Frjáls verslun - 01.09.2009, Qupperneq 118
118 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 0 9
B æ K u R
Nýsköpun hefur verið tískuorð und-anfarin ár og fyrirtæki keppst við að finna nýjar leiðir til að fara
fram úr væntingum viðskiptavina. Hug-
myndir koma upp og annaðhvort ná þær
flugi innan fyrirtækisins eða ekki. Hvað
er það sem gerir að verkum að sumar
hugmyndir fá fylgi en aðrar ekki?
Í bókinni Made to Stick, Why some
Ideas Survive and Others Die, fjalla bræð-
urnir Chip og Dan Heath um einkenni
hugmynda sem fá fylgi og hvað við
getum gert til að ná betri árangri í að
selja hugmyndir okkar. Það er langt frá
því nóg að fá góða hugmynd, við verðum
að geta pakkað henni inn svo hún höfði
til annarra og auðveldi okkur að stýra
breytingunni sem hugmyndin felur í sér.
Fyrir hverja
Eins og segir á bókakápu þurfum við öll,
einhvern tíma og með einhverjum hætti
að koma frá okkur hugmyndum eða selja
hugmyndir, sama í hvaða starfi við erum.
Hvort sem hugmyndin nær til nýrra
vörutegunda, leiða til að reka fyrirtækið
eða hvar á að halda árshátíðina þetta árið.
Ef við þurfum að hafa áhrif á viðhorf og
skoðanir annarra til að selja okkar hug-
mynd stöndum við frammi fyrir áskorun.
Með því að setja hugmyndina illa fram
getum við takmarkað möguleika hennar
á að ná flugi. Bókin er fyrir alla sem vilja
vera meira sannfærandi, fá fólk í lið með
sér, spara tíma og ná meiri árangri, sama
hvort um er að ræða forstjóra fyrirtækis
eða almenna starfsmenn.
um bókina
Bókin kom út 2007 og hefur síðan verið
reglulegur gestur á metsölulistum tíma-
rita eins og Businessweek og dagblaða
eins og New York Times. Stóran hluta af
vinsældum hennar má þakka því að hún
er sett fram með nákvæmlega sama hætti
og höfundar kenna lesendum að setja
hugmyndir sínar fram. Hún er einföld.
Hún er óvænt og áberandi, kápa bók-
arinnar er skær-appelsínugul og sker sig
þannig úr. Hún er skýr, sem hjálpar fólki
að skilja og muna. Bókin er fyndin, tekin
eru dæmi sem lesandinn kannast við og
skilur. Hún er trúverðug, allt sem bræð-
urnir setja fram skýra þeir með dæmum
Á METSÖLuLISTA
Í 23 MÁNuÐI
Unnur Valborg Hilmarsdóttir fjallar um bók-
ina Made to Stick, Why some Ideas Survive and
Others Die.
TExTI: unnur valborg hilmarsdóttir
Í bókinni Made to Stick, Why some Ideas Survive and Others Die, fjalla bræðurnir Chip
og Dan Heath um einkenni hugmynda sem fá fylgi og hvað við getum gert til að ná betri
árangri í að selja hugmyndir okkar. Það er langt frá því nóg að fá góða hugmynd, við
verðum að geta pakkað henni inn. Bókin hefur verið á metsölulista í 23 mánuði samfellt.
M
y
n
d
:
G
a
s
s
i.
Bókin Made to Stick, Why some Ideas Survive and Others Die: