Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2009, Page 130

Frjáls verslun - 01.09.2009, Page 130
130 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 0 9 jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsar versl-unar, varpaði fram spurningunni: Hver stjórnar fyrirtækjum í kreppu? Hann sagði að til væri gamall frasi í stjórnun um að í kreppu stjórni fjármálastjórinn en í upp- sveiflu sé það markaðsstjórinn. Hann bað síðan gesti um að velta þess- ari spurningu fyrir sér: Er það kvíðinn sem er hinn raunverulegi stjórnandi? Eru íslenskir stjórnendur með hnút í maganum þegar þeir mæta til vinnu á morgnana? Eru þeir svartsýnir og kvíðnir þannig að hugsanlega er hægt að ræða um kvíða- stjórnun? Fram kom hjá Jóni að fleiri koma að stjórnun fyrir- tækja í kreppu en í fyrstu mætti ætla. „Auðvitað telja flestir að eigendurnir og forstjórarnir stjórni fyrir- tækjunum – og þeir gera það auðvitað. En bankarnir með sína háu vexti eru miklir áhrifavaldar á reksturinn. Svo ekki sé talað um bankana ef þeir eru óþolin- móðir kröfuhafar. Birgjarnir eru ef til vill með hótun um að skrúfa fyrir hráefnissölu. Eigendur húsnæðisins vilja leiguna greidda. Launaþegasamtök vilja launahækkanir og hækka verðið á vinnuaflinu. Stjórnvöld eign- ast banka sem taka fyrirtæki upp í skuld og keppa svo við önnur fyrirtæki. Ríkisstjórnin hækkar skattana og stýrir kaupmætti ráð- stöfunartekna sem aftur kemur fram í minni kaupgleði. Starfsfólkið vill líka stjórna og vill réttar upplýsingar. Það koma margir að stjórnuninni og hafa áhrif á reksturinn og afkomuna,“ sagði Jón. Jón fór síðan yfir þann mikla mun sem er á rekstrarumhverfi í kreppu eða þenslu. „Kreppan hefur birst okkur á marga vegu. Hlutabréfaeign í Kauphöllinni minnkaði um 90%, það er 10% atvinnu- leysi, ríkið hækar skatta og sker niður, einmitt þegar það ætti að bæta í. Það er bankakreppa og gjaldeyriskreppa, háir vextir, fyrirtæki og heimili eru skuldug.“ Þetta lítur ekki vel út, sagði Jón. „En 10% atvinnuleysi merkir 90% vinnu. Innviðir í íslensku samfélagi eru í lagi. Við eigum náttúruauðlindir, orku, fengsæl fiskimið, menntað fólk, fallegt land, ágæta vegi og fínan húsakost. Erum við kannski að fást við kreppu hugarfarsins?“ Jón bað stjórnendur að ýta frá sér kvíð- anum og einbeita sér að mörgum litlum sigrum til að hvetja alla til dáða og koma fyrirtækjum á skrið. „Fagnið óvissunni,“ sagði Jón. „Aukið samskiptin við banka, stórfsfólk, birgja, viðskiptavini, fjárfesta. Það vilja allir heyra sannleikann; enga lygi, þvælu eða smjaður. Þannig vinnst traust. Endurmetið viðskiptavinina, lítið eftir kaup- tækifærum á fyrirtækjum á ykkar sviði og byggið upp.“ Hver stjórnar þegar upp er staðið? „Ég segi þetta: Burt með kvíðann. Það er undir ykkur komið þegar kemur að starfsfólki, vörunni og viðskiptavininum. Látið ekki ytri óvissu trufla ykkur of mikið. Hver stjórnar? Þið hafið þetta í ykkar hendi,“ sagði Jón G. Hauksson. „Til er gamall frasi í stjórnun sem segir að í kreppu stjórni fjármála- stjórinn en í uppsveiflu markaðsstjórinn. “ Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar. Hver stjórnar í kreppu? Kvíðinn!? Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.