Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2014, Síða 13

Læknablaðið - 01.07.2014, Síða 13
LÆKNAblaðið 2014/100 381 virði þeirra sjálfboðaliða sem taka þátt í verkefninu var einnig metið sem hluti af kostnaði. Gert var ráð fyrir 5 ferðum á viku með tveimur sjálfboðaliðum og að hver ferð stæði í tvo klukkutíma. Tímavirði var reiknað út frá meðaltali reglulegra launa fullvinn­ andi launamanna á vinnumarkaði árið 2011 sem voru 376.000 kr., auk launatengdra gjalda sem voru metin vera um 36,6% af laun­ um, það er 137.616 kr.12,13 Samtals voru þetta því 513.616 kr. Launa­ tengd gjöld eru breytileg eftir einstaklingum og stéttarfélögum. Hér var miðað við eftirfarandi: Tryggingagjald 8,65%, lífeyris­ framlag 11,50%, mótframlag í séreign 2,00%, önnur launatengd gjöld 1,41% og orlof 13,04%. Flokkurinn önnur launatengd gjöld inniheldur orlofssjóðsiðgjald, sjúkrasjóðsgjald, starfsmenntasjóðs­ gjald, vísindasjóðsgjald, fjölskyldu­ og styrktarsjóð og þróunar­ og símenntunarsjóði. Kostnaður vegna HIV-meðferðar HIV­meðferð sprautufíkla var skilgreind út frá klínískum leið­ beiningum.14 Gert var ráð fyrir að sprautufíklar færu í viðtal til smitsjúkdómalæknis fjórum sinnum á ári. Kostnaður við komu til smitsjúkdómalæknis er samkvæmt komugjöldum til klínískra sér­ fræðilækna frá Sjúkratryggingum Íslands.15 Ekki var gert ráð fyrir kostnaði vegna blóðrannsókna né annarra rannsókna. Út frá evr­ ópskum klínískum leiðbeiningum var gert ráð fyrir að sjúklingur yrði settur á eina af fjórum ráðlögðum upphafslyfjameðferðum við HIV.14 Hlutföll milli ávísana á þessar lyfjameðferðir voru fengin úr óbirtum gögnum um ávísun lyfja við HIV á Landspítala.15 Þessi gögn voru ópersónugreinanleg og áttu við allar ávísanir lyfja við HIV í öllum sjúklingahópum. Gert var ráð fyrir að yfirfæra mætti þessi hlutföll yfir á sprautufíkla. Kostnaður vegna lyfjameðferðar var metinn út frá lyfjaverðskrá.16 Kostnaðarnytjagreining Kostnaðarvirkni nálaskiptiþjónustu var metin með kostnaðar­ nytjagreiningu þar sem kostnaður vegna þjónustunnar var reiknaður á hvert unnið lífsgæðavegið lífár samanborið við enga íhlutun á 10 ára tímabili 2011­2020. Allur kostnaður var reiknaður að verðlagi ársins 2011. Við núvirðingu var miðað við 3% afvöxt­ unarstuðul eins og skapast hefur hefð fyrir. Kostnaðarnytjahlutfall var reiknað út sem (Viðbótarkostnaður vegna nálaskiptiþjónustu) Kostnaður vegna tilfellis þar sem nálaskiptiþjónusta er starf­ rækt er samtala kostnaðar vegna reksturs þjónustunnar og kostn­ aðar vegna meðferðar sprautufíkla með HIV. Kostnaður vegna tilfellis þar sem ekki er boðið upp á þjónustuna er einungis vegna HIV­meðferðar sprautufíkla, en þá eru fleiri sprautufíklar á með­ ferð en ella. Nyt þjónustunnar eru þau lífsgæðavegnu lífár sem sparast þegar þjónustan kemur í veg fyrir HIV­smit. Með kostn­ aðarnytjahlutfalli má reikna hvað það kostar samfélagið að reka nálaskiptiþjónustu í stað engrar þjónustu á hvert lífsgæðavegið lífár sem hún skilar. Næmisgreining Einþátta næmisgreiningar voru gerðar á öllum helstu forsendum og þær settar fram á sameiginlegu stólpariti og bornar saman við viðmið Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar fyrir kostnaðarvirkni. Forsendurnar sem kostnaðarnytjagreining var næmisgreind fyrir eru 6 talsins: mismunur heilsutengdra lífsgæða, virkni nálaskipti­ þjónustu, kostnaður meðferðar, kostnaður nálaskiptiþjónustu, fjöldi sprautufíkla og afvöxtunarstuðull. Mismunandi gildi voru valin fyrir næmisgreininguna eftir forsendum. Upplýsingar um heilsutengd lífsgæði fyrir sprautufíkla með og án HIV­sýkingar voru fengnar úr gögnum frá Bretlandi og notast var við mismun þeirra gilda í útreikningi, 3,5.10 Mismunur heilsutengdra lífsgæða voru næmisgreind á bilinu 1,5 ­ 4,5. Mat á virkni nálaskiptiþjón­ ustu var rökstutt með vísan í erlenda langtíma áhorfsrannsókn sem hafði nokkra truflandi þætti. Þar var sýnt fram á að nálaskipti­ þjónusta kæmi í veg fyrir 0,12 HIV­nýsmit á hver 100 persónuár meðal sprautufíkla.9 Næmisgreint var á bilinu 0,06 ­ 0,24. Á fyrsta ári greiningarinnar var kostnaður vegna HIV­meðferðar metinn vera 2.338.350 kr.15,16 Næmisgreiningin var á bilinu 2.000.000 kr. ­ 4.000.000 kr. Kostnaður nálaskiptiþjónustu var næmisgreindur á bilinu 9.000.000 kr. ­ 14.000.000 kr. Næmisgreiningarmörk fyrir fjölda virkra sprautufíkla voru valin út frá fjölda einstaklinga sem legðist inn á Vog vegna sprautufíknar á tímabilinu 2001­2009. Lágmarksfjöldinn fékkst ef gert var ráð fyrir að allir sprautfíklar legðust inn á Vog og hámarksfjöldinn ef aðeins 50% sprautufíkla legðust inn.5 Að lokum var afvöxtunarstuðull næmisgreindur frá 0­7%. Niðurstöður Heildarkostnaður samfélagsins vegna HIV­sýkinga sprautufíkla á tímabilinu 2011­2020 var áætlaður 914.369.621 kr. án nálaskipti­ þjónustu en 947.653.758 kr. með nálaskiptiþjónustu. Umfram­ kostnaður samfélagsins vegna nálaskiptiþjónustu á tímabilinu er því 33.284.137 kr. Nyt samfélagsins af þjónustunni er 7,39 lífs­ gæðavegin lífár. Jafnframt kemur nálaskiptiþjónusta í veg fyrir 4­5 (4,5) HIV­sýkingar á tímabilinu. Kostnaðarhlutfall af því að veita nálaskiptiþjónustu í stað engrar er 4.506.720 kr. Næmisgreining á forsendum er sýnd á mynd 3. Í næmisgreiningunni varð kostn­ R a n n S Ó k n Mynd 3. Næmisgreining á helstu forsendum. Framan við hvern stólpa er gildi for- sendunnar sem verið er að næmisgreina. Niðurstaða kostnaðarnytjagreiningarinnar er sýnd með óbrotinni línu og mörk Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar fyrir kostnaðarvirkni eru sýnd með brotinni línu. (Viðbótar lífsgæðavegin lífár vegna nálaskiptiþjónustu).

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.