Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2009, Síða 43

Frjáls verslun - 01.09.2009, Síða 43
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 0 9 43 setið fyrir svörum 1. Hver hafa viðbrögð þíns fyrirtækis verið eftir bankahrunið? Hafi komið til niðurskurðar, hversu hratt fór þá fyrir- tæki þitt í hann og hver voru fyrstu þrjú, stóru skrefin í niðurskurðinum? Hrun íslenska gjaldmiðilsins eftir fall bank- anna fyrir ári hafði slæm áhrif á efnahag Parlogis eins og annarra fyrirtækja sem flytja inn vörur og greiða í erlendri mynt. Við sáum fram á að þurfa að skera verulega niður kostnað fyrirtækisins og fórum strax í aðgerðir á ýmsum sviðum. Við fækkuðum starfsmönnum, úthýstum hluta af þeirri þjón- ustu sem við höfðum sjálf sinnt áður og lögðum áherslu á að minnka birgðir. 2. Heyrir þú á meðal forstjóra að fyr- irtæki kvarti almennt undan viðmóti bankanna? Og yfir hverju er helst kvartað? Samskipti stjórnenda fyrirtækja við banka- menn eru sjálfsagt með misjöfnum hætti. Ég held hins vegar að viðmót bankamanna einkennist fyrst og fremst af varkárni og því umhverfi sem þeim hefur verið búið frá hruninu. Fyrir haustið 2008 voru ákvarðanir teknar hratt og einkenndust af bjartsýni og trú á eilífa hagsæld eins og við þekkjum. Undanfarið hafa samskipti við banka hins vegar einkennst frekar af ákvarðana- og aðgerðarfælni, trúlega vegna þess að stefna nýrra eigenda bankanna hefur verið óskýr. Vonandi erum við hins vegar nú að sigla inn í faglegra umhverfi þar sem ákvarðanir eru ígrundaðar og gegnsæjar og heiðarleiki og traust ríkir í samskiptum manna. Ég vona það allavega. 3. Hafa komið fram aðgerðir af hálfu ríkisstjórnar og bankakerfis sem gefa þínu fyrirtæki eðlilegan rekstrargrunn? Parlogis hefur, frá því í september á þessu ári, verið í eigu NBI. Það má vissulega kalla það aðgerðir af hálfu bankakerfisins að yfir- taka félagið. Þessi aðgerð var að sjálfsögðu sársaukafull fyrri eigendum, sem töpuðu öllu hlutafé sínu, en hún var hins vegar nauðsynleg fyrir fyrirtækið og skapar okkur aðstæður til að einbeita okkur að því sem við gerum best, sem er vörustjórnun í heil- brigðisgeiranum. 4. Voru fyrstu sex mánuðir þessa árs betri eða verri en þú áttir von á? Heldur þú að árið 2010 verði betra eða verra en 2009? Afkoma af daglegum rekstri fyrstu sex mán- uði þessa árs er umfram áætlanir en geng- isþróunin hafði hins vegar neikvæð áhrif á fjármagnsliði og skuldastöðu annað árið í röð. Ég held að árið 2010 verði erfitt ár fyrir flest fyrirtæki og væntanlega mun eftirspurn enn minnka í flestum greinum atvinnulífsins. Það sem skiptir Parlogis hins vegar mestu máli er stöðugt gengi og traust fjárhags- staða og í ljósi þess verður árið 2010 vænt- anlega betra fyrir okkur en það ár sem nú er að líða. 5. Finnur fyrirtæki þitt fyrir andúð og vantrausti á meðal erlendra viðskipta- vina og birgja? Nei alls ekki, við höfum lagt mikið á okkur við að kynna það sem hefur verið að gerast í íslensku umhverfi og mætum alls staðar skilningi og trausti hjá viðskiptavinum okkar erlendis. 6. Ertu fylgjandi algjöru gagnsæi í íslensku viðskiptalífi? Að eignarhald fyrirtækja sé öllum ljóst, sem og upp- lýsingar úr rekstri? Já, ég tel það afar mikilvægt fyrir starfs- menn og viðskiptavini að ljóst sé hverjir eigi fyrirtækin. Varðandi upplýsingar úr rekstri þá er tiltölulega auðvelt að fá aðgang að rekstrarlegum upplýsingum fyrirtækja þar sem þeim er skylt skv. lögum að skila inn ársreikningi sínum. Þessum reglum ætti hins vegar að fylgja betur eftir þar sem mörg fyrirtæki komast upp með að skila seint og jafnvel ekki inn ársreikningi. 7. Hvaða heilræði viltu gefa stjórn- völdum, núna þegar eitt ár er liðið frá bankahruninu? Hefjum endurreisnarstarfið ótrauð og horfum fram á við. Við skulum gera allt sem í okkar valdi stendur til að efla íslenskt atvinnulíf og gera umhverfi þess sterkara og heilbrigðara, en láta þeim það eftir sem til þess hafa verið ráðnir að horfa í baksýnisspegilinn. guðný rósa þorvarðardóttir, forstjóri Parlogis Guðný Rósa Þorvarðardóttir, forstjóri Parlogis. mætum alls staðar skilningi erlendis „Ég held hins vegar að viðmót bankamanna einkennist fyrst og fremst af varkárni og því umhverfi sem þeim hefur verið búið frá hruninu.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.