Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2014, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 01.07.2014, Blaðsíða 42
410 LÆKNAblaðið 2014/100 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Mörg er mannsævin og misjöfn. Sumir fara aldrei út fyrir sinn fæðingarhrepp en aðrir flengjast um heiminn. Viðmælandi Læknablaðsins að þessu sinni fellur örugglega ekki í fyrsta flokkinn, ævi hans líkist mun frekar því sem ungir Íslending­ ar nútímans þekkja, og þó ekki. Hann kom undir í Kína, fæddist í Noregi, ættaður úr Borgarfirðinum, lærði til læknis í Reykja­ vík og eyddi stærstum hluta starfsævinnar í sunnanverðri Eþíópíu. Sá sem hér um ræðir er Jóhannes Ólafs­ son kristniboði og læknir, sonur Ólafs Ólafssonar kristniboða í Kína sem var þekktur maður í íslensku samfélagi á öldinni sem leið. Nú er Jóhannes orðinn eftirlaunamaður í landi móður sinnar, Noregi, og festi ekki alls fyrir löngu á blað æviminningar sínar sem til eru í hand­ riti. Hann var í heimsókn hér á landi fyrir skemmstu og þá hitti blaðamaður hann að máli. Jóhannes er fæddur í Noregi snemma árs 1928 en haustið 1927 höfðu foreldrar hans neyðst til að flýja kristniboðsstöðina sem þau störfuðu við í bænum Dengzhou í Henan í miðhluta Kínaveldis. Til Kína komu þau hvort í sínu lagi, Herborg kenn­ ari norskra barna í bænum Laohokow en Ólafur var við kristniboðsstörf í bænum Dengzhou. Árið 1926 giftu þau sig en þá var að hefjast borgarstyrjöld í héraðinu sem átti eftir að breiðast út um allt Kína. Snemma árs 1928 var trúboðunum skipað að koma sér niður til strandar og bíða þar átekta. Biðtímann notuðu þau til að heim­ sækja vesturíslenskan kristniboða í Japan. Ferðin endaði á heimaslóðum Herborgar Eldevik í Slettaune í Orkdal, skammt sunnan við Álasund í Noregi. Þar fæddist Jóhannes. Fyrst kristniboði, svo læknir ■ ■ ■ þröstur Haraldsson Jóhannes Ólafsson starfaði lengst af í Eþíópíu þar sem hann beitti lækniskunnáttu sinni í þágu fólksins og frelsarans Fjölskylda Ólafs Ólafssonar og Herborgar Eldevik í Kína á þriðja áratug síðustu aldar. Jóhannes lengst til vinstri. Systkinin Jóhannes, Guðrún og Hjördís í Kína. Myndirnar með greininni eru úr eigu Jóhannesar og fjölskyldu. Jóhannes kennir innfæddum Boranamönnum. Óvíst hvort það eru smíðar eða pípulagnir sem eru á dagskrá. Jóhannes og Áslaug eignuðust tvenna tvíbura sem hér eru með föður sínum. Fyrst komu Herborg og Ragnar snemma árs 1964, svo Sverrir og Margrét í árslok 1965.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.