Frjáls verslun - 01.09.2009, Síða 22
22 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 0 9
„Að stærsta hugbúnaðarfyrirtæki í heimi
komi hingað til Íslands þegar það vill efla
hugbúnaðarlausnir sínar, sýnir að við erum
fyllilega samkeppnishæf á alþjóðavett-
vangi. Hugvitið er ein mikilvægasta auðlind
Íslendinga þegar horft er til framtíðar og við
vonum að þessi viðskipti okkar og Microsoft
verði hvatning fyrir alla sem starfa í upp-
lýsingatækni á Íslandi,“ segir Gunnar Björn
Gunnarsson, framkvæmdastjóri hugbúnaðar-
fyrirtækisins LS Retail.
Nýlega var tilkynnt að Microsoft hefði
keypt hugbúnaðarlausnina LS Retail Ax,
sem LS Retail hefur þróað. Microsoft
fær eignarrétt á lausninni og mun bæta
henni við viðskiptahugbúnaðinn Microsoft
Dynamics Ax. Þetta er ein verðmætasta
hugbúnaðarsala í sögu Íslands.
Það kemur ekki á óvart að Microsoft hafi
leitað til LS Retail þegar tölvurisinn vildi
efla Dynamics Ax. Þróun og sala LS Retail-
hugbúnaðarins hefur verið samfelld í nær
tvo áratugi og á þeim tíma hefur náðst yfir-
burða markaðshlutdeild á smásölulausnum
sem byggja á Microsoft Dynamics á heims-
vísu. Lausnir LS Retail eru notaðar hjá yfir
1.400 fyrirtækjum, í 26.000 verslunum og
á 53.000 afgreiðslukössum um allan heim.
LS Retail hefur að auki fengið inngöngu
í „Inner circle“ hóp Microsoft, en þangað
komast einungis 1% af verðmætustu sam-
starfsaðilum fyrirtækisins.
„LS Retail Ax er ein þriggja meginlausna
sem við höfum þróað, en hinar eru LS Retail
NAV og LS POS .NET. LS Retail mun eftir
sem áður eiga og selja síðarnefndu lausn-
irnar tvær auk þess að halda áfram að
vinna í sérútfærslum fyrir Ax lausnina sem
seld var til Microsoft, bjóða þjónustu tengda
henni og veita fræðslu fyrir markaðinn,“
segir Gunnar Björn. „Þessi sala opnar því
ýmsar dyr og eflir stöðu fyrirtækisins á
alþjóðavettvangi.“
Microsoft kaupir íslenska
hugbúnaðarlausn af LS retail
Hvatning fyrir alla sem starfa í hugbúnaðarþróun,
segir Gunnar Björn Gunnarsson, framkvæmdastjóri LS Retail
Húsgögn
plús hugvit
Verið velkomin í sýningarsal okkar í Hallarmúla 4 og Hafnarstræti 93 á Akureyri.
Fáðu nánari upplýsingar og ráðgjöf í síma 540 2000 eða sendu fyrirspurn á netfangið husgogn@penninn.is
FANSA Plús er nýja línan í íslensku FANSA-skrifstofuhúsgögnunum
Mikil áhersla er lögð á að allar einingar falli vel saman og þannig eru möguleikar á
uppröðun ótalmargir og alltaf smekklegir, hvort sem skrif stofuhúsnæðið er lítið eða
stórt. Húsgögnin eru hönnuð af Valdimari Harðarsyni arkitekt.
Sérstakur kynningarafsláttur af nýju FANSA Plús línunni gildir til 30. nóvember.
www.penninn.is
Gunnar Björn Gunnarsson, framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins LS Retail.
Sveinn Áki Lúðvíksson, sölustjóri LS Retail.