Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2009, Síða 134

Frjáls verslun - 01.09.2009, Síða 134
134 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 0 9 N æ R M Y N d A F K R I S T Í N u I N G ó L F S d ó T T u R lyfjafræði við Háskóla Íslands. Ég kynntist manninum mínum, Einari Sigurðssyni, á meðan ég var við nám í háskólanum þar sem leiðir okkar lágu saman í efnafræðitímum og í gegnum sameiginlega vini. Einar var að læra líffræði á þeim tíma en söðlaði um og fór í fjölmiðla- og stjórnmálafræði í London. Lyfjafræði var þriggja ára nám á þeim tíma og eftir að ég útskrifaðist vann ég á rann- sóknarstofu í lyfjafræði við HÍ en fór svo til London með Einari. Ég starfaði til að byrja með á spítalaapóteki en fór síðan í dokt- orsnám við King´s College við University of London. Ég lauk doktorsnáminu á þremur árum með lyfjaefnafræði náttúruefna sem sérfag. Þessi grein fjallar um efnafræði og lífvirkni lyfja sem eiga uppruna sinn að rekja til náttúrunnar, en af lyfjum sem fólk fær ávísað frá lækni í dag eiga um 30% uppruna sinn að rekja til náttúrunnar. Auk þess eru mörg tæknileg hjálparefni sem notuð eru við lyfjaframleiðslu unnin úr náttúrunni.“ Kristín og Einar eiga tvær dætur, Hildi sem er fædd 1982 og Sólveigu Ástu sem er fædd 1994. Rannsóknir á efnum úr fléttum Kristín og Einar flytja heim 1982, sama ár og þeim fæðist fyrri dóttirin. „Ég fór fljótlega að vinna við kennslu og rannsóknir hjá Háskóla Íslands og ég hef unnið mestan minn starfs- feril þar. Um svipað leyti og ég hóf kennslu var í undirbúningi að lengja lyfjafræðinámið úr þremur árum í fimm og á sama tíma var ég ritstjóri Tímarits um lyfjafræði, sem var afskaplega skemmtilegt, auk þess sem ég tók þátt í starfi Lyfjafræðingafélags Íslands. Síðan vann ég að rannsóknum sem miðuðu jónína Leósdóttir, æskuvinkona Jónína segir að þær Kristín hafi kynnst á unglingsárunum þegar Kristín fluttist aftur til Íslands eftir margra ára búsetu í Bandaríkjunum. „Við bjuggum við götur sem lágu hlið við hlið og vorum í sama árgangi í Hagaskóla en kynntumst í gegnum sameiginlega vinkonu. Vinátta okkar spannar nú fjóra áratugi og er eitt af því sem ég er þakklátust fyrir í lífinu. Fátt er dýrmætara en tengsl sem eiga svo djúpar rætur – sérstaklega þegar í hlut á traust og vönduð manneskja eins og Kristín sem þar að auki hefur yndislegan húmor. Kristín er ótal mörgum kostum búin. Það er ekki nóg með að hún sé skarpgreind og fljót að setja sig inn í ólíkustu málefni heldur er hún einnig hlý, einlæg og ræktarsöm. Hún var frábær námsmanneskja og ég dáðist að því að hún átti jafnauðvelt með að læra tungumál og raungreinar. Mér hefur eiginlega alltaf fundist hún geta allt. Oft hefur mig því langað að ná með tærnar þangað sem hún hefur haft hælana, með einni undantekningu þó. Það var þegar við vorum í MR og hún byrjaði að stunda gömlu dansana hjá Þjóðdansafélaginu. Slík tómstundaiðja var ekki beinlínis í takt við tíðarandann á árunum upp úr 1970 svo Kristínu tókst aðeins einu sinni að draga mig með sér. En hún hélt sínu striki. Við erum í saumaklúbbi með vinkonunni sem kynnti okkur forðum daga og tveimur öðrum sem bættust í hópinn í byrjun mennta- skóla. Núorðið fer að vísu lítið fyrir hannyrðunum en við reynum að hittast í hverjum mánuði og fyrir nokkrum árum fórum við saman til Skotlands. Þá var hlegið svo mikið og innilega að ég er viss um að það heyrðist alla leið til Íslands. Við Kristín tilheyrum einnig öðrum kvennahópi sem hittist mánaðarlega en í honum eru konur sem bundust vináttuböndum í London í lok áttunda áratugarins. Þótt Kristín gegni erilsömu og krefjandi starfi gefur hún sér því tíma til að rækta vináttuna og það er okkur vinkonum hennar ómetanlegt.“ ólafur Ingi ólafsson, vinur „Ég kynntist Kristínu fyrir 20 árum þegar við Einar eiginmaður hennar hófum að vinna að verk- efnum saman, hann sem starfsmaður Flugleiða en ég hjá Íslensku auglýsingastofunni. Sá kunn- ingsskapur hefur síðan þróast í góða og trausta vináttu. Kristín er einstaklega fáguð og vönduð í allri framgöngu og lítillæti og hógværð eru henni eðlislægir kostir. Hún er góður hlustandi og setur mál sitt fram með skýrum, rökföstum og skilj- anlegum hætti. Þess vegna er hún eins við alla og á jafnauðvelt með samskipti við sveitungana í Þverárhlíðinni og fólk með heimilisfestu í Kreml eða Hvíta húsinu. Ég veit ekki til og get raunar ekki ímyndað mér að Kristín eigi sér óvini. Þar með er ekki sagt að hún sé ekki skoðanaföst og láti ekki sverfa til stáls. Það gerir hún hinsvegar með rökum og skýrri sýn á hvað hún ætlar sér og ber virðingu fyrir skoðunum annarra, líka þótt þær fari ekki saman við hennar. Þegar Kristín ákvað að bjóða sig fram til rektors Háskóla Íslands gerði ég mér í fyrsta skipti glögga grein fyrir því afburðastarfi sem hún hefur unnið á sínu fræðasviði. Þannig fyllir hún flokk margra annarra við Háskólann sem vinna frábær vísinda-, kennslu- og rannsóknarstörf án þess að láta mikið á sér bera. Eina sögu hef ég heyrt af Kristínu sem lýsir henni vel, en þess ber S AG T U M K R IS TÍ N U IN G Ó LF S D Ó TT U R Nafn: Kristín Ingólfsdóttir. Fædd: 14. febrúar 1954. Maki: Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar. Börn: Hildur, fædd 1982, og Sólveig Ásta, fædd 1994. Starf: Rektor Háskóla Íslands.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.