Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.07.2014, Qupperneq 27

Læknablaðið - 01.07.2014, Qupperneq 27
LÆKNAblaðið 2014/100 395 Tölvusneiðmyndarannsókn sem felur í sér tölvusneiðmynd án skuggaefnis, æðamyndatöku, og heilavefjargegnumflæðisrann­ sókn (cerebral perfusion) er hægt að framkvæma á 10 mínútum.8 Þó að skuggaefni sé notað við æðamyndatökuna er hætta á nýrna­ skaða afar lág hjá einstaklingum með eðlilega nýrnastarfsemi. Í einni rannsókn var gjöf skuggaefnis talin liggja að baki bráðri nýrnabilun hjá fjórum einstaklingum (0,37%) af 1075.9 Í bráðaaðstæðum er segulómskoðun einnig álitlegur kostur sem víða er notaður. Segulómskoðun gefur betri aðgreiningu á vefjahlutum í heilavef en tölvusneiðmynd.10 Flæðisviktuð (diffu- sion-weighted imaging, DWI) (mynd 2 og 3) segulómrannsókn getur greint frumubundinn (cytotoxic) bjúg innan mínútna eftir upphaf blóðþurrðar, hins vegar getur tekið nokkrar klukkustundir fyrir drepið að koma í ljós á tölvusneiðmynd.11 Ókostir segulómskoð­ unar eru minna aðgengi og lengri rannsóknartími. Bráðameðferð Segaleysandi meðferð Alteplasi (tissue plasminogen activator, tPA, Actilyse®) er ensím sem hvetur klofning af plasmínogeni yfir í plasmín sem svo klýfur fibr­ ín og þar með sega. Grunnrannsóknin sem sýndi fram á árangur segaleysandi meðferðar var framkvæmd af The National Institute of Neurologic Disorders and Stroke (NINDS) í Bandaríkjunum. Þar var sjúklingunum slembiraðað til að fá tPA eða lyfleysu innan þriggja klukkustunda frá upphafi einkenna.12 Í meðferðarhópnum var sýnt fram á marktækt minni fötlun eftir þrjá mánuði.12 Ein­ kennagefandi blæðing var algengari í tPA hópnum (6,4%) en í lyfleysuhópnum (0,6%) (P<,001).12 Þegar þessar niðurstöður voru birtar 1995 fékk lyfið markaðsleyfi. Skammturinn sem hefur verið notaður er 0,9 mg/kg, og 90 mg sem hámark.12 Síðan þá hafa fleiri rannsóknir sýnt hliðstæðan árangur.13,14 Á síðastliðnum árum hafa rannsóknir sýnt fram á gagnsemi segaleysandi meðferðar í allt að fjóra og hálfan tíma eftir upp­ haf áfalls.15,16 Því hefur meðferðarglugginn verið lengdur sem því nemur á flestum stöðum þar sem boðið er upp á þessa meðferð. Það þýðir þó ekki að greiningarferlið megi ganga hægar. Líkur á bata minnka línulega með tímanum og eftir fjórar og hálfa klukku­ stund er gagnsemi segaleysandi meðferðar ekki lengur tölfræði­ lega marktæk. Fyrir hverja tvo sjúklinga sem meðhöndlaðir eru innan einnar klukkustundar nær annar fullum bata en meðhöndla þarf 14 til að einn nái fullum bata sé lyfið gefið þremur til fjórum og hálfri klukkustund eftir upphaf einkenna.17 Í töflu I má sjá ábendingar og frábendingar fyrir segaleysandi meðferð.2 Ekki gefst ráðrúm hér til að fara í gegnum allar frábend­ ingar en varast skal að meðhöndla sjúklinga með mjög mikil brott­ fallseinkenni með tPA. Þá er átt við sjúklinga sem hafa yfir 25 á NIH­skalanum eða eru með merki um stórt drep á fyrstu mynd­ rannsókn. Ekki hafa verið sett nein neðri mörk á NIH­skalanum varðandi tPA­meðferð. Ætíð þarf að meta mikilvægi einkenna. Til dæmis getur alvarlegt málstol réttlætt meðferð þó að það gefi að­ eins 1­2 stig á skalanum. Meðferð með warfaríni er frábending fyrir tPA, nema INR sé undir 1,7. Blóðþrýstingur yfir 185/110 er talinn frábending, en takist að lækka þrýstinginn í tæka tíð getur meðferð hafist.2 Oftast er lyfið labetólól notað í skammtastærðunum 10­20 mg í senn. Mynd 3. Segulómskoðun gerð komudag af sjúklingi sem kom inn með vinstri helftar- lömun sýnir ferskt drep á svæði hægri hjarnslagæðar, sem á mynd (3a) sést sem segul- skær breyting (DWI:B1000) og segulsnauð á ADC korti (3b). Tafla I. Ábendingar og frábendingar fyrir segaleysandi meðferð. Ábendingar Bráð brottfallseinkenni sem samrýmast vel heilablóðþurrð Upphaf einkenna innan 4,5 klukkustunda Frábendingar Væg einkenni eða einkenni sem eru að ganga yfir Sjúklingur með svæsin einkenni >25 á NIH-skalanum Einkenni og skoðun sem gefa til kynna innanskúmsblæðingu Innankúpublæðing á myndrannsókn Alvarlegur heilaskaði eða heilablóðfall síðastliðna þrjá mánuði Virk blæðing frá meltingar- eða þvagfærum á síðastliðnum 21 degi Stærri skurðaðgerð síðastliðna 14 daga Slagbilsþrýstingur yfir 185 mm Hg eða hlébilsþrýstingur yfir 110 mm Hg Merki um virka blæðingu eða fersk einkenni líkamsáverka við skoðun Notkun blóðþynningarlyfja um munn eða INR jafnt eða yfir 1,7 Notkun heparíns á síðastliðnum 48 klukkustundum eða lengt aPTT Magn blóðflagna undir 100.000 mm3 Blóðsykursgildi undir 2,7 mmól/L Myndrannsókn sem sýnir heiladrep sem nær yfir >1/3 af heilahveli Illkynja æxli í höfði eða æðaflækja Y F I R L I T Mynd 2. Tölvusneiðmynd 2a sýnir engin merki um heiladrep en 2b sem er flæðis- viktuð segulómrannsókn (DWI :B1000) sýnir ferskt drep í stúku vinstra megin (ör).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.