Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2009, Síða 70

Frjáls verslun - 01.11.2009, Síða 70
70 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 9 b æ k u r rannsóknir höfunda sýna að þeir einstaklingar sem eru virkilega áhrifaríkir geta tekið viðkvæma og erfiða umræðu með fólki og náð árangri í henni og á sama tíma styrkt samskiptin við við- mælendurna. Þeir eru færir í að eiga erfið samtöl og tjá umdeildar og áhættusamar skoðanir á þann hátt að hlustað er á þá. Yfirmenn þeirra, samstarfsmenn og undirmenn hlusta á þá án þess að fara í vörn eða verða reiðir. Sjóður sameiginlegs skilnings Þeir bestu í samtölum leggja sig fram um að skapa öryggi þannig að allir geti lagt til hugmyndir – jafnvel hugmyndir sem virðast við fyrstu sýn umdeildar, rangar eða á skjön við þeirra eigin. Þeir eru vitaskuld ekki sammála öllu því sem kemur fram heldur leggja sig einfaldlega fram um að tryggja það að allar hugmyndirnar komist upp á yfirborðið. Eftir því sem sjóður sameiginlegs skilnings stækkar fær fólk nákvæmari upplýsingar, sem gerir það betur í stakk búið að taka réttar og upplýstar ákvarðanir. Þannig séð er sjóðurinn mæl- ing á vitsmunagreind hópsins. Því stærri sem sjóðurinn er, því betri ákvarðanir. Sameiginlegur sjóður skilnings tryggir einnig að fólk verði tilbúnara til að framfylgja þeim ákvörðunum sem teknar eru þar sem það fær betri skilning á því hvers vegna hugmyndin sem varð fyrir valinu er sú besta. Byggt á rannsóknum á þeim bestu, rétta höfundar lesendum nokkur mikilvæg tól til að nota í mikilvægum samtölum: vita hvað þú raunverulega vilt fá út úr samtalinu Í erfiðu samtali við einhvern sem er manni algjörlega ósammála er gott að spyrja sig eftirfarandi gagnlegra spurninga: Hvað vil ég raunverulega fyrir mig? • Hvað vil ég raunverulega fyrir aðra? • Hvernig vil ég raunverulega hafa samskiptin?• Hvernig myndi ég hegða mér ef ég virkilega vildi fá þessa • útkomu? Þegar samtöl verða erfið treystum við gjarnan á þann samskiptamáta sem við þekkjum og höfum alltaf notað t.d. frá bernsku – rökræður, þögn, kúgun o.s.frv. Þeir bestu í samskiptum reyna stöðugt að bæta samskiptafærni sína og reyna að átta sig á því hvað þeir vilja og halda sig við sett markmið. Þeir hafna einnig „kjánavalinu“ svokallaða sem er ógöngurökfærsla eða hugsanavilla – að telja að eingöngu sé hægt að velja milli tveggja slæmra kosta („annaðhvort eða“-val). Kjánavalið hamlar fólki frá því að sjá fleiri valmöguleika en þeir sem eru til staðar. Ólíkt öðrum sem réttlæta óskynsamlega hegðun með því að útskýra að þeir höfðu ekkert annað val en að flýja eða taka slaginn, eru þeir bestu í samskiptum sannfærðir um að það sé alltaf til betri valkostur. vera læs á vísbendingar um óöryggi í samtölum Þegar fólk er óöruggt sýnir það oft annaðhvort þögla hegðun með því að halda aftur af upplýsingum eða ágenga hegðun. Þrjár algengustu leiðir þögullar hegðunar eru: Að fela; að gera lítið úr sinni eigin skoðun, fegra, skýla sér á • bak við eða nota kaldhæðni. Að hliðra sér við; að tala en ekki um það sem erfitt er að tala • um. Að draga sig í hlé; að draga sig út úr samtalinu og/eða aðstæð-• unum. Þrjár algengustu leiðir ágengrar hegðunar eru: Að þvinga eigin skoðunum upp á aðra. Að útiloka skoðanir og • fólk. Ýkja sín eigin mál, koma með sterkar fullyrðingar, skipta um umræðuefni eða stýra samtalinu. Hæðni; að kalla fólk og hugmyndir óviðeigandi nöfnum svo að • þeim verði hafnað. Gera lítið úr; að særa fólk, gera lítið úr og vera með persónu-• legar árásir. Í erfiðum samtölum er mikilvægt að vera læs á þær vísbendingar sem fólk gefur um að það sé óöruggt. Það gefur þér tækifæri á því að grípa inn í atburðarásina og stjórna því hvernig samtalið þróast. Þeir bestu taka eftir þessum vísbendingum sem eru t.d.: Hvað er sagt (innihald umræðunnar). • Bókin Crucial Conversations eftir Kerry Patterson, Joseph Grenny, Ron McMillan og Al Switzler færir lesendum tæki og tól til að höndla erfið samtöl þar sem mikið er í húfi, skoðanir eru ólíkar og tilfinningar leika mikið hlutverk. Afleiðingar mikilvægra samtala sem afvegaleiðast geta verið afdrifaríkar því þegar mikið liggur við eru líkurnar á mistökum hvað mestar. TEXTi: EYÞór EÐvarÐsson • MyNd: GEir ólaFsson aðferðir til árangurs í erfiðum samtölum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.