Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.07.2014, Qupperneq 3

Læknablaðið - 01.07.2014, Qupperneq 3
LÆKNAblaðið 2014/100 371 læknablaðið the icelandic medical journal www.laeknabladid.is Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi sími 564 4104 Útgefandi Læknafélag Íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Anna Gunnarsdóttir Hannes Hrafnkelsson Magnús Gottfreðsson Sigurbergur Kárason Tómas Guðbjartsson Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og ljósmyndari Hávar Sigurjónsson (í leyfi) havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Sigdís Þóra Sigþórsdóttir sigdis@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1750 Áskrift 12.400,- m. vsk. Lausasala 1240,- m. vsk. Prentun, bókband og pökkun Prenttækni ehf. Vesturvör 11 200 Kópavogi © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition og Scopus. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abst- racted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 Ljósmyndin á kápunni er tekin um 1910 og sýnir sjúkra- húsið á Patreksfirði. Karlmaðurinn við steininn mun vera Pétur A. Ólafsson kaupmaður og athafnamaður. Ljós- mynd: Pétur A. Ólafsson. Ljósmyndasafn Reykjavíkur varðveitir myndina. Sókn erlendra fiskiskipa á Íslandsmið á síðari hluta 19. aldar varð til þess að þau sóttu eftir aukinni þjónustu í landi, líka heilbrigðisþjónustu. Um og uppúr aldamótun- um 1900 voru sjúkrahús reist víða um land þar sem starf- andi voru læknar en einkum þó í sjávarþorpum. Oftar en ekki voru sjúkrahúsin byggð fyrir tilstilli og með fjárfram- lagi erlendra manna, fyrirtækja eða góðgerðarsamtaka. Útgerðar- og verslunarfélagið Islandsk Handels & Fiskeri- kompani var stofnað árið 1898 og ætlaði sér stóran skerf í íslensku atvinnulífi. Félagið var einkum með starfsemi við Breiðafjörð en höfuðstöðvarnar voru á Geirseyri við Patreksfjörð en á Vatneyri réði ríkjum Pétur Thorsteinsson (síðar Milljónafélagið). Félagið leitaði eftir samskotum í Kaupmannahöfn fyrir sjúkrahús við höfuðstöðvarnar en það var talin ein af forsendum þess að fyrirtækið dafnaði. Félagið bauð sýslunni sjúkrahús að gjöf en forsvarsmenn sýslufélagsins töldu að húsið væri allt of stórt og treystu sér ekki til að standa undir kostnaði við rekstur þess. Héraðslæknirinn, Sigurður Magnússon (1866-1940), gerði uppdrátt að nýju húsið sem var töluvert minna, en þar var gert ráð fyrir 7 sjúkrarúmum auk venjulegrar aðstöðu að þeirrar tíðar hætti. Húsið var byggt árið 1902 og tók sýslufélagið við því nokkru seinna eftir að það hafði verið búið öllum nauðsynlegum gögnum auk þess sem sýslan hafði tryggt sér verulegt framlag úr ríkissjóði. Sjúkrahúsið stóð í hlíðinni mitt á milli verslunarstaðanna, Vatneyrar og Geirseyrar, og var notað allt til ársins 1946 þegar nýtt hús var tekið í notkun. Húsið stendur enn í dag, Aðalstræti 69, en fyrri þokki er fyrir löngu horfinn. Fyrsta starfsár sjúkrahússins lágu þar 40 sjúklingar um lengri eða skemmri tíma og var um helmingur þeirra útlendingar, aðallega Frakkar og Englendingar. Rekstur- inn gekk þó brösuglega og húsið var jafnvel leigt út undir aðra starfsemi frá vori til vetrarbyrjunar enda var þá minna um erlend fiskiskip á miðunum. Frá því um 1930 var sjúkrahúsið haft opið allt árið og dugði það ágætlega sem nokkurs konar slysadeild fyrir erlenda sjómenn sem sóttu til Patreksfjarðar en þeir voru fjölmargir. Helsti kost- urinn við að fá erlenda sjómenn á sjúkrahúsið var að þá var greiðsla fyrir læknishjálpina og dvölina á sjúkrahúsinu yfirleitt tryggð en stundum gat verið erfitt að innheimta slíka reikninga hjá fátækum íslenskum almúga. Sigurður Magnússon læknir teiknaði einnig kirkjuna sem enn stendur. Hann byggði sér tvisvar einbýlishús á Patreksfirði skammt frá sjúkrahúsinu en hann var héraðs- læknir þar á árunum 1899-1923. Sigurður var smiður góður og fékk sveinsbréf í trésmíði sama ár og hann útskrifaðist úr Lærða skólanum og hóf nám við Lækna- skólann. Jón Ólafur Ísberg Sjúkrahúsið á Patreksfirði Ný meðferð fyrir sjúklinga með sykursýki tegund 2 Ný leið til að lækka umframmagn af glúkósa - fjarlægir hann1 Eina meðferðin sem fjarlægir umframmagn af glúkósa um nýrun1 FJARLÆGIR um 70 g af glúkósa daglega. Getur leitt til þyngdartaps1 1 Heimild: Sérlyfjaskrártexti Forxiga (dapagliflozin), apríl 2013. LÆKKAR BLÓÐSYKUR HbA1C1 Nýtt! 03 -2 01 4- 01 Þessi myndin er tekin árið 1967 á sjúkrahúsinu á Patreksfirði. Frá vinstri eru Ingveldur Valdimarsdóttir hjúkrunarkona, Kristján Sigurðsson læknir og fyrir endanum situr presturinn á staðnum, séra Tómas Guðmundsson, og lætur svæfingarlyf drjúpa niður í grisju yfir vitum sjúklings. Myndin er fengin úr Minjasafni Egils Ólafssonar að Hnjóti í Örlygshöfn. Úr bók Sigurðar Magnússonar læknis á Patreksfirði og víðar: Æviminningar læknis. Iðunn, Reykjavík 1985: 80. Það leið nú ekki á mjög löngu, að mér barst sullaveikissjúkling- ur, maður 25-30 ára, en svipaður á stærð og 10-12 ára drengur, og með heljarmikla kviðfylli. Það varð að samkomulagi, að eg reyndi að losa hann við sullinn, og fór sú athöfn fram í litlu baðstofugreni á Þingeyri með aðstoð konu minnar einnar. Þetta fór allt vel, sjúklingnum batnaði eftir hæfilegan tíma. Nokkrum árum síðar mætti eg honum á götu á Ísafirði - en þar átti hann heima - og var hann hinn ánægðasti og þakkaði mér fyrir síðast.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.