Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.07.2014, Qupperneq 44

Læknablaðið - 01.07.2014, Qupperneq 44
412 LÆKNAblaðið 2014/100 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R hjúkrunarnám á tveimur stigum. En vissulega var þetta langt frá nútímanum.“ Á vegum stjórnvalda Eftir eitt ár í Irgalem fluttust þau til Gidole þar sem þau dvöldu lengst af. Þar höfðu fyrstu norsku kristniboðarnir hafið rekst­ ur heilbrigðisþjónustu með leyfi stjórn­ valda og boðist til að koma á fót spítala. „Þess vegna var ég sendur þangað en ekki til Konsó þar sem íslensku kristniboðarnir voru,“ segir Jóhannes og bætir því við að hann hafi allan sinn starfsferil í Eþíópíu verið á launum frá íslensku kristniboðs­ samtökunum. Á því var þó ein undantekning sem varaði í fjögur ár en þann tíma var Jóhann­ es embættismaður á launum frá eþíópísk­ um stjórnvöldum. „Það var á margan hátt áhugavert frá faglegu sjónarmiði. Ég vann að því að efla menntun hjúkrunarfólks og ljósmæðra en það verkefni var á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). En meginstarf mitt á þessum árum var að hafa umsjón með heilsu­ gæslustöðvum í fylkinu. Stjórnvöld vildu að yfirstjórn þeirra væri í höndum manns með læknismenntun.“ Mætti skilningi fólksins Lengst af starfaði Jóhannes þó meðal fólks­ ins við að lækna það og hjúkra því. „Ég átti alltaf gott samstarf við fólkið, bæði sjúklinga og starfsmenn. Meðfram læknis­ starfinu þurfti ég alltaf að kenna, ekki bara hjúkrun heldur smíðar og pípulagnir og fleiri praktíska hluti því iðnaðarmenn voru ekki á hverju strái. Fólkið í Gidole sýndi spítalanum mikinn skilning og vissi að þar fengi það þjónustu. Í fyrstu kynnt­ ist ég lítillega fáfræði og hindurvitnum íbúa og vissi af því að töfralæknar voru einnig að störfum. En fólk treysti okkur og með tímanum hvarf öll tortryggni. Starfsemin þróaðist og eftir því sem vegir skánuðu leitaði fólk lengra að eftir þjónustu okkar. Stjórnvöld gerðu sér líka smám saman grein fyrir því að við starfræktum raunverulegt sjúkrahús. Á þessum upphafsárum komst ég yfir bók eftir breskan lækni, Maurice King, sem hafði starfað lengi í nýlendum Breta í Afríku. Hann lýsti þeirri tækni sem notuð er við lækningar um alla álfuna og þangað sótti ég margt sem reyndist nytsamlegt við okkar aðstæður.“ Hungursneyðir og bylting Það gekk á ýmsu í Eþíópíu á þeim árum sem Jóhannes starfaði þar. Eins og flestir þekkja herjuðu hungursneyðir á landið með reglulegu millibili. „Hún varð aldrei mikil á okkar slóðum. Þó man ég að hungrið svarf að Konsó eitt sinn. Þá leigði kristniboðið þar fjórar þyrlur til að flytja mat og aðrar nauðsynjar til fólks því vegirnir voru flestir ófærir. En verst varð hungursneyðin í norðurhluta landsins og þar sem nú er Eritrea.“ Hungursneyð sem varð á árinu 1973 komst í heimsfréttirnar þrátt fyrir til­ raunir stjórnvalda til þess að halda henni leyndri fyrir umheiminum. Það átti sinn þátt í falli keisarans Haile Selassie. „Þegar þetta kom í heimsfréttirnar lentu Eþíópar í vandræðum. Þeir voru að undirbúa tíu ára afmæli Samtaka Afríkuríkja (OAU) og áttu von á öllum leiðtogum álfunnar í heimsókn til Addis Abeba. Það átti að vera mikil hátíð á sama tíma og fólkið svalt.“ Keisarinn hrökklaðist frá völdum og við tóku menn sem kenndu sig við marxisma og kommúnisma. Jóhannes segir að keisarinn hafi verið vinsæl persóna þótt embættismenn hans Fjölskyldan í Eþíópíu árið 1972. Jóhannes í Gidole ásamt hjúkrunarfræðingunum Margréti Hróbjartsdóttur og Simonettu Bruvik og nokkrum heimamönnum. Haile Selassie Eþíópíukeisari kom í heimsókn til Gidole þar sem Jóhannes sýndi honum aðstöðuna. Keisarinn er sá stutti með hjálminn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.