Frjáls verslun - 01.09.2009, Page 144
144 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 0 9
samfok eru svæðasamtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík. Mark-mið Samfok eru að standa vörð um
réttindi barna til menntunar og þroska og
beita sér fyrir auknum áhrifum foreldra á
skólastarf. Samfok er sameiginlegur málsvari
foreldra gagnvart stjórnvöldum og sinnir
ýmissi ráðgjöf og upplýsingamiðlun til
foreldra.
„Framundan eru mörg spennandi verkefni.
Við stöndum reglulega fyrir námskeiðum
fyrir bekkjarfulltrúa, stjórnir foreldrafélaga og
fulltrúa foreldra í skólaráðum. Námskeiðin fara
fram ýmist hjá okkur eða í skólunum sé þess
óskað. Auk þess tökum við þátt í hinum ýmsu
starfshópum eins og t.d. forvarnarhópnum
SAMAN og Börnin í Borginni sem ætlað er að
fylgjast m.a. með líðan barna í grunnskólum,
leikskólum og í frístundastarfi á vegum
Reykjavíkurborgar og leita leiða til að minnka
áhrif efnahagsástandsins á börnin.
Ég er eini starfsmaður Samfok og sinni þar
af leiðandi flestu því sem kemur inn á borð
til okkar. Stjórn Samfok tekur einnig virkan
þátt í starfinu og síðan setjum við gjarnan
saman ýmsa rýnihópa foreldra til að taka
fyrir ákveðna málaflokka. Við höfum mikil
tengsl við grasrótina, sem er nauðsynlegt fyrir
samtök eins og Samfok.“
Guðrún er gift Þorláki Traustasyni og saman
eiga þau tvo drengi, Tómas Arnar 10 ára og
Anton Gauta sem verður tveggja ára í janúar.
„Okkur finnst mikilvægt að drengjunum
okkar líði vel í skóla og leikskóla og erum
mjög meðvituð um að aukið foreldrasamstarf
í skólum eykur vellíðan og námsárangur barna
og hefur auk þess mikið forvarnagildi. Ég
hef verið í stjórn foreldrafélags Foldaskóla á
annað ár og er nýbyrjuð í stjórn foreldrafélags
leikskólans Foldakots. Það að taka virkan þátt
í foreldrastarfi er mjög gefandi, eykur innsýn
í skólastarfið og gefur manni tækifæri til að
hafa áhrif. Þar að auki finnst mér það hafa
bein jákvæð áhrif á mín eigin börn.
Ég hef stundað hestamennsku frá því
ég man eftir mér. Strákarnir mínir taka
þátt í þessu með mér, eins og ég stundaði
hestamennsku með mínum foreldrum, en þeir
eru líka mjög uppteknir af enska boltanum
og eru miklir stuðningsmenn Liverpool.
Ég var framkvæmdastjóri Landssambands
hestamannafélaga og stjórnaði Landsmóti
Fólk
Guðrún Valdimarsdóttir:
„Þegar ég var í
fæðingarorlofi árið 2008
tók ég upp á því að byrja
að keppa í hestaíþróttum
sem ég hafði ekki gert
síðan ég var unglingur.“
framkvæmdastjóri Samfok
GUÐRÚN H. VALDIMARSDÓTTIR
Nafn: Guðrún H. Valdimarsdóttir
Fæðingarstaður: Reykjavík,
23. febrúar 1973
Foreldrar: Fanný Jónmundsdóttir
og Valdimar Jóhannesson
Maki: Þorlákur Traustason
Börn: Tómas Arnar og Anton
Gauti
Menntun: Hagfræðingur frá
Háskóla Íslands
hestamanna árið 2006 og það varð nú ekki
til að slökkva hestabakteríuna. Þegar ég var í
fæðingarorlofi árið 2008 tók ég upp á því að
byrja að keppa í hestaíþróttum sem ég hafði
ekki gert síðan ég var unglingur en það er
virkilega skemmtilegt og mikil áskorun.
Á námsárunum í HÍ var ég fararstjóri í
hestaferðum hjá Íshestum á sumrin. Síðan
þá hef ég tekið eina og eina ferð fyrir
Íshesta og fór núna síðast í ágúst með
Sigurði á Stóra-Kálfalæk og hans fólki á
Löngufjörur á Snæfellsnesi með góðan hóp
Bandaríkjamanna, Svía, Þjóðverja, Finna,
Austurríkismanna og tveggja frábærra
Íslendinga. Að lokinni ferð komu eiginmaður
minn og eldri sonur til mín og við fórum í
góðan reiðtúr um fjörurnar og áttum frábæra
helgi saman á Snæfellsnesinu.
Við sækjumst eftir því að njóta íslenska
sumarsins og viljum helst vera á hálendinu
eða í sveitinni okkar á sumrin. Ég er strax
farin að hlakka til að taka hestana á hús í
vetur en sem stendur eru þeir í hagagöngu
og safna á sig feldi og fitulagi til að takast á
við íslenskan vetur.“
TExTI: HILMAR KARLSSON
MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON