Frjáls verslun - 01.09.2009, Síða 20
KYNNING20 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 0 9
Iceland Travel er dótturfélag Icelandair Group og hefur á að skipa
um áttatíu starfsmönnum sem sérhæfðir eru í þjónustu við ýmsa
ólíka hópa. Hjá Iceland Travel ráðstefnur & fundir er fjölhæft starfs-
fólk sem hefur áratuga reynslu í skipulagi
funda og ráðstefna og hefur um árabil
skilað af sér metnaðarfullum verkefnum
fyrir innlenda og alþjóðlega viðburði.
Með tilkomu VITA Viðskiptalífs getur
Iceland Travel, fyrst fyrirtækja á Íslandi,
boðið upp á alhliða heildarlausn fyrir fyrir-
tæki hvort sem um er að ræða skipulagn-
ingu ferða, ráðstefna, funda eða viðburða á
Íslandi eða erlendis. Öll viðskipti á einum
stað ættu að gefa fyrirtækjum betri yfirsýn
yfir kostnað og utan umhald.
Hvort sem um er að ræða 10 manna
fund eða 1000 manna ráðstefnu leggur Iceland Travel áherslu á að
hver viðburður sé vel skipulagður frá byrjun til enda og að þau mark-
mið sem lagt var af stað með í byrjun náist. Þetta hefur verið gert með
frábærum árangri sem má sjá af þeim fjölda fastra viðskiptavina sem
koma aftur ár eftir ár.
Heildarlausn
Bára Jóhannsdóttir er deildarstjóri ráðstefnudeildar hjá Iceland Travel:
„Það sem við erum að gera nú með tilkomu VITA er að búa til heild-
arlausn. Iceland Travel hefur mikla reynslu
af ráðstefnuhaldi, við sjáum um alla þætti
sem viðkoma undirbúningi og skipulagi á
ráðstefnuhaldi og viðburðum, stórum og
smáum. Með þátttöku VITA getum við
nú boðið upp á flug til landsins hvaðan
sem ráðstefnugestirnir eru að koma. Nú
er þetta sem sagt allt á einni hendi, sem
er mikill kostur og gerir okkar vinnu
markvissari og fyrirtækið verður enn sam-
keppnisfærara á alþjóðlegum markaði.“
Soffía Helgadóttir, deildarstjóri hjá
VITA Viðskiptalífi, bætir við: „VITA
mun sjá um allt sem viðkemur ráðstefnum og viðburðum erlendis,
hvort sem það er flug
með fólk til landsins, ráð-
stefnusali eða viðburði og
erum við nú að fara í
Sérhæfð og
persónuleg þjónusta
við traust fyrirtæki
Iceland Travel ráðstefnudeild
er leiðandi í skipulagningu
ráðstefna, funda, viðburða og
sýninga á Íslandi og á að baki
margra ára reynslu í að aðstoða
viðskiptavini í undirbúningi
smærri sem stærri viðburða.