Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2009, Side 135

Frjáls verslun - 01.09.2009, Side 135
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 0 9 135 N æ R M Y N d A F K R I S T Í N u I N G ó L F S d ó T T u R að því skoða efni í íslenskri náttúru sem hafa áhugaverða lyfjavirkni. Þetta voru aðallega efni úr íslenskum fléttum og sjávarlífverum sem hafa áhrif á krabbameinsfrumur, bólgu, veirur og bakteríur. Eftir því sem árin liðu urðu rannsóknirnar umfangsmeiri og sam- starf við innlenda og erlenda aðila jókst. Ég tók einnig þátt í ýmsum stjórnunarstörfum innan háskólans, sat í Lyfjanefnd ríkisins, stjórn RANNÍS, stjórn Nordisk Forskerut- dannings Akademi og tók þátt í starfi evr- ópsku lyfjamálastofnunarinnar (EMEA). Smám saman fjölgaði stjórnunarstörfunum og þar sem ég hafði áhuga á að starfa í þágu háskólans í heild ákvað ég að bjóða mig fram sem rektor,“ segir Kristín. Kosin rektor 2005 Árið 2005 er Kristín kosin rektor Háskóla Íslands til fimm ára og rennur kjörtímabil hennar því út á næsta ári. „Fljótlega eftir að ég varð rektor settum við í gang umfangs- mikla stefnumótunarvinnu sem öllu starfs- fólki og nemendum skólans bauðst að taka þátt í. Auk þess sem við leituðum eftir áliti úti í samfélaginu og til erlendra samstarfs- félaga. Niðurstaða stefnumótunarinnar var að bæta starf skólans til muna, með það að langtímamarkmiði að koma Háskóla Íslands í hóp með hundrað bestu háskólum í heim. Fyrsta skref í þeirri vegferð var að setja árangursmiðaða stefnu til fimm ára. Við mælum árangur með sömu mælikvörðum og erlendir háskólar, en til viðbótar notum við mælikvarða til að meta framlag til íslensks samfélags. Mælingarnar staðfesta með áþreif- anlegum hætti að það miðar vel og hingað til höfum við náð öllum áfangamarkmiðum okkar. Mörgum þótti langtímamarkmiðið mjög djarft á sínum tíma. Hugsunin sem að baki býr er að Háskólinn hafi skyldur við sam- félagið, að þekkingarleit hans m.a. grund- vallist framtíðarvelferð þjóðarinnar. Þjóðin treystir skólanum fyrir miklum fjármunum til þessa verks og því verður skólinn að setja markið hátt. Við skoðuðum starf margra háskóla sem þykja skara fram úr, m.a. starf að geta að hún er ekki kylfingur – ennþá. Hún var á göngu við golf- völlinn á Nesinu þegar golfbolti lenti í háu grasi skammt frá henni. Hún sá fólk í nokkurri fjarlægð og áætlaði að þaðan hefði boltinn komið. Af inngróinni hjálpsemi ákvað hún – þar sem fólkið myndi áreiðanlega eiga erfitt með að finna boltann – að taka hann upp og ganga síðan rösklega með hann í átt til kylfinganna. Hún skildi ekkert í handapati, hrópum og miður vinsamlegum köllum sem bárust á móti henni og var gráti nær þegar hún gerði sér grein fyrir að hjálpsemi hennar var algjörlega misskilin í golfheimum. Við erum heppin þjóð Íslendingar að hafa Kristínu einmitt þar sem hún er núna, en getum líka í framtíðinni treyst henni fyrir hvaða hlutverki sem er.“ Hildur Einarsdóttir, dóttir Kristínar „Mamma er vinnuþjarkur. Hún virðist vera óþreytandi og vinnan tekur flestar hennar vökustundir. Oft er þá lítill tími aflögu til annarra verka en mamma hefur einstakan hæfileika sem felst í því að nýta hverja mín- útu til að gera eitthvað þarflegt. Yfirleitt finnur hún þessar aukamínútur á furðulegum tímum. Það kætir mig alltaf jafnmikið þegar fjölskyldan er á leið úr húsi og allir komnir í yfirhafnir og skó og við það að labba út úr dyr- unum. Þá stekkur mamma til og þarf nauðsynlega „rétt að pússa glerborðin“ á heimilinu. Svo þeytist hún um með tuskuna á lofti; pússar á ljóshraða, vökvar blóm og þvær einn glugga eða svo. Mamma er mjög nákvæm í því sem hún tekur sér fyrir hendur og vill gera hlutina rétt. Hún fylgir öllum fyrirmælum til hins ýtrasta og er sennilega ein af fáum sem les leiðarvísa fyrir rafmagns- tæki spjaldanna á milli til að vera alveg handviss um að hún skemmi nú örugglega ekki neitt. Þegar viðvaranir fóru að berast frá Landlæknisembættinu varðandi viðbúnað vegna svínaflens- unnar rákum við systur upp stór augu. Okkur þótti landlæknir taka lífinu heldur létt, ráðin sem almenningi voru gefin voru nefnilega nákvæmlega þau sömu og mamma predikar. Munurinn er bara sá að hennar ráð eru ekki á nokkurn hátt tengd mannskæðum inflú- ensufaraldri heldur einfaldlega hvernig beri að haga sér almennt. Það að opna hurðir með olnbogunum, sturta niður almenningskló- settum með skónum krefst töluverðs liðleika, þvo sér í gríð og erg um hendurnar og opna svo hurðina með pappírshandklæðinu sem maður notaði til að þurrka sér, er eitthvað sem við töldum full- komlega eðlilegt. Það sem lýsir mömmu þó hvað best er að hún er sanngjörn. Hún skoðar málin frá öllum hliðum, íhugar gaumgæfilega og tekur svo ákvarðanir. Og þegar hún hefur tekið ákvarðanir haggar henni fátt. Ég hef mikið reynt að tileinka mér þessa yfirvegun og sanngirni og mamma kenndi mér fljótt að setja mig í spor annarra og reyna að skilja þeirra afstöðu til málanna. Ég leyfi mér reyndar að ætla að þegar við systur eigum í hlut séu málin einungis skoðuð frá okkar hlið og niðurstaðan sú að við séum alltaf í rétti. Það er allavega alltaf hægt að stóla á mömmu sem dyggan bandamann.“ Nemendum við skólann hefur fjölgað mikið á undanförnum árum og í kjölfar kreppunnar samhliða miklum fjárhags- legum niðurskurði.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.