Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.07.2014, Side 20

Læknablaðið - 01.07.2014, Side 20
388 LÆKNAblaðið 2014/100 R a n n S Ó k n Eftirfarandi svör sýndu mesta óánægju: 31% þátttakenda voru ósammála því að vel hafi verið farið yfir hvaða breytingar á lífs­ stíl eða venjum væru hagstæðar heilsu þeirra (spurning 36), 28% voru sammála því að læknarnir hefðu gefið lítil ráð um leiðir til að komast hjá sjúkdómum og viðhalda heilbrigði (spurning 23), 27% voru ósammála því að hafa fengið fullnægjandi skýringar á einkennum sínum (spurning 37), 25% þátttakenda voru sammála því að hafa stundum íhugað hvort greining læknanna væri rétt (spurning 7) og 25% voru sammála því að bæta þyrfti ákveðna þætti í þeirri heilbrigðisþjónustu sem þeir fengu (spurning 17). Þættir sem tengjast ánægju Ekki fannst munur á ánægju milli kynja eða eftir hjúskaparstöðu en fylgni var milli almennrar ánægju og aldurs (r=0,178, p=0,003). Ánægja fór dvínandi með tímalengd dvalar á Hjartagátt og voru tengslin marktæk fyrir alla kvarða. Sterkast var sambandið við Almenna ánægju (r=­0,184, p=0,002) en veikast við Mannleg sam­ skipti (r=­0,137, p=0,023). Mynd 2 sýnir að ánægja með þjónustuna á Hjartagátt fór einnig minnkandi eftir því sem fyrri reynsla af þjónustu sjúkrahúsa var verri og var sambandið marktækt fyrir alla kvarða (r=0,333 til 0,472, p<0,001). Þeir sem lögðust inn á spítalann í kjölfar komunnar á Hjartagátt voru líklegri til að vera ánægðir með eftirfylgni (p<0,001) og sáttir við fjárútlát (p=0,006). Eldra fólk var líklegra en yngra fólk til að finnast bein fjárútlát vegna heimsóknarinnar hófleg (r=0,216, p<0,001). Einnig er vert að nefna að af þeim 93 sem gáfu efnislegar upplýsingar um þjón­ ustuna á Hjartagátt í textaspurningunni kusu 16 (17%) að minnast á hve álag á starfsfólk var áberandi og/eða aðstaða á Hjartagátt slæm. Umræða Meginniðurstöður þessarar rannsóknar sýna að sjúklingar sem leituðu á Hjartagátt virtust almennt ánægðir með þjónustuna sem þar er veitt. Einkum eru það framkoma og viðmót starfsfólks sem sjúklingar voru ánægðir með. Því er ekki að sjá að staðlaðir verkferlar og áhersla á skjótvirka þjónustu dragi úr persónulegu viðmóti eða einstaklingsmiðaðri nálgun gagnvart sjúklingum. Þetta eru að okkar mati mjög mikilvægar niðurstöður sem benda til að þrátt fyrir viðvarandi aðhaldsaðgerðir og samdrátt í fjár­ veitingum til Landspítala undanfarin ár sé viðhorf og upplifun sjúklinga hvoru tveggja nokkuð jákvætt. Rannsóknin sýndi hins vegar að mörgum sjúklingum fannst eftirfylgni mála þeirra eftir útskrift vera ábótavant og að þeir fengju ekki fullnægjandi skýr­ ingar á einkennum sínum eða ráðleggingar um hvaða meðferð eða lífsstíls breytingar gætu gagnast þeim. Á undanförnum árum hefur gætt aukinna áhrifa markaðs­ væðingar í heilbrigðisþjónustu vestrænna þjóða.20 Samhliða hefur áhugi á upplifun neytenda af tiltekinni þjónustu farið vaxandi. Notendur heilbrigðisþjónustu fara ekki einungis fram á góða þjónustu heldur er gerð krafa um að heildar upplifun þeirra sé jákvæð.21 Þetta felur í sér að viðmót starfsfólks, húsnæði, gæði þjónustunnar og að þjónustan sé skilvirk, þarf allt að vera í góðu lagi. Hætt er við að sjúklingurinn verði ekki ánægður ef hann er ósáttur við framkomu starfsfólks eða þá aðstöðu sem honum hefur verið boðið upp á. Þetta gildir að vissu leyti einnig um aðstand­ endur er fylgja sjúklingi sem sækir sér heilbrigðisþjónustu. Ef bið eftir þjónustu er löng, biðstofa óvistleg, völ á að kaupa hressingu ekki fyrir hendi og takmarkaðar upplýsingar að fá frá starfsfólki, er líklegra að sjúklingurinn og aðstandendur fari heim með nei­ kvæða upplifun, jafnvel þó læknisþjónustan hafi verið fullnægj­ andi í hlutlægum skilningi.22­25 Þessi þróun er hliðstæð neytendaupplifun sem hefur rutt sér til rúms í viðskiptaheiminum á undanförnum áratugum. Mikil áhersla er lögð á að meta upplifun neytenda og hefur það getið af sér nýtt hugtak, „hagfræði neytendaupplifunar“ (the experience economy). Sum fyrirtæki leggja mikið upp úr því að upplifun neyt­ andans af því að nota eða kaupa sína vörutegund sé jákvæð og stöðug. Gott dæmi er tölvufyrirækið Apple, þar sem kaupum á tölvu fylgir ákveðin upplifun er hefst í sérhönnuðum verslunum fyrirtækisins. Heilbrigðisþjónustan hefur sennilega gefið þessu minni gaum en viðskiptaheimurinn. Ljóst er þó að þessi nálgun á að einhverju leyti erindi inn í heilbrigðiskerfið, bæði af því að áhersla á mikilvægi ánægju sjúklinga fer vaxandi og líka í þeim tilgangi að bæta þjónustu og auka öryggi sjúklinga.26­28 Fyrirtæki er annast þjónustukannanir með sérhæfðum spurningalistum hafa haslað sér völl á vettvangi heilbrigðisþjónustu beggja vegna Atlantsála og má sem dæmi nefna Picker Institue Europe (pickereurope.org) og Press Ganey Associates (pressganey.com). Til greina kom að nota spurningalista Press Ganey fyrir bráðamóttökur í okkar rannsókn en höfundum fannst hann beinast um of að umgjörð og aðbúnaði frekar en persónulegum samskiptum og fagmennsku. Þótt skjólstæðingar Hjartagáttar séu nokkuð ánægðir með þjón­ ustuna sem þeir fengu og viðmót sem þeir mættu, er vafalítið hægt að bæta um betur. Heildareinkunnin úr spurningalistanum og einstökum kvörðum hans var reyndar sambærileg útkomu sumra eldri rannsókna.17,19 Einnig sýndi okkar rannsókn svipuð tengsl aldurs og dvalartíma við ánægju og erlendar rannsóknir auk þess sem ánægja virðist litast af fyrri reynslu. Útkoman hjá okkur er samt nokkru lakari en Hagedoorn og samstarfsmenn fengu í könnun á göngudeildaþjónustu fyrir krabbameinssjúklinga í Hol­ Mynd 2. Einkunnir sjúklinga fyrir Patient Satisfaction Questionaire III-kvarðann um almenna ánægju með hliðsjón af fyrri reynslu af þjónustu sjúkrahúsa. Boxin sýna nið- urstöður fyrir sjúklinga sem gáfu til kynna reynslu er flokkuð var á eftirfarandi hátt: 1 =mjög slæm, 2 = slæm, 3 = hvorki góð né slæm, 4 = góð og 5 = mjög góð. N sýnir fjölda sjúklinga í hverjum hópi. Sterkt samband var milli fyrri reynslu og almennrar ánægju með þjónustu á Hjartagátt (p<0,001).

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.