Frjáls verslun - 01.09.2009, Page 127
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 0 9 127
Íslenska gámafélagið var stofnað sem sorpeyðingarfyrirtæki og starfaði á höfuðborgarsvæðinu. Þótt áætlanir hafi alltaf verið
stórtækar hefur vöxturinn verið meiri en gert var ráð fyrir, að sögn
Jóns Þóris Frantzsonar forstjóra. Félagið er ekki lengur bara sorp-
eyðingarfyrirtæki. Það hefur bætt við sig í kjölfar kaupa og samruna
við önnur fyrirtæki greinum eins og götusópun, leigu, bifreiðum,
tækjum, hafnargerð, grasslætti, jarðvinnslu og inn-og útflutningi.
Jón Þórir er einn fimm eigenda Íslenska gámafélagsins og
vinna fjórir þeirra í fyrirtækinu. Ákvarðanataka er því einföld og
þægileg. Á ráðstefnu
Stjórnvísi sagðist hann,
eins og Hermann
Guðmundsson hjá
N1, hafa forðast
skólagöngu nokkuð vel
og því væru ekki farnar
hefðbundnar leiðir í
stjórnum og menn
væru nokkuð sveigj-
anlegir.
Vöxtur ÍG hafði kostað
mikið fé sem var að
miklu leyti lánsfé í erlendum gjaldeyri enda ekki annað í boði.
„Þegar bankahrunið kemur upp erum við mjög skuldsett fyrirtæki
en samt á þann hátt að við erum búnir að vera að kaupa fyrirtæki
uppgjör.“ Mældar eru sölubreytingar og allir helstu þættir
og auk þess er sjóðstreymið mælt daglega. Þetta hefur
skipt sköpum. Útlánin hjá N1 eru mjög stór þáttur og
fyrirtækið á um sex milljarða útistandandi. Að sjálfsögðu
verður að vakta það sem aldrei fyrr. Í því eru ákveðnir
starfsmenn en ekki til þess að herða innheimtuna heldur
til að bæta vinnubrögðin. Langmest af viðskiptavinunum
eru viðskiptavinir til ára og áratuga og menn hafa ákveðið
að standa við bakið á þeim á meðan stætt er. Markmiðið
er ekki að fá alla peningana í hús og skella svo í lás heldur
að reyna að vinna að því að íslenskt atvinnulíf geti komist
í gegnum þessa erfiðleika því að þeir eru tímabundnir, að
mati Hermanns.
Hermann sagði frá því að meiri tíma hefði verið eytt í að
tala við starfsfólk fyrirtækisins en áður hefði verið gert. Það
þurfti á því að halda, enda menn misjafnlega vel staddir
og sumir kvíðnir. Haldnir hafa verið starfsmannafundir,
opnir fundir og fræðslufundir um fjármálakreppuna. Fram-
kvæmdastjórarnir hafa talað við hvern og einn starfsmann
um það hvernig honum líði og hvort hann sé að glíma
við erfið vandamál. Sumum hefur jafnvel verið veitt fyr-
irgreiðsla tímabundið í gegnum launakerfið. „Það er partur
af þeirri hugmyndafræði sem forstjórinn vill að fyrirtækið
standi að, að standa með fólkinu og fólkið með fyrirtækinu
þegar erfiðleikar steðja að. Þetta þarf að vera á báða vegu.“
Þá hefur N1 viljað láta eitthvað gott af sér leiða og staðið
fyrir hugmyndaráðstefnu í Borgarleikhúsinu og einnig að
hugmyndasamkeppni um viðskiptaáætlanir.
Sjálfur sagði Hermann að hann hefði breytt vinnutíma
sínum úr 240 í 260-280 stundir á mánuði. Ekkert sé óeðli-
legt við það. Nú hafi hann eytt 10 tímum á viku í að mæta
á fundi til dæmis með grasrótarhópum og ýmsum öðrum
til þess að geta betur áttað sig á því hvað fólk væri að hugsa.
Loks sagðist hann hafa skrifað pistla á pressan.is en það
væri nokkuð sem hann hefði aldrei reiknað með að gera.
Við þeim hefði hann fengið mikil og sterk viðbrögð.
Að hugsa með hjartanu
„Ég hef predikað fyrir mínum stjórnendum að hugsa meira
með hjartanu og minna með höfðinu. Við þurfum öll á
því að halda að taka ákvarðanir sem okkur líður vel með en
ekki vegna þess að þær séu nákvæmlega arðbærustu ákvarð-
anirnar sem við erum að taka. Ef við ætlum bara að taka
ákvarðanirnar með höfðinu munum við örugglega valda
miklu tjóni, sárum og reiði í samskiptum okkar við starfs-
fólk og viðskiptavini. Stundum eigum við að gera það sem
„feels right“ eins og þeir segja í Ameríku.“
Hermann sagðist trúa því að björt framtíð væri á Íslandi
og ennfremur að við þyrftum að verja þá sem ekki geta
varið sig sjálfir. Við værum með fullt af tækifærum í hönd-
unum sem við gætum byggt á og þyrftum ekki ofboðslega
mikið til að láta okkur líða vel.
mikill vöxtur
Íslenska gámafélagið er 10 ára.
Vöxtur þess hefur verið hraður og
mikill; það byrjaði með tvo starfs-
menn en nú eru þeir 220. Í upphafi
var aðeins einn bíll í fyrirtækinu en
þeir eru nú á þriðja hundrað. Veltan
fyrsta árið var 10 milljónir en er nú
2,6-2,7 milljarðar.
Úr ruslfyrirtæki
í flott fyrirtæki
Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins.
Jón Þórir Frantzson, forstjóri
Íslenska gámafélagsins