Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.07.2014, Side 45

Læknablaðið - 01.07.2014, Side 45
LÆKNAblaðið 2014/100 413 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R væru spilltir, margir hverjir, og það varð honum að falli. „Ég hitti hann í Gidole árið 1968 þegar við opnuðum þar klíník með 30 rúmum. Það var gaman að spjalla við hann og heimsókn hans ánægjuleg.“ En það breyttist margt í landinu með falli keisarans. „Fyrstu árin var friðsam­ legt í Eþíópíu, það var ekki fyrr en komm­ arnir komu til skjalanna og gerðu byltingu 1974 að ástandið fór að versna. Þó voru aldrei mikil átök í Suður­Eþíópíu, bara mikill áróður. Afstaða stjórnvalda breyttist að ýmsu leyti, til dæmis til lyfjakaupa. Það var settur nýr maður yfir þá deild í ráðuneytinu sem þurfti að samþykkja lyfjapantanir okkar. Hann var menntaður í Moskvu og hafði ákveðnar skoðanir á því sem við vorum að panta, strikaði oft út hluta af því sem við höfðum beðið um, til dæmis æðavökva. Kollegar mínir gengu á fund hans og áttu við hann nokkuð hvassar samræður um þessi mál sem lyktaði með því að hann hrópaði á þá: You are criminals!“ Í hendur hins opinbera Ekki var þó allt vont sem fylgdi bylting­ unni. „Margir eþíópskir unglingar hlutu menntun í Austur­Evrópu og á Kúbu. Það gerðu kommarnir vel. Þegar þeir misstu völdin sneru margir læknar heim að loknu námi. En smám saman fór starfsmögu­ leikum lækna fækkandi, það voru ekki til launaðar stöður fyrir alla þessa lækna. Allt í einu voru komnir sjö læknar þar sem ég hafði verið einn áður. Með tímanum brugðust margir læknar við með því að opna einkastofur úti í bæ og sneru baki við landsbyggðinni. Samstarfið við stjórnvöld á þessum tíma var gott, en þegar fram liðu stundir mátti sjá merki þess að til voru þeir sem þótti óeðlilegt að útlendingur stjórnaði spítalanum. Þá var mér falið annað hlut­ verk: ég átti að semja við ríkið um að kristniboðssamtökin hættu rekstri spítal­ anna í Arba Minch og Irgalem og innlend stjórnvöld, ríki og héraðsstjórnir, tækju við. Það gerðist árið 1998. Við reyndum að skilja við starfsfólkið af fullri virðingu og tryggja að það héldi launum sínum og réttindum á borð við eftirlaun. Kristniboðið er enn starfandi og okkur er velkomið að vera í landinu, þótt heil­ brigðisstofnanirnar séu í höndum ríkisins núna. Til dæmis er kollega minn norskur, prófessor í Bergen, að stjórna verkefni í Gi­ dole sem snýst um að kenna svonefndum heilsuliðum (health officers á ensku) að gera keisaraskurði til að draga úr mæðra­ dauða við barnsburð. Hjúkrunarfólkið lærir svæfingar og sótthreinsun. Það þarf að draga úr kröfunum því læknarnir fást ekki til að búa á landsbyggðinni. Þeir vilja vera í borgunum þar sem þeir reka einka­ stofur. Verkefnið nýtur viðurkenningar WHO og hefur gengið vel, dregið verulega úr mæðradauða.“ Sex barna faðir Það skiptust líka á skin og skúrir í einka­ lífi Jóhannesar. Þau Áslaug eignuðust tvisvar sinnum tvíbura og síðar eina dóttur en áður höfðu þau ættleitt barn. Ás­ laug veiktist í Eþíópíu og lést fyrir aldur fram árið 1986, aðeins 58 ára gömul. Um líkt leyti glímdi Jóhannes við hjartamein og þunglyndi í kjölfar hjartaáfalls. Þá voru þau flutt til Noregs. Jóhannes kvæntist tveimur árum síðar annarri konu, kennaranum Kari Bø, en þau höfðu kynnst lítillega þegar hún starfaði við Norska skólann í Eþíópíu. Næstu árin starfaði Jóhannes sem læknir í Noregi. Árið 1992 sneru þau Kari aftur til Eþíópíu og dvöldu í Gidole og á fjórum öðrum stöðum fram til ársins 2000. Kari vann við að efla handverk meðal eþíópískra kvenna og koma á fót mörk­ uðum með afurðir þeirra, en Jóhannes starfaði fyrir hið opinbera eins og áður er sagt frá. Að sjálfsögðu voru þau einnig virk í kristniboðsstarfinu. Það er kannski engin furða að Jóhannes svari því játandi þegar ég spyr hvort hann sé ánægður með ævistarf sitt. „Já, mér finnst það hafi verið innihaldsríkt. Það er mikilvægt að hjálpa fólki og ég sá árangur af því. Ég þurfti að starfa á öllum sviðum læknisfræðinnar og sinna far­ sóttarsjúklingum, mæðrum í barnsnauð, skurðlækningum og svo framvegis. Ég er með viðurkenningu sem skurðlæknir og það kom sér oft vel, enda ómögulegt að þurfa að senda konur langa leið ef þær þurftu í keisaraskurð. Ég þurfti að kunna eitthvað um allt,“ segir Jóhannes Ólafsson kristniboði og læknir – í þeirri röð. Í marsmánuði síðastliðnum var Jóhannes sæmdur stórriddarakrossi Noregskonungs fyrir starf sitt í Eþíópíu, „einkum þjónustu við mæður og börn“ eins og segir í rökstuðningi. Myndin er tekin af því tilefni en með Jóhannesi eru eigin- kona hans, Kari Bø, til vinstri og fylkisstjórinn í Agder. Lítil skurðaðgerð í gangi.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.