Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2009, Page 16

Frjáls verslun - 01.09.2009, Page 16
Fyrst þetta... 16 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 0 9 Í tilefni 70 ára afmælis EJS í ár hefur verið komið upp sýningu í verslun fyrir- tækisins að Grensásvegi 10, Reykjavík, undir yfirskriftinni: EJS 70 ára. Þar má sjá skrif- stofuvélar allt frá árinu 1920 til dagsins í dag. Helgi Þór Guðmundsson, fyrrum eigandi og starfsmaður, á heiðurinn af sýningunni. Þann 11. september síð- astliðinn færði Helgi Þór EJS einnig að gjöf fyrstu verkbeiðni fyrirtækisins, en þá voru nákvæmlega 70 ár síðan fyrsta verkbeiðnin var skráð hjá fyrir- tækinu sem þá bar heitið Einar J. Skúlason í höfuðið á stofn- anda þess. Einar J. Skúlason fæddist 13. janúar 1918. Árið 1937 fór hann til Kaupmannahafnar til náms í viðgerðum á skrif- stofuvélum og síðar til Svíþjóðar á kynningu í viðgerðum á skot- vopnum. Árið 1939 sneri Einar aftur til Íslands og stofnaði fyrir- tæki í kjallara að Veltusundi 1 í Reykjavík. Á fimmta áratugnum flutti Einar fyrirtækið í Bröttugötu 3b og árið 1963 að Hverfisgötu 89. Árið 1986 flutti fyrirtækið í nýbyggingu á Grensásvegi 10 þar sem það er enn til húsa, auk þess að vera með starf- semi á Grensásvegi 8 og útibú á Tryggvabraut 10 á Akureyri. Starfsemi Einars J. Skúlasonar fólst framan af í viðgerðum á skrifstofutækjum, saumavélum og öðrum smærri tækjum. Eftir að hann flutti í Bröttugötu hóf hann sölu á skrif- stofuvélum, hinum svissnesku Precisa reiknivélum og Hermes ritvélum. Fljótlega bættust við fleiri vörumerki sem áttu eftir að fylgja fyrirtækinu um langa hríð. Árið 1956 hóf fyrirtækið að selja Triumph ritvélar, Sweda búðarkassa og Kienzle bók- haldsvélar. Árið 1984 gerði fyrirtækið samning við bankastofnanir um tölvuvæðingu afgreiðslustaða bankanna. Kerfið var mikið að umfangi, 130 miðlægar tölvur frá Kienzle, 500 vinnustöðvar fyrir gjaldkera og 600 afgreiðslu- skjáir fyrir gagnaskráningu og upplýsingagjöf. Þetta var eitt stærsta tölvukerfi á landinu, enda notað í bankaafgreiðslu um land allt. Árið 1986 hófst almenn sala á PC tölvum (einmenn- ingstölvum) frá Victor, fljótlega bættust AST tölvurnar í hópinn og árið 1998 fékk EJS umboðið fyrir tölvur frá DELL. Vinsældir DELL hafa aukist ár frá ári og traustið sem landsmenn bera til DELL endurspeglast í þeim fjölda fyrirtækja og einstaklinga sem nota DELL. Í dag er EJS í eigu Teymis. Starfsmenn EJS fagna 70 ára afmæli fyrirtækisins á þessu ári. EJS 70 ára Þann 1. október sl. sam- einaðist Formfast ehf. Prentsmiðjunni Odda. Formfast var stofnað árið 2006 og hefur sérhæft sig í formhönnun, framleiðslu á umbúðum úr kartoni og bylgjupappa. Fyrirtækið hefur meðal annars sérframleitt umbúðir í litlu upplagi og vöru- standa. Meðal viðskiptavina þess hafa verið hönnuðir, auglýsingastofur og ýmis fram- leiðslufyrirtæki. Með sam- einingu fyrirtækjanna bætist umbúðaráðgjöf er varðar form- hönnun við vöru- og þjónustuval Odda. Jón Ómar Erlingsson (til vinstri) býður Snorra Má Snorrason frá Formfast (til hægri) velkominn til starfa. Formfast sameinast Odda Við erum með Kaffitár á okkar könnu Kaffitár er ört vaxandi fyrirtæki sem þarf að samþætta innkaup sín hjá kaffibændum í Afríku og Suður Ameríku, framleiðsluna í Reykjanesbæ og rekstur átta kaffihúsa. Þess vegna á Kaffitár mikið undir því að tölvu- og upplýsingakerfi fyrirtækisins sé öruggt, hagkvæmt og þægilegt í notkun. Skyggnir sérhæfir sig í hönnun og rekstri tölvu- og samskiptalausna sem lækka kostnað og bæta eiginleika upplýsingakerfa. Við höfum á annað hundrað sérfræðinga á okkar snærum og þjónustumiðstöð sem opin er allan sólarhringinn. Eitt af fjölmörgum fyrirtækjum sem treysta Skyggni fyrir rekstri tölvukerfa sinna Urðarhvarf 6 203 Kópavogur Sími 516 1000 skyggnir.is Skyggnir sérhæfir sig í hönnun, uppsetningu og rekstri tölvu- og samskiptalausna. Fyrirtækið er hluti af Nýherjasamstæðunni. · Kerfisrekstur · Rekstur miðlægs búnaðar · Ruslpóstvarnir · Vírusvarnir · Öryggismál · Notendaaðstoð · Afritun · Gagnageymsla · Vefhýsing
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.