarða króna inn
í sjóðinn og eignast við það um 70% stofnfjár í honum. Straumborg,
félag í eigu Jóns Helga Guðmundssonar í Byko, leggur til 10%
stofnfjár í sparisjóðinn. Borgarbyggð átti áður allt stofnfé. Áður en
Kaupþing kom til skjalanna hafði verið leitað til Landsbanka Íslands,
Sparisjóðs Keflavíkur, Saga Capital og Byrs.
Kom sem reiðarslag
Sveinbjörn segir að tíðindin í sumar hafi komið sem reiðarslag yfir
íbúa byggðalagsins. „Sjóðurinn hefur starfað hér í um 90 ár og
ævinlega gengið vel, fólk hafði tröllatrú á þessum sjóði sem sést best
á því að hann hafði um 80% einstaklinga á svæðinu í viðskiptum.
Þetta var því gríðarlegt áfall fyrir okkur og mönnum þykir vissulega
lítið hafa orðið úr þeirri verðmætasköpun sem byggst hefur upp í 90
ára sögu sjóðsins.“
Upplýst hefur verið að Sparisjóður Mýrasýslu lánaði umtalsvert
fé til einstaklinga sem tengjast Icebank og nýttu þeir það til hluta-
fjárkaupa í Icebank. Sveinbjörn segir að lánveiting hafi farið fram í
október í fyrra, heildarupphæðin var um einn milljarður króna og
var alls 11 einstaklingum lánað fé sem fór til kaupa á hlutabréfum
í Icebank.
Að mati Sveinbjörns var um afar kæruleysislega lánveitingu að
ræða til stjórnendanna í Icebank. „Eigið fé Sparisjóðs Mýrasýslu nam
6,3 milljörðum króna í árslok 2007 þannig að umrætt lán til Icebank-
manna nam um 20% af eigin fé sjóðsins og það var veitt undir lok
ársins þegar hlutabréf voru farin að falla í verði.“
„Ég er mjög ósáttur við þau svör sem ég hef fengið og mun leita
allra leiða til að fá hið sanna fram í dagsljósið,“ segir Sveinbjörn og
telur að stjórnendum hefði átt að vera ljóst hvert stefndi, en ekkert
verið aðhafst fyrr en Fjármálaeftirlitið greip í taumana. „Það gerði í
sumar athugasemd við svonefnt CAD-eiginfjárhlutfall sjóðsins sem
komið var undir lögleg mörk. Lán sjóðsins til Icebank-manna réðu
mestu þar um.“
Sveinbjörn segir að á næstunni verði hafist handa við að breyta
Sparisjóði Mýrasýslu í hlutafélag, en alls óljóst sé hvort hann verði
áfram rekin sem sjálfstæð eining þar sem Kaupþing reki þegar útibú
í Borgarnesi.
spron
(Í eigu Kaupþings. Spron á NB.is)
Byr
(Varð til við sameiningu Sparisjóðs vél-
stjóra og Sparisjóðs Hafnarfjarðar. Eftir
það runnu Sparisjóður Kópavogs og
Sparisjóður Norðlendinga inn í Byr. Hluti
stofnfjáreigenda í Byr eru hinir sömu og í
Glitni).
sparisjóðurinn í Keflavík
(Inn í hann hafa á liðnum árum runnið:
Sparisjóður Vestfjarða, Sparisjóður
Húnaþings og Stranda, Sparisjóður
Ólafsvíkur og afgreiðsla Landsbankans
í Sandgerði. Búið er að samþykkja sam-
einingu við Sparisjóð Þórshafnar og
nágrennis en framkvæmdinni hefur verið
frestað. Kaupþing á hlut í Sparisjóðnum í
Keflavík)
sparisjóður Mýrasýslu
(Að mestu í eigu Kaupþings sem á 70%
stofnfjár, Borgarbyggð 20%, Straumborg
10%) (Innan SPM eru: Sparisjóður
Ólafsfjarðar, Sparisjóður Siglufjarðar, en
áður hafði Sparisjóður Skagfirðinga sam-
einast sjóðnum á Siglufirði.)
sparisjóður Vestmannaeyja
(Sparisjóður Hornafjarðar rann inn í hann)
sparisjóður Bolungarvíkur
sparisjóður svarfdæla
sparisjóður norðfjarðar
sparisjóður Þórshafnar og nágrennis
(að sameinast Sparisjóðnum í Keflavík)
sparisjóður s-Þingeyinga
sparisjóður Höfðhverfinga
sparisjóður strandamanna
sparisjóður Kaupþings hf.
Spron er hlutafélag. En Byr, Sparisjóður
Mýrasýslu, Sparisjóðurinn í Keflavík og
Sparisjóður Svarfdæla hafa ýmist sam-
þykkt að breyta sér í hlutafélög eða hyggja
á slíkt.
sparisjóðir á Íslandi Í septeMBer 2008
Alls eru nú starfandi 12 sjálfstæðir sparisjóðir í landinu. En tveir þeirra eru í eigu Kaupþings þannig
að í reynd má segja að aðeins 10 sjálfstæðir sparisjóðir séu starfandi. Lítum betur á flóruna: