Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2009, Síða 36

Frjáls verslun - 01.09.2009, Síða 36
KYNNING36 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 0 9 H undrað ár eru liðin frá því að fyrsti Michelsen úrsmið- urinn, J. Frank Michelsen, stofnaði fyrirtæki með úr og skartgripi á Sauðárkróki. Michelsen hafði verið í föruneyti Friðriks VIII konungs Danmerkur sem kom í opinbera heimsókn 1907 og ílenst hér á landi. Einn sona hans, Franch Michelsen úrsmíðameistari, lærði úrsmíði hjá föður sínum og fór að því búnu til frekara náms til Danmerkur árið 1937. Að námi loknu starfaði hann hjá Carli Jonsén, konunglegum hirðúrsmið í Kaupmanna- höfn. Er Þjóðverjar hertóku Danmörku 1940 hélt hann heim til Íslands og árið 1943 opnaði hann verslun í Reykjavík, samhliða úrsmíðastofunni á Sauðárkróki. Verslanirnar sameinuðust árið 1946 er J. Frank fluttist til Reykjavíkur. Störfuðu Michelsen-feðgarnir saman þar til J. Frank féll frá árið 1954. Þriðji ættliðurinn, Frank Ú. Michelsen úrsmíðameistari, hóf nám hjá föður sínum og lauk námi hjá WOSTEP í Sviss árið 1978, fyrstur Íslendinga. Að námi loknu sneri hann heim og starfaði við hlið föður síns og keypti fjölskyldufyrirtækið á 90 ára afmæli þess, árið 1999. Fjórði ættliðurinn, Róbert F. Michelsen, útskrifaðist í maí eftir strangt tveggja ára úrsmíðanám hjá WOSTEP í Sviss með hæstu einkunn, efstur í skólanum. Róbert gat sýnt afa sínum lokaverkefni sitt áður en hann lést í hárri elli, 95 ára gamall í júní sl. Verslunin breytir um nafn Alla tíð hefur aðaláhersla og metnaður Michelsen úrsmiðanna verið framsækni og vönduð vinnubrögð sem skilar sér í því góða orðspori sem af þeim fer. Þeir eru virtir fyrir fagmennsku í verslun sinni, sem og á úrsmíða- vinnustofunni. Verslunin er til húsa að Laugavegi 15. Þegar blaðamann bar að garði eru feðgarnir Frank og Róbert við morgunstörf í versluninni og Frank sýnir blaðamanni nokkur Rolex-úr sem eru stolt fyrirtækisins en Michelsen er einkaumboðsaðili hér á landi fyrir Rolex-úr sem eru í hágæðaflokki og fer þar saman meistarasmíð og glæsileg hönnun. Ekki er hægt að reka verslun hér á landi sem eingöngu selur Rolex, til þess er þjóðin of lítil og því býður verslunin upp á fleiri gerðir úra í öllum verðflokkum. Þá býður verslunin einnig gott úrval af skartgripum úr gulli og silfri. Þær breytingar urðu á rekstrinum á þessu ári að nafni verslunarinnar var breytt úr Franch Michelsen í Michelsen úrsmiðir og segir Frank að ástæða nafnbreyting- arinnar sé sú að þeir telji Michelsen eitt og sér sterkara markaðsnafn, bæði erlendis og hérlendis: „Nafnið hefur þróast á erlendri grundu sem Michelsen watchmakers og það er ein af ástæðum þess að áhersla verður lögð á Michelsen-nafnið. Stór hluti viðskiptavina Franch Michelsen á Íslandi eru erlendir ferðamenn og í alþjóðlegu við- skiptasamfélagi er nauðsynlegt að vera með gott og sterkt nafn sem lifir í minningu fólks.“ Michelsen úr Eins og ávallt á stórafmælum er gert eitthvað til hátíða- brigða og Michelsen-feðgarnir eru engir eftirbátar í þeim efnum því nú er verið að setja á markaðinn Mic- helsen-úr. Róbert segir að í raun sé verið að endurvekja eldri framleiðslu en Michelsen-úrin voru smíðuð á Sauðárkróki á fyrstu áratugum síðustu aldar. Von er á fyrstu úrunum í nóvember. „Úrin eru framleidd í Sviss. Við stjórnum framleiðslunni og hönnunin, sem gerð er í samvinnu við framleiðandann, er eftir okkar hugmyndum. Úrin eru mekanísk og eru smíðuð af mjög áreiðanlegum og traustum framleiðanda. Um er að ræða klassískt hágæða stálúr með fallegri tvískiptri skífu, munsturskorin í miðju en utan við er hún slétt með rómverskum tölustöfum, kvenúr og herraúr.“ Fagmennska og gæði í hundrað ár Rolex-úrin eru flaggskip Michelsen-úrsmiða og eru þeir umboðsaðili Rolex á Íslandi. Alla tíð hefur aðaláhersla og metnaður Michelsen-úrsmiðanna verið framsækni og vönduð vinnubrögð sem skilar sér í góðu orðspori þeirra. Þeir eru virtir fyrir fagmennsku í verslun sinni, sem og á úrsmíðavinnustofunni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.