Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.07.2014, Side 12

Læknablaðið - 01.07.2014, Side 12
380 LÆKNAblaðið 2014/100 90% af fjölda virkra sprautufíkla á Íslandi það ár. Það er ljóst að þeir sem leita sér aðstoðar vegna fíknar sinnar eru aðeins hluti af heildinni og því er um hóflegt mat á heildarfjöldanum að ræða. Á þeim forsendum var gerð línuleg aðhvarfsgreining á fjölda sprautufíkla á Vogi á árunum 2001­2009 og metill óháðu breytunn­ ar tíma nýttur til að spá fyrir um fjölda sprautufíkla út tímabilið (mynd 1). Nýgengi HIV hjá sprautufíklum var reiknað miðað við þennan áætlaða fjölda sprautufíkla og upplýsingar um fjölda HIV­ smita frá Embætti landlæknis.1 HIV­faraldurinn meðal sprautu­ fíkla sem hófst árið 2007 er sá fyrsti og eini sem hefur geisað á Íslandi. Því eru ekki til söguleg viðmið um hvernig slíkur faraldur myndi þróast hér á landi. Slíkir faraldrar hafa hins vegar orðið í nágrannalöndum okkar. Gert var ráð fyrir að HIV­faraldur meðal sprautufíkla á Íslandi myndi þróast á sama hátt og HIV­faraldrar meðal sprautufíkla í Eistlandi, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð hafa gert í gegnum tíðina.6–8 Fleiri ný HIV­tilfelli hjá sprautufíklum sem fall af tíma myndar svipaðan feril í þessum fjórum faröldrum. Þeir eiga það sameiginlegt að nýjum HIV­smitum fjölgaði skyndilega það ár sem faraldurinn hófst en fjöldinn féll aftur í grunntíðni ári seinna. Til þess að spá fyrir um fjölda HIV­tilfella og nýgengi HIV á tímabilinu án nálaskiptiþjónustu voru íslensk gögn um HIV felld að meðaltali þessara ferla (mynd 2). Engin íslensk rannsókn hefur verið gerð á virkni þjónustunnar gegn útbreiðslu HIV og því var nauðsynlegt að meta virkni út frá erlendum rannsóknum. Leitast var við velja rannsókn þar sem aðstæður sprautufíkla og þekjun nálaskiptiþjónustu er sambærileg því sem búast mætti við hér á landi. Gert var ráð fyrir sambærilegri virkni og í kanadískri rannsókn þar sem engin takmörkun var á fjölda nála sem dreift var með þjónustunni og gott aðgengi var að ódýrum nálum í lyfjaverslunum. Þar var einnig til staðar virkt stuðningskerfi fyrir sprautufíkla.9 Önnur rannsókn, þar sem þekjun þjónustunnar var meiri og öðrum skaðaminnkandi aðgerðum var beitt samhliða, sýndi fram á mun meiri virkni.3 Að lokum var nauðsynlegt að vita hvernig sprautufíklar með HIV upplifðu heilsutengd lífsgæði sín (Health Related Quality of Life, HRQL) samanborið við sprautufíkla sem ekki voru smitaðir. Þessar upplýsingar hafa ekki verið teknar saman á Íslandi og því þurfti að miða við erlendar tölur.10 Gert var ráð fyrir að yfirfæra mætti niðurstöður erlendra rannsókna yfir á íslenskan veruleika. Samantekt á helstu forsendum má sjá í töflu I. Kostnaður vegna nálaskiptiþjónustu Kostnaður vegna nálaskiptiþjónustu var metinn út frá óbirtum gögnum um rekstrarkostnað hennar en þjónustan er starfrækt á vegum Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands. Þau gögn inni­ halda sundurliðaðan kostnað fyrir laun verkefnisstjóra, rekstur bifreiðar, kaup á nálaskiptibúnaði, námskeið, ferðir á ráðstefnur og auglýsingar. Gert var ráð fyrir að allur kostnaður héldist óbreyttur á tímabilinu nema kostnaður vegna kaupa á nálaskiptibúnaði sem metið var að myndi hækka vegna aukinnar dreifingar. Árið 2011 voru 746 komur í nálaskiptiþjónustu á vegum Rauða kross Íslands og fjölgaði þeim um 48 á árinu.11 Á sama tíma var dreift 17.600 sprautum og 39.500 nálum. Tvöfaldur fjöldi nála samanborið við fjölda sprauta stafar af því að sprautufíklar nota oft grófa nál til að blanda fíkniefnin en fína nál til að sprauta sig í æð. Gert var ráð fyrir að nálabúnaður dreifðist jafnt á komur og að komum myndi fjölga um 48 á ári fyrstu 5 árin og síðan haldast stöðugar. Tíma­ R a n n S Ó k n Tafla I. Helstu forsendur rannsóknarinnar. Mismunur á heilsutengdum lífsgæðum sprautufíkils með og án HIV. Notast var við mismuninn 3,5. Virkni nálaskiptiþjónustu til að draga úr HIV-nýsmitum. Notast var við gildið 0,12 nýsmit/100 persónuár. Árskostnaður HIV-meðferðar sprautufíkils var metinn vera 2.338.350 kr. árið 2011. Árskostnaður nálaskiptiþjónustu á Íslandi var metinn vera 9.013.437 kr. árið 2011. Fjöldi sprautufíkla á Íslandi á ári var metinn vera 386 árið 2011. Notast var við 3% afvöxtunarstuðul. Mynd 1. Áætlaður fjöldi virkra sprautufíkla á Íslandi 2001-2020. Gildi innan bláa skyggða svæðisins eru reiknuð út frá fjölda einstaklinga sem lögðust inn á Vog vegna sprautufíknar.5 Línulegt aðhvarf á gildum innan skyggða svæðisins var notað til að spá fyrir um fjölda virkra sprautufíkla á tímabilinu 2010–2020. Mynd 2. Hlutfallsleg breyting á fjölda HIV-nýsmita meðal sprautufíkla í HIV- faröldrum í fjórum löndum.6–8 Y-ás er kvarðaður sem margfeldi af meðalfjölda nýsmita þriggja ára fyrir upphaf faraldurs.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.